Mosfellsbær

Fréttamynd

Deila kostnaði vegna dagdvalar fyrir heimilis­lausa

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ætla að taka þátt í rekstri dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Dagdvölin verður rekin í húsnæði Samhjálpar og hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar þegar samþykkt að koma rekstrinum.

Innlent
Fréttamynd

22 fót­bolta­vellir fullir af bílum

Íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgar hratt. Það sést glögglega á því hvernig umferðin hefur þyngst. Um 70 bílar hafa bæst við umferðina að meðaltali í hverri viku frá 2016, þegar Samgöngustofa hóf að halda utan um bílafjölda eftir sveitarfélögum. Á ársgrundvelli jafngildir þessi fjölgun um 27 km langri bílaröð. Sú röð næði nánast milli Háskóla Íslands og Grundarhverfis á Kjalarnesi.

Skoðun
Fréttamynd

Aðstoðarmaður Ásmundar í tímabundið leyfi

Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra, fer í tímabundið leyfi frá störfum frá fyrsta nóvember. Leyfinu mun ljúka þann 30. apríl á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Vilja að Kjósar­hreppur verði ekki lengur kenndur við Mos­fells­bæ

Sjö þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar sem miðar að því að sveitarfélagið fái nýtt póstnúmer og verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ. Íbúar í Kjósarhreppi hafa lengi kvartað yfir póstnúmerinu 276 Mosfellsbær og sagt það um árabil hafa valdið ruglingi.

Innlent
Fréttamynd

Bannað að vera í símanum

Nýjar reglur hafa tekið gildi á hjúkrúnarheimilunum Eir, Skjóli og Hömrum þar sem starfsmönnum er ekki lengur heimilt að vera í símanum í sameiginlegum rýmum stofnananna jafnt á vinnutíma og í kaffipásum.

Innlent
Fréttamynd

Að gefa sér niður­stöðuna fyrir­fram

Árið 1993 kom félagsmálaráðuneytið því til leiðar að kosið var um sameiningar sveitarfélaga vítt og breitt um landið. Ráðuneytið, sem sinnti meðal annars sveitarstjórnarmálum, hafði lengi hvatt til hreppa og kaupstaði landsins til að mynda stærri og sjálfbærari einingar, en undirtektir verið harla litlar. 

Skoðun
Fréttamynd

Flokkun úr­gangs við heimili gengur vonum framar!

Þann 1. janúar sl. tóku gildi ný lög í úrgangsmálum. Þessar lagabreytingar hafa verið kallaðar hringrásarlögin en markmið laganna snýst aðallega um að draga úr myndun úrgangs og stuðla að myndun hringrásarhagkerfis hér á landi.

Skoðun
Fréttamynd

Gréta verk­stýrði sjálf byggingu hússins

Ljósmyndarinn og leiðsögumaðurinn og ævintýrakonan Gréta S. Guðjónsdóttir er þekkt sem ein af bestu ljósmyndurum landsins og svo er hún gríðarlega vinsæl sem leiðsögumaður bæði hér á landi og erlendis.

Lífið
Fréttamynd

Telja mikil­vægast að huga að börnunum sem urðu fyrir skaða

Stjórn foreldrafélags Lágafellsskóla segir mál sem hefur komið upp í skólanum vera grafalvarlegt. Myndir af minnispunktum kennara í skólanum hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum, en þar er háttalagi nemenda lýst. Foreldrafélagið segist líta málið alvarlegum augum og telja mikilvægt að hugað verði að börnum sem urðu fyrir skaða vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Guð­bergur Bergs­son er látinn

Guðbergur Bergsson, rithöfundur, er látinn, 91 árs að aldri. Guðbergur var einn þekktasti rithöfundur landsins og sendi frá sér fjölda bóka af ýmsum toga, smásögur, skáldsögur, barnabók, skáldævisögur og greinar um bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál.

Menning
Fréttamynd

Þurfi meiri tíma í Borgar­línu

Inn­viða­ráð­herra segir of snemmt að slá því föstu að gera þurfi veru­legar breytingar á fram­kvæmdum vegna Borgar­línu á höfuð­borgar­svæðinu, á meðan vinna standi enn yfir við að upp­færa sam­göngu­sátt­mála höfuð­borgar­svæðisins á milli ríkisins og sveitar­fé­laga. Borgar­lína sé hins vegar risa­stórt verk­efni sem þurfi meiri tíma, bæði með til­liti til verk­fræðinnar en líka fjár­mögnunar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki nóg að bæta bara strætó

Framkvæmdastjóri félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins segir það fullreynt að efla strætó án þess að byggja borgarlínu líkt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. Eðlilegt sé að uppfæra sáttmálann nú þegar fjögur ár eru síðan skrifað var undir hann. 

Innlent
Fréttamynd

„Orðinn of stór fíll til að borða í einum bita“

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, segir að búið sé flækja allt sem við kemur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og að nauðsynlegt sé að finna lausnir til að hægt sé að koma framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu af stað sem fyrst. „Við höfum gert þetta svo erfitt og of flókið að þetta er orðinn of stór fíll til að borða í einum bita.“

Innlent
Fréttamynd

Gildran valin bæjarlistamaður

Hljómsveitin Gildran hefur verið útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2023. Hljómsveitin hefur gefið út sjö plötur og hóf stór hluti meðlima tónlistarferil sinn sem unglingar í Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar en Gildran var stofnuð árið 1985.

Menning
Fréttamynd

Sér­sveit send á skemmti­stað vegna hnífa­burðar

Talsverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Sérsveit Ríkislögreglustjóra var til að mynda tvívegis kölluð út, annars vegar vegna tilkynningar um mann með skammbyssu og hins vegar vegna manns sem sagður var hóta fólki með hníf á skemmtistað.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta tryggir okkur skíðafæri“

Framkvæmdir hófust við Bláfjöll í morgun þar sem borað er fyrir vatni fyrir snjóframleiðslu á skíðasvæðinu. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla segir framleiðsluna munu gjörbreyta aðstöðunni.

Innlent