Eþíópía

Fréttamynd

Saka Sáda um að skjóta hundruð manna á landa­mærunum

Mannréttindasamtök halda því fram að landamæraverðir í Sádi-Arabíu hafi drepið hundruð óvopnaðra eþíópískra farandverkamanna með vélbyssum og sprengjuvörpum á landamærunum að Jemen undanfarin ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa gengið á Sáda vegna frétta af slíkum árásum.

Erlent
Fréttamynd

Flytja banda­ríska erind­reka frá Khartoum í skugga átaka

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Ísland veitir 80 milljónum til Eþíópíu

Á framlagaráðstefnu sem fram fór í Genf í gær tilkynntu íslensk stjórnvöld að þau myndu veita 80 milljónum króna til mannúðaraðstoðar í Eþíópíu á þessu ári. Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA), Evrópusambandið, Eþíópía, Kenía og Sómalía stóðu fyrir ráðstefnunni vegna yfirvofandi hungursneyðar af völdum þurrka á svæðinu sem kennt er við horn Afríku.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Um 25 milljónir manna í Austur-Afríku búa við sult vegna þurrka

Verstu þurrkar í fjörutíu ár hafa leitt til alvarlegs matarskorts í austurhluta Afríku, einkum í Eþíópíu, Kenía, Sómalíu og Sómalílandi. Að mati Alþjóðabjörgunarnefndarinnar, IRC, hafa nú þegar þrettán milljónir manna sáralítið að borða og búa aukin heldur við vatnsskort. Óttast er að ástandið versni á næstu mánuðum.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Sam­mælast um vopna­hlé í Tigray-héraði

Stjórnvöld í Eþíópíu lýstu í morgun yfir ótímabundið vopnahlé af mannúðarástæðum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins þar sem stríð hefur geisað frá árinu 2020. Ástæðan er að gefa íbúum á stríðssvæðunum færi á að taka á móti hjálpargögnum.

Erlent
Fréttamynd

Horn Afríku: Horfellir og hungur af völdum langvinnra þurrka ​

Þurrkar valda miklum búsifjum og matarskorti í þremur löndum sem kennd eru við horn Afríku, Eþíópíu, Kenía og Sómalíu. Að mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP, búa um þrettán milljónir íbúa þessara landa við sult og seyru. Jafn langvinnir þurrkar hafa ekki verið á þessum slóðum í rúmlega fjörutíu ár, eða frá árinu 1981.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Fjölskyldur á heljarþröm vegna langvarandi þurrka í Eþíópíu ​

Síðastliðin þrjú rigningatímabil í Eþíópíu hafa brugðist með tilheyrandi uppskerubresti, vatnsskorti og búfjárdauða sem skilið hafa hundruð þúsunda barna og fjölskyldna eftir á heljarþröm. Landssvæði í suður- og austurhluta Eþíópíu, Afar, Oromia, SNNPR og Somali héruð, hafa orðið verst úti. „Áhrif þessara þurrka eru skelfileg,“ segir Gianfranco Rotigliano, fulltrúi UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Eþíópíu.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Andstæðingar ríkisstjórnar Eþíópíu fylkja liði

Her Eþíópíu hefur kallað hermenn sem sest hafa í helgan stein aftur til starfa. Það var gert eftir að hópur fylkinga landsins sem eru andvíg ríkisstjórn Abiy Ahmed, forsætisráðherra, fylktu liði og vilja koma honum frá völdum.

Erlent
Fréttamynd

Tugir þúsunda flýja her­sveitir frá Tigray

Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni.

Erlent
Fréttamynd

Upp­reisnar­menn fagna á götum úti

Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina.

Erlent
Fréttamynd

Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi

Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins.

Erlent
Fréttamynd

Segja átta­tíu hafa farist í loft­á­rásum í Tigray

Loftárásir stjórnarhers Eþíópíu hæfðu markað í þorpinu Togoga í Tigray í gærmorgun. Heilbrigðisstarfsmenn á svæðinu segja minnst áttatíu hafa farist í árásinni og að hermenn hafi meinað heilbrigðisstarfsmönnum aðgang að svæðinu til að hlúa að særðum.

Erlent
Fréttamynd

Telja fleiri en 350.000 manns líða hungur í Tigray

Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök áætla nú að fleiri en 350.000 líði hungur í stríðshrjáðu Tigray-héraði í Eþíópíu. Milljónir til viðbótar séu í hættu á hungursneyð sem er þegar sú versta í heiminum í áratug.

Erlent
Fréttamynd

Óttast verstu hungursneyð í áratugi í Tigray-héraði

Yfirmaður mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna varar við því að hungursneyð sé nú yfirvofandi í Tigray-héraði og norðanverðri Eþíópíu sem gæti orðið sú versta í áratugi. Hundruð þúsundir manna gætu látist verði ekkert að gert.

Erlent