Gabon

Fréttamynd

Valda­ræningi lætur lýsa sig for­seta Gabons

Leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Gabon sór embættiseið sem bráðabirgðaforseti landsins í dag. Hann hét því að skila völdum aftur til þjóðarinnar í frjálsum og trúverðugum kosningum.

Erlent
Fréttamynd

Ástandinu í Afríku líkt við „faraldur alræðis“

Gabon hefur verið vikið úr Afríkubandalaginu eftir að herinn handsamaði Ali Bongo, forseta landsins, og tók þar völd. Nefnd sambandsins um frið og öryggi fordæmir valdaránið en þetta er áttunda valdaránið á svæðinu á þremur árum.

Erlent
Fréttamynd

Hermenn handtóku forseta Gabon

Hópur hermanna í Gabon segist hafa handsamað Ali Bongo, forseta landsins. Þrátt fyrir að Bongo hafi kallað eftir mótmælum vegna handtöku hans virðist sem íbúar landsins hafi tekið handtökunni fagnandi.

Erlent
Fréttamynd

Dæmdur í fangelsi fyrir mútugreiðslur

Sonur fyrrverandi forsætisráðherra Gabon hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að aðstoða bandaríska vogunarsjóðinn Och-Ziff Capital Management við að múta háttsettum afrískum embættismönnum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Átök í Gabon eftir umdeildar kosningar

Óöld ríkir í Afríkuríkinu Gabon eftir að stjórnarhermenn réðust á höfuðstöðvar stjórnarandstöðunnar í landinu í morgun. Margir eru særðir, sumir alvarlega, segja leiðtogar stjórnarandstöðunnar. Árásin var gerð nokkrum klukkustundum eftir að forseti landsins, Ali Bongo, lýsti yfir sigri í kosningum sem hafa verið gagnrýndar harðlega.

Erlent