Ríkisstjórn

Fréttamynd

Setja á fót starfshóp til að fara yfir siðareglur ráðherra

Ríkisstjórn Íslands fjallaði um siðareglur ráðherra á fundi sínum í morgun og verður áframhaldandi umræða um reglurnar á vettvangi ríkisstjórnar á næstu vikum með það fyrir augum að meta hvernig megi skerpa á tilteknum atriðum er varða efni reglnanna og framkvæmd. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Innlent
Fréttamynd

Björn Bjarnason gagnrýnir brottflutning varnarliðsins

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra lagði áherslu á þátt NATO í öryggi siglingaleiða á Norður-Atlantshafi í ræðu, sem hann hélt í Aþenu í dag, og gagnrýndi brotthvarf Bandaríkjahers frá Íslandi í því samhengi. Björn sagði einkennilegt, að Bandaríkjamenn hefðu horfið með hernaðarlegan viðbúnað frá Íslandi, þegar litið væri til þess, sem formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings hefði sagt nýlega um mikilvægi þess, að Bandaríkin að tryggðu orkuöryggi.

Innlent
Fréttamynd

Smíða á nýtt 4000 tonna varðskip

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að ljúka samningum um smíði á nýju varðskipi. Skipið verður smíðað í Chile í Suður-Ameríku og er stefnt á að það komi hingað til lands um mitt árið 2009. Skipið verður um fjögur þúsund tonn og verður því mun stærra en Týr og Ægir, varðskipin sem Landhelgisgæslan á fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Segja Finn ekki vera lausn fyrir Framsókn

Það væri heimskulegt fyrir Framsóknarflokkinn að gera Finn Ingólfsson að formanni, segir Össur Skarphéðinsson alþingismaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður Vinstri grænna segir slíkan leik vondan fyrir Framsókn sem þegar hafi orð á sér fyrir að vera hagsmunaklíka, en ekki stjórnmálaflokkur.

Innlent
Fréttamynd

Breyting Íbúðalánasjóðs gegn sáttmála

Það brýtur í bága við stjórnarsáttmála að leggja Íbúðalánasjóð niður í núverandi mynd, í það minnsta meðan bankarnir bjóða ekki 90 prósenta lán, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins.

Innlent
Fréttamynd

90 hjúkrunarrými á Lýsislóðina

Hjúkrunarheimili með 90 rými verður reist á Lýsislóðinni. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Jónmundur Sigmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, undirrituðu samkomulag þessa efnis í dag.

Innlent
Fréttamynd

Gefur lítið fyrir gagnrýnina

Iðnaðarráðherra gaf lítið fyrir gagnrýni á frumvarp um nýsköpunarsjóð á ársfundi Iðntæknistofnunar í morgun. Frumvarpið væri tilraun til að skera á aðskilnað milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins þegar kæmi að stuðningi við nýsköpun og atvinnuþróun.

Innlent
Fréttamynd

Hálfur annar milljarður í nefndir

Nefndir ráðuneytanna kostuðu ríkissjóð nær einn og hálfan milljarð króna á síðasta ári. Rúmlega helmingur þeirrar upphæðar er vegna starfa einkavæðingarnefndar.

Innlent
Fréttamynd

Einn og hálfur milljarður í nefndastörf

Heildarkostnaður ríkissjóðs vegna nefndastarfa á vegum ráðuneyta nam nær einum og hálfum milljarði króna á síðasta ári. Tæplega helmingur þeirrar upphæðar er til kominn vegna starfa einkavæðingarnefndar.

Innlent
Fréttamynd

Sakar stjórnarandstöðu um verðbólguna

Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarliða um að flýja af hólmi fyrir sveitarstjórnarkosningar og forðast að ræða efnahagsmál. Þingmaður Framsóknarflokksins svaraði með því að segja að stjórnarandstaðan hefði talað upp verðbólguna.

Innlent
Fréttamynd

Gríðarlegt ofbeldi og vitleysa

Gríðarlegt ofbeldi og vitleysa eru orðin sem forstjóri 365 miðla notar um þá fyrirætlan ráðamanna að koma fjölmiðlafrumvarpinu og frumvarpinu um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins í gegn fyrir þinglok.

Innlent
Fréttamynd

Vilja sérkjörin burt sem fyrst

Engar efndir hafa orðið á því að eftirlaunalögum yrði breytt þó ár sé síðan forsætisráðherra lofaði að það yrði gert. Þetta sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, á þingi í dag og deildi á forsætisráðherra sem sagði málið ekki stranda á sér.

Innlent
Fréttamynd

Útlendingum í starfaleit þarf ekki að fjölga

Fólki frá Austur-Evrópu sem kemur hingað til lands að leita sér vinnu þarf ekki að fjölga þrátt fyrir að takmarkanir við för þeirra falla niður 1. maí. Þetta er mat félagsmálaráðherra og aðstoðarframkvæmdastjóra Alþýðusambands Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Óttast ekki andstöðu við frumvarpið

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segist bjartsýn á að frumvarp hennar um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar verði að lögum núna í vor. Þetta segir hún þrátt fyrir að allir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í iðnaðarnefnd Alþingis geri athugasemdir við frumvarpið.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.