Persónuvernd

Fréttamynd

Helga hellir sér í forsetaslaginn

Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar ætlar að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Helga upplýsti um þetta á blaðamannafundi á heimili sínu í Fossvoginum í hádeginu.

Innlent
Fréttamynd

Segir Ómar hafa hótað pari mál­sókn vegna við­tals

Par segir Ómar Valdimarsson lögmann hafa hótað þeim málsókn eftir að þau sögðu hann hafa höfðað dómsmál fyrir þeirra hönd án vitneskju þeirra. Ómar birti tölvupóstsamskipti sín við parið á Facebook og sagði þau skorta lesskilning. Parið skoðar hvort tilefni sé til að kæra birtingu Ómars á persónuupplýsingum þeirra og íhuga að kvarta yfir honum til úrskurðarnefndar lögmanna.

Innlent
Fréttamynd

Veg­vísir gervi­greindar

Markaðurinn fyrir persónuupplýsingar er gríðarlega stór og mörg stærstu fyrirtæki heimsins byggja afkomu sína beint eða óbeint á vinnslu þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Hroki og hleypi­dómar

Nú í vikunni féll áhugaverður dómur hjá héraðsdómi Reykjavíkur í máli Reykjavíkurborgar gegn Persónuvernd varðandi úrskurð stofnunarinnar á Seesaw-nemendakerfinu. Málið snerist um úrskurð Persónuverndar árið 2021 sem lagði m. a. 5 milljón króna stjórnvaldssekt á Reykjavíkurborg og krafði borgina um að eyða öllum gögnum úr kerfinu sem var gert.

Skoðun
Fréttamynd

Per­sónu­vernd fær á baukinn og stefnir í milljóna endur­greiðslu

Ríkið þarf að endurgreiða Reykjavíkurborg fimm milljónir króna auk vaxta vegna slapprar stjórnsýslu þegar Persónuvernd sektaði borgina vegna Seesaw-kerfis sem notað var í nokkrum grunnskólum borgarinnar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Kópavogur gæti krafið ríkið um fjögurra milljóna endurgreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Creditinfo megi ekki fletta upp kennitölum sakfelldra

Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Dómstólasýslu ríkisins sé ekki heimilt að veita Creditinfo Lánstrausti hf. rýmri rétt til leitar að persónuupplýsingum í dómsúrlausnum en almenningi er veittur með útgáfu dómsúrlausna á vefsíðum dómstólanna. Fyrirtækið hafði óskað eftir því að fá aðgang að kennitölum þeirra sem hafa hlotið refsidóma fyrir auðgunarbrot.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður G. braut persónuverndarlög

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður braut persónuverndarlög þegar hann birti upplýsingar úr lögregluskýrslu vegna kæru Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur á hendur knattspyrnumanninum Kolbeini Sigþórssyni fyrir ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Skella í lás á Húsa­vík

Tekin hefur verið ákvörðun um að loka starfsstöð Persónuverndar á Húsavík og hefur tveimur starfsmönnum verið sagt upp. Starfsstöðin mun loka dyrum sínum um áramót. Forstjóri segir fjárlaganefnd ekki hafa veitt styrk til verkefnisins og  því hafi þurft að loka.

Innlent
Fréttamynd

Per­sónu­vernd og skóla­mál

Nokkur umræða hefur verið í þjóðfélaginu undanfarin misseri þar sem fram hafa komið rangfærslur sem lúta að því að Persónuvernd hafi, með niðurstöðum sínum, sett tækninotkun og framþróun í skólastarfi í upplausn. Persónuvernd er ekki hafin yfir málefnalega gagnrýni en gildishlaðnar alhæfingar og að skjóta sendiboðann hefur sjaldan reynst vel.

Skoðun