Rúanda

Fréttamynd

Austur-Kongó og Rúanda á „barmi styrj­aldar“

Hundruð þúsunda hafa þurft að flýja undan sífellt harðnandi átökum milli hers Austur-Kongó og M23 uppreisnarmanna í austurhluta Kongó. Uppreisnarmennirnir hafa barist gegn hernum í áratugi, með stuðningi yfirvalda í Rúanda, en líkur á almennu stríði milli Kongó og Rúanda hafa aukist verulega.

Erlent
Fréttamynd

Einu skrefi nær því að senda hælis­leit­endur til Rúanda

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, er einu skrefi nær því að tryggja flutning hælisleitenda til Rúanda, á meðan þeir bíða efnislegrar meðferðar sinna mála í Bretlandi. Frumvarp þess efnis var samþykkt í neðri deild breska þingsins í gær eftir misheppnaða tilraun samflokksmanna Sunaks til uppreisnar.

Erlent
Fréttamynd

Flutningur hælis­leit­enda til Rúanda dæmdur ó­lög­legur

Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan.

Erlent
Fréttamynd

Sjálfsblekking Arsenal-manna

Nokkur hópur stuðningsmanna Arsenal virðist lifa í ákveðinni sjálfsblekkingu varðandi ímynd félagsins. Það endurspeglaðist vel á leik liðsins við Brentford um helgina en þar tapaði liðið stigum aðra helgina í röð.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fjölskylduefling SOS: Nýtt verkefni í Rúanda

SOS Barna­þorp­in á Ís­landi hafa hrund­ið af stað nýrri fjöl­skyldu­efl­ingu í Rú­anda. Þetta er fimmta fjöl­skyldu­efl­ing­ar­verk­efn­ið frá upp­hafi sem er á ábyrgð SOS á Ís­landi. Und­ir­bún­ing­ur hófst um síðustu ára­mót og verk­efn­ið hefst form­lega í byrj­un næsta mánaðar. Það er til fjög­urra ára eða út árið 2025.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Hótelstjórinn í Rúanda sakfelldur fyrir hryðjuverk

Dómstóll í Rúanda sakfelldi Paul Rusesabagina fyrir hryðjuverk í dag. Rusesabagina var hylltur sem hetja þegar hann bjargaði á annað þúsund manns frá þjóðarmorði í landinu árið 1994. Hann heldur fram sakleysi sínu og telur sakirnar eiga sér pólitískar rætur.

Erlent
Fréttamynd

Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk

Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005.

Erlent
Fréttamynd

Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt

Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk.

Erlent
Fréttamynd

Neyðarástandi á heimsvísu lýst yfir vegna ebólu

Ebólu faraldrinum, sem brotist hefur út í Austur-Kongó, var í dag lýst yfir sem neyðarástandi á heimsvísu af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eftir að vírusinn smitaðist til borgar þar sem tvær milljónir manna búa.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar

Mjanmarskir herforingjar voru í vikunni sakaðir um þjóðarmorð. Sagðir hafa brennt Róhingja inni í húsum þeirra og tekið af lífi í hrönnum. Mjanmarska ríkið neitar sök og fyrrverandi friðarverðlaunahafinn sem leiðir ríkisstjórnina hefur sagt um falsfréttir að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Konur gegndu lykilhlutverki við uppbyggingu Rúanda

Rúandabúar hafa náð ótrúlega miklum árangri við að reisa landið úr rústum eftir þjóðarmorðið árið 1994. Öll áhersla hefur verið lögð á að ná sáttum og útrýma þeirri hatrömmu skiptingu í þjóðflokka sem leiddi af sér

Erlent
  • «
  • 1
  • 2