Malaví

Fréttamynd

Árangurinn af 35 ára sam­starfi í Malaví á­þreifan­legur

Ísland og Malaví fagna í ár þrjátíu og fimm ára samstarfsafmæli í þróunarsamvinnu. Forstöðukona sendiráðsins í Malaví segir árangurinn af samstarfinu áþreifanlegan. Hreinu vatni hafi verið komið til þúsunda, þúsundir barna fengið menntun og mörgum lífum bjargað. 

Innlent
Fréttamynd

Austur-Kongó og Rúanda á „barmi styrj­aldar“

Hundruð þúsunda hafa þurft að flýja undan sífellt harðnandi átökum milli hers Austur-Kongó og M23 uppreisnarmanna í austurhluta Kongó. Uppreisnarmennirnir hafa barist gegn hernum í áratugi, með stuðningi yfirvalda í Rúanda, en líkur á almennu stríði milli Kongó og Rúanda hafa aukist verulega.

Erlent
Fréttamynd

„Þakk­lætið og brosið frá þeim gefur til baka“

Lið knatt­spyrnu­akademíunnar Ascent Soccer frá Malaví kom, sá og sigraði á al­þjóð­lega mótinu Rey Cup hér í Reykja­vík síðast­liðið sumar. Þar með í för voru leik­mennirnir Levi­son Mnyenyem­be og Precious Kapunda sem hafa nú fengið tæki­færi til þess að upp­lifa draum sinn og spreyta sig á reynslu hjá liði Aftur­eldingar næstu mánuðina með hjálp góðra styrktar­aðila

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Stundum er litið á þig sem ó­vin fólksins“

Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Malaví segir margt líkt með malavísku og íslensku samfélagi. Hún starfar sem einskonar löggæsla mannréttinda og kynjajafnréttis og segir það oft erfitt. Ungt fólk taki málstaðnum betur en það eldra. 

Innlent
Fréttamynd

Vilja Rey Cup-bikarinn til Afríku

Sextán malavískir knattspyrnudrengir eru staddir hér á landi til að keppa á Rey Cup sem fer fram í Laugardalnum í næstu viku. Drengirnir eru bjartsýnir á að þeim takist að vinna mótið. 

Sport
Fréttamynd

Einn látinn og 23 saknað eftir flóðhestaárás

Eins árs drengur er látinn og 23 er saknað eftir að flóðhestur réðst á bát í Malaví í gær og hvolfdi honum. Björgunarsveitir leita að fólkinu en litlar líkur eru taldar á því að nokkur finnist á lífi.

Erlent
Fréttamynd

Hækkun íslenskra framlaga til UN Women, UNICEF og UNFPA

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að hækka kjarnaframlög til þriggja Sameinuðu þjóða stofnana, UN Women, UNICEF og UNFPA. Á fundum utanríkisráðherra með framkvæmdastjórum stofnananna í gær var greint frá því að kjarnaframlög til UN Women hækki um 12 prósent, um 15 prósent til UNICEF og um rúmlega 70 prósent til UNFPA.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Miklar vonir bundnar við bóluefni gegn malaríu

Rúmlega ein milljón barna í Malaví, Gana og Kenía hafa þegar fengið einn eða fleiri bóluefnaskammta gegn malaríu en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) væntir þess að bóluefnið geti bjargað fjörutíu til áttatíu þúsund börnum í Afríku frá dauða á ári hverju.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Ísland veitir neyðaraðstoð til Malaví í kjölfar hitabeltisstorms ​

Ísland hefur svarað samræmdu neyðarkalli Sameinuðu þjóðanna um stuðning við Malaví í kjölfar hitabeltisstormsins Ana sem reið yfir suðurhluta landsins í lok janúar og hafði í för með sér mikla eyðileggingu. Neyðarástand ríkir í þessum hluta Malaví og Ísland hefur ákveðið að veita 40 milljónum króna til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) til að tryggja fæðuöryggi í þremur héruðum sem urðu verst úti.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Íslenskur stuðningur við friðaruppbyggingu á landamærum Malaví og Mósambík

Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að styrkja nýtt verkefni í Malaví á vegum Sameinuðu þjóðanna sem felur í sér að fyrirbyggja átök og vinna að friðaruppbyggingu við landamærin að Mósambík. Óttast er að spenna á landamærunum fari vaxandi en sem kunnugt er hafa verið alvarleg átök og skærur í Cabo-Delgado héraði í norðausturhluta Mósambík.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Hjálparstarf hafið í Malaví í kjölfar ofsaveðurs

Hjálparstarf er hafið á vegum stofnana Sameinuðu þjóðanna í Malaví til aðstoðar við þúsundir íbúa sem misstu heimili sín í veðurofsanum af völdum heitabeltisstormsins Ana í síðustu viku. Talið er að um hundrað manns hafi farist í ofveðrinu og flóðunum sem því fylgdi, þar af 33 í Malaví.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Fulltrúar SOS kynna sér árangur íslenskrar þróunarsamvinnu í Malaví

„Að bregða sér úr íslenska velmegunarumhverfinu og verða vitni að lífsskilyrðum þessarar fátæku þjóðar er nokkuð sem hefur breytt heimsýn okkar til frambúðar. Við vorum allir djúpt snortnir af því sem fyrir augu okkar bar í Mangochi og víðar,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi.

Heimsmarkmiðin