Taíland

Fréttamynd

Inga segir flokkinn standa stoltan við bak Tómasar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að öllum hjá flokknum beri saman um það að það komi nákvæmlega engum við með hverjum Tómas A. Tómasson þingmaður sængaði í Taílandi fyrir átta árum. Hún segir flokkinn standa stoltan við bak Tómasar enda neiti hann að hafa keypt vændi.

Innlent
Fréttamynd

Fíll braust inn á heimili í Taílandi

Ratchadawan Puengprasoppon vaknaði upp við mikinn skarkala á heimili sínu í Taílandi á laugardaginn. Þegar hún fór fram kom hún auga á stærðarinnar fíl sem hafði brotist inn til hennar.

Erlent
Fréttamynd

Dæmd í 43 ára fangelsi fyrir að móðga konungsfjölskylduna

Tælensk kona hefur verið dæmd í 43 ára fangelsi fyrir að móðga konungsfjölskyldu landsins. Er það lengsti dómur sem hefur verið veittur varðandi brot sem þetta í landinu. Lögin í kringum konungsfjölskyldu Taílands þykja einkar ströng og hefur ákærum á grundvelli þeirra farið fjölgandi.

Erlent
Fréttamynd

Vilj­a rík­i­dæm­i kon­ungs­ins í rík­is­sjóð

Þúsundir mótmælenda komu saman í Bangkok í dag til að mótmæla því að auðæfi konungs landsins væru ekki hluti af ríkissjóði. Umfangsmikil mótmæli í landinu á undanförnum mánuðum hafa að miklu leyti beinst að konuginum, sem ólöglegt er að gagnrýna samkvæmt lögum.

Erlent
Fréttamynd

Töldu sig hafa lagt hald á metmagn ketamíns

Fyrr í þessum mánuði sendu yfirvöld í Taílandi frá sér yfirlýsingu um að metmagn lyfsins ketamín hefði fundist og að lögregla hefði lagt hald á það. Nú er að koma í ljós að ekki er um ketamín að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Neyðarástandi aflétt í Taílandi

Stjórnvöld í Taílandi ákváðu í morgun að aflétta neyðarástandi sem sett var í síðustu viku til að reyna að bæla öldu mótmæla sem gengið hefur yfir landið síðustu mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra Taílands ætlar ekki að segja af sér

Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra Taílands, hefur hafnað því að segja af sér vegna mótmæla sem eiga sér stað í Bangkok, höfuðborg landsins. Lögreglan hefur brugðist hart við mótmælunum og beitt kylfum og háþrýstidælum gegn mótmælendum.

Erlent
Fréttamynd

Engin ný smit í Taílandi

Landið var það fyrsta utan Kína sem greindi nýju kórónuveiruna og eru yfirvöld þess að íhuga að draga úr takmörkunum á viðskiptalífinu og ferðafrelsi.

Erlent
Fréttamynd

Hermaðurinn skotinn til bana

Taílenski hermaðurinn Jakraphanth Thomma, sem myrti 26 manns þegar hann gekk berserksgang í taílensku borginni Nakhon Ratchasima í gær, hefur verið skotinn til bana

Erlent
Fréttamynd

Taí­lenski hellirinn opnar á ný

Búið er að opna hellakerfið í Taílandi, þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra urðu innlyksa á síðasta ári, á ný fyrir gestum.

Erlent