Skútustaðahreppur

Fréttamynd

Oddvitinn gefur kost á sér í 2.-3. sæti

Helgi Héðinsson, oddviti Skútustaðahrepps, hefur ákveðið að vandlega athuguðu máli í samráði við fjölskyldu og vinni að bjóða sig fram á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi og sækist þar eftir 2. til 3. sæti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Helga.

Innlent
Fréttamynd

Úlla Ár­dal yfirgefur RÚV og kynnir náttúruperlur

Úlla Árdal hefur verið ráðin í starf markaðs- og þróunarstjóra Mývatnsstofu og hóf störf þann 5. janúar. Þar mun hún sinna verkefnum sem er ætlað að styðja við uppbyggingu innviða í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit með það að markmiði að gera svæðið ákjósanlegra til búsetu og fjárfestinga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrstu smitin á Norðurlandi eystra í tæpan mánuð

Tveir eru nú með virka kórónuveirusýkingu á Norðurlandi eystra en fjórðungurinn hefur verið veirulaus síðan 12. desember. Þeir smituðu greindust við landamæraskimun, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Með ást og kærleik

Í þessu því ólíkindina ástandi sem nú ríkir hefur Þríeykið okkar sinnt sínu starfi af kærleik og trausti og hefur gert í marga mánuði.

Skoðun
Fréttamynd

Demantshringurinn formlega opnaður

Demantshringurinn var formlega opnaður við hátíðlega athöfn í gær, þegar þrír ráðherrar klipptu á borða sem var strengdur yfir nýjan Dettifossveg mitt á milli Dettifoss og Ásbyrgis.

Innlent
Fréttamynd

Segir Þeistareykjaveginn verða þann langflottasta

Verktakinn sem er að leggja nýjan Þeistareykjaveg spáir því að hann verði vinsælasta ferðamannaleiðin milli Húsavíkur og Mývatns og telur að hann ætti að verða hluti af Demantshringnum, sem Norðlendingar eru að markaðssetja.

Innlent
Fréttamynd

Sex sveitarfélög fái samtals 150 milljónir króna

Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða.

Innlent
Fréttamynd

Allt skólahald lagt niður í Skútustaðahrepp

Skólahald í Skútustaðahrepp hefur verið lagt niður vegna kórónuveirunnar bæði í leikskólanum Yl og Reykjahlíðarskóla. Aðgerðirnar taka gildi strax á morgun og munu standa yfir um óákveðinn tíma.

Innlent
Fréttamynd

Að leggja raflínur í jörð

Veðurhamfarir urðu á Norður- og Norðausturlandi snemma haustið 2012 þar sem miklar óveðursskemmdir urðu í Mývatnssveit. Brotnuðu um 100 staurar, rafmagnslaust var í allt að fjóra sólarhringa og aðstæður hinar erfiðustu.

Skoðun
Fréttamynd

Öryggi skerðist verði Hólasandsvegur ekki mokaður í vetur

Forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands gera alvarlegar athugasemdir við fyrirætlanir Vegagerðarinnar um að Hólasandsvegur verði ekki þjónustaður í vetur. Reikna má með að viðbragðstími viðbragðsaðila lengist um fimmtán mínútur, sem geti skipt sköpum í vetraraðstæðum.

Innlent
Fréttamynd

Afturkalla leyfi vegna stíflu Neyðarlínunnar

Skútustaðahreppur segir stíflu Neyðarlínunnar í Drekagili sjöfalt lengri en leyfi var fyrir og afturkallar leyfið. Framkoma framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar sögð ósæmandi. Stjórn Neyðarlínunnar harmar hnökra á samskiptum.

Innlent