Garðabær

Sagðist ekki þurfa að nota grímu og neitaði að yfirgefa verslunina
Rétt fyrir miðnætti þurfti lögregla að hafa afskipti af konu í verslun í Garðabæ sem þvertók fyrir það að nota andlitsgrímu og neitaði jafnframt að yfirgefa verslunina. Þegar lögreglu bar að garði vildi hún ekki gefa upp nafn og kennitölu og gaf á endanum upp rangt nafn.

Aflýsa öllum áramótabrennum á höfuðborgarsvæðinu
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að fella niður allar áramótabrennur sem skipulagðar hafa verið á höfuðborgarsvæðinu í ár. Ákvörðunin var tekin í ljósi þess að samkomubann miðast við tíu manns og „mikilvægt að sveitarfélögin hvetji ekki til hópamyndunar,“ segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar.

Vopnaðir piltar veittust að manni í undirgöngum og höfðu í hótunum
Íbúi í Garðabæ slapp með skrekkinn síðastliðið föstudagskvöld þegar að honum veittust tveir ungir piltar í undirgöngum og hótuðu honum með hnífi og hnúajárni. Maðurinn varaði við piltunum á Facebook-síðu íbúa Garðabæjar. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé komið inn á borð lögreglu.

Sá er sjálfstæður sem stendur undir sjálfum sér
Sameining sveitarfélaga hefur verið til umræðu svo langt sem ég man aftur.

Falið að ræða um „lágkúrulegt“ og „sorglegt“ hringtorg nærri Bessastöðum
Bæjarráð Garðabæjar hefur falið Gunnari Einarssyni bæjarstjóra að taka upp viðræður við Vegagerðina um hvort bæta megi frágang á hringtorgi á Álftanesi.

Opna IKEA á fimmtudag eftir fimm vikna lokun
IKEA mun opna verslun sína í Kauptúni klukkan tíu á fimmtudagsmorgun. Undirbúningur við opnunina stendur nú sem hæst eftir að tilkynnt var um tilslakanir á sóttvarnareglum í dag.

Engill í Bónus: „Fannst ég ekki eiga þetta skilið“
„Þetta var mjög skrítin en á sama tíma góð tilfinning. Hefði verið skiljanlegt ef ég hefði verið í vandræðum með að borga, en það var ekki málið svo maður átti engan vegin von á því að þetta gæti gerst. En þetta gefur von, og kallar fram kærleikstilfinningu og hjá mér kallar þetta fram löngun til að gera þetta fyrir fleiri,“ segir Garðbæingurinn Guðrún Brynjólfsdóttir í samtali við Vísi.

Telja ekki hagsmuni barna að eineltismál séu rekin í fjölmiðlum
Bæjarstjóri í Garðabæ segir að í undantekningartilfellum dugi ekki aðgerðaráætlanir í eineltismálum til að leysa mál sem komi upp. Mál sem varði samskiptavandamál geti verið sérstaklega erfið þegar börn eigi í hlut. Þá hafi börn ekki hag af því að slík mál séu rakin í fjölmiðlum.

Nagladekk spila langstærstan þátt í myndun svifryks
Greining nýrrar rannsóknar bendir til þess að nagladekkjanotkun spili langstærstan þátt í myndun svifryks frá umferð á höfuðborgarsvæðinu en aðrir áhrifaþættir eru vegyfirborð, umferðarmagn, hraði og þjónusta; söltun og skolun. Ein af niðurstöðum rannsóknarinnar er að draga þurfi verulega úr nagladekkjanotkun.

Sokkinn kostnaður í mýri
Vetrarhöllin er orðin Garðbæingum dýr. Með nýjum gerðardómi í deilu Garðabæjar og ÍAV verktaka vegna byggingu fjölnota íþróttahússins, sem úrskurðar verktökunum í vil falla alls tæplega 170 milljónir á bæjarsjóð af þeim 200 milljónum sem deilt var um.

Fleiri þurfa fjárhagsaðstoð í stærstu sveitarfélögunum
Tæplega þriðjungi fleiri fá fjárhagsaðstoð á þessu ári en í fyrra hjá tveimur stærstu sveitarfélögum landsins. Það getur munað um tugþúsundir milli sveitarfélaga hversu há fjárhæðin er.

Uppbyggingin á skíðasvæðunum á byrjunarreit
Stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafnaði á fundi sínum í upphafi mánaðarins öllum tilboðum í framkvæmdir á skíðasvæðunum í Bláfjöllum.

Löng röð fyrir utan Costco
Jólaverslun virðist hafin með látum ef marka má fjölda fólks sem lagði leið sína í verslunarmiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu um helgina.

Þorvaldur Örlygsson inn í þjálfarateymi Stjörnunnar
Stjörnumenn taka inn Þorvald Örlygsson fyrir Ólaf Jóhannesson fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu.

Ólafur tilkynnti um ákvörðun sína í gær | Rúnar Páll verður áfram
Í gærkvöldi greindi Ólafur Jóhannesson forráðamönnum Stjörnunnar frá því að hann óskaði eftir því að hætta

Ólafur hættur hjá Stjörnunni
Eftir aðeins eitt tímabil í Garðabænum er Ólafur Jóhannesson hættur þjálfun karlaliðs Stjörnunnar.

Kristján framlengir í Garðabænum
Kristján Guðmundsson verður áfram þjálfari Stjörnunnar í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta.

Einn fluttur til skoðunar eftir árekstur á Arnarneshæð
Einn var fluttur á slysadeild til skoðunar eftir árekstur á Arnarneshæð í kvöld.

IKEA lokar vegna hertra aðgerða
Munu einbeita sér að netverslun. Framkvæmdastjórinn vonast til að geta opnað aftur eftir tvær vikur.

Landsréttur telur Geymslur ekki skaðabótaskyldar vegna stórbrunans í Garðabæ
Landsréttur hefur sýknað fyrirtækið Geymslur af þremur kröfum um að það bæri skaðabótaábyrgð vegna stórbrunans sem varð í húsnæði fyrirtækisins við Miðhraun í Garðabæ í apríl 2018.