Bláskógabyggð

Fréttamynd

Vist­maður á fangelsinu Sogni fannst látinn

Vistmaður á fangelsinu Sogni í Ölfusi fannst látinn seint síðastliðið fimmtudagskvöld. Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þrátt fyrir það rannsakar lögregla málið. Þetta staðfestir Páll E. Winkel fangelsismálastjóri í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Hætta leit að bíl í Þing­valla­vatni

Viðbragðsaðilar hafa ákveðið að hætta leit við vestanvert Þingvallavatn, en lögreglu barst tilkynning um klukkan ellefu í dag um að bíll hefði farið ofan í og niður um ís.

Innlent
Fréttamynd

Heiða Guð­ný er um mínútu að rýja hverja kind

Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótarstöðum í Skaftártungu er engin venjuleg kona þegar kemur að rúningi sauðfjár því hún er ekki nema rétt um mínútu að rýja hverja kind. Hún rýir oft hundrað og fimmtíu til tvö hundruð kindur á dag fyrir bændur og búalið.

Innlent
Fréttamynd

Sam­mæltust um starfs­lok í kjöl­far rasískra um­mæla

Samkomulag um starfslok hefur verið gert við Helga Helgason, kennara við Menntskólann að Laugarvatni, vegna ummæla hans á samfélagsmiðlum. Helgi kallaði Bashar Murad meðal annars „grenjandi illa skeindan Palestínuaraba.“ Skólameistari segir starfsfólk og nemendur afar slegna vegna málsins og að Helgi hafi viðurkennt að hafa orðið á mistök. 

Innlent
Fréttamynd

Vís­bendingar um ís­björn á Lang­jökli

Lögreglan á Vesturlandi og Landhelgisgæslan leita nú mögulegs ísbjarnar á Langjökli. Þetta staðfestir Kristján Ingi Kristjánsson, settur yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Heilbrigðisráðherra hrósar sjúkraflutningum á Suðurlandi

Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi hafa farið í um þrjú þúsund útköll það sem af er árinu en tuttugu og fimm sjúkraflutningamenn ganga vaktir allan sólarhringinn á starfsstöðinni á Selfossi. Heilbrigðisráðherra sá ástæðu til að hrósa sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi sérstaklega fyrir góð störf á fjölmennum opnum fundi.

Innlent
Fréttamynd

Rúi og Stúi flottir á sviðinu í Aratungu

„Að gera hlutina sjálfur, ekki stóla alltaf á að einhver annar geri þá“, er boðskapur sýningarinnar „Rúi og Stúi“, sem er fyrsta barnaleikritið, sem Leikdeild Ungmennafélags Biskupstunga sýnir nú í félagsheimilinu Aratungu og var frumsýnt um helgina.

Lífið
Fréttamynd

Sveitapiltur úr Biskupstungum fékk myndarlegan styrk frá ESB

Þorvaldur Skúli Pálsson, sveitastrákur frá Laugarási í Biskupstungum er kátur þessa dagana því teymi, sem hann stýrir við Háskólasjúkrahúsið í Álaborg var að fá á þriðja hundrað milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu (ESB), sem fer í að útbúa gagnvirkt upplýsingaefni vegna stoðkerfisverkja fólks.

Innlent
Fréttamynd

Heilbrigðisráðherra reddaði vatninu í Aratungu

Mikill kurr er á meðal íbúa í uppsveitum Árnessýslu, ekki síst í Bláskógabyggð verði niðurstaðan sú að loka eigi heilsugæslustöðinni í Laugarási og opna nýja stöð á Flúðum eða á öðrum þéttbýlisstöðum í uppsveitunum. Heilbrigðisráðherra mætt á fund með íbúum til að hlusta á þeirra sjónarmið.

Innlent
Fréttamynd

„Gærdagurinn var bæði ljótur og fallegur“

„Gærdagurinn var bæði ljótur og fallegur,“ segir Sigríður Jónsdóttir, dóttir bændanna á Efra-Apavatni í Bláskógarbyggð, en í gær fór fram umfangsmikil leit að sauðfé bæjarins eftir að komið var að dýrbítum í fénu fyrir rúmri viku.

Innlent
Fréttamynd

Uppselt á veitingastað Friðheima langt fram á haustið

Uppselt er í sumar og vel fram á haustið í mat í Friðheimum í Bláskógabyggð vegna mikillar aðsóknar ferðamanna á staðinn. Vínstofan er nýr veitingastaður á Friðheimum þar sem þyngsti bar landsins er en hann er úr tíu tonnum af grjóti.

Innlent