Slóvakía

Fréttamynd

„Ég þakka bara guði fyrir að þetta endaði ekki verr"

„Ég treysti ekki lengur íslenska heilbrigðiskerfinu, eða fæðingardeildinni. Hjúkrunarfræðingarnir og læknarnir sem starfa þar eru frábær, en það er alltof mikið á þau lagt. Þau gera sitt besta, en á meðan það er svona mikil mannekla, og alltof fáir læknar, þá eru alltof miklar líkur á að þetta gerist. Ríkið verður að grípa inn í,“ segir Katarina Troppova, slóvakísk kona sem búsett er á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Upp­selt á leik Slóvakíu og Ís­lands

Um 20 þúsund Slóvakar munu fylla Tehelné pole, heimavöll slóvakíska landsliðsins, annað kvöld þegar að Slóvakía og Ísland munu eigast við í undankeppni EM í fótbolta. Uppselt er á leikinn. 

Fótbolti
Fréttamynd

Hrósa happi yfir á­huga­leysi Ís­lendinga

Búast má við því að upp­selt verði á leik Slóvakíu og Ís­lands í undan­keppni EM á Tehel­no polí leik­vanginum í Bratislava á fimmtu­daginn kemur. Jafn­tefli nægir heima­mönnum, sem verða studdir á­fram af um tuttugu þúsund stuðnings­mönnum, til að tryggja EM sætið.

Fótbolti
Fréttamynd

Grannt fylgst með Slóv­a­kí­u og upp­lýs­ing­a­ó­reið­u

Ráðamenn Evrópusambandsins samþykktu í síðasta mánuði ný lög sem sporna eiga gegn upplýsingaóreiðu á samfélagsmiðlum. Nú reynir almennilega á lögin í fyrsta sinn vegna kosninganna í Slóvakíu en forsvarsmönnum samfélagsmiðla hefur verið sagt að taka betur á upplýsingaóreiðu þar.

Erlent
Fréttamynd

Dúxaði í drauma­­náminu í Slóvakíu

Nýútskrifaði læknaneminn Auður Kristín Pétursdóttir gerði sér lítið fyrir og útskrifaðist með hæstu einkunn frá alþjóðlega læknanáminu í Slóvakíska háskólanum Jessenius Faculty of Medicine. Síðan hún var lítil segist hún hafa heillast af starfi lækna á spítölum og vitað að ekkert annað nám kæmi til greina. 

Lífið
Fréttamynd

Al­gjör ó­vissa um stöðu trygginga­taka: „Við höfum haft á­hyggjur af þessu fé­lagi lengi“

Seðlabankastjóri segir að fjármálaeftirlit bankans hafi lengi haft áhyggjur af starfsemi slóvakíska tryggingafélagsins Novis. Slóvakíski seðlabankinn hefur afturkallað leyfi félagsins og farið fram á að því verði skipaður skiptastjóri. Stjórnarmaður Trygginga og ráðgjafar, sem hefur selt vörur Novis hér á landi, segir félagið geta staðið við skuldbindingar sínar og hvetur viðskiptavini til að halda að sér höndum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

For­seta­hjónin funduðu með hin­segin fólki sem lifir í ótta í Slóvakíu

Forseti Íslands segir Íslendinga og Slóvaka geta unnið saman að uppbygginu á nýtingu jarðhita þar í landi en samkomulag var undirritað um samvinnu þjóðanna í þeim efnum í heimsókn forsetans til Slóvakíu sem lýkur í dag. Forsetahjónin vottuðu tveimur ungum samkynhneigðum mönnum sem myrtir voru í Bratislava virðingu sína í gær.

Innlent
Fréttamynd

Önnur árás framin á meðan forsetahjónin heiðruðu fórnarlömb

Forsetahjón Íslands eru í opinberri heimsókn í Slóvakíu þessa dagana. Í morgun lögðu þau kerti á minnisvarða um tvö fórnarlömb skotárásar sem framin var fyrir framan skemmtistað hinsegin fólks í landinu á dögunum. Á sama tíma og þau gerðu það bárust fregnir af annarri árás á hinsegin hjón.

Erlent
Fréttamynd

„Frá Sviss“ hverfur af um­búðum Toblerone

Toblerone-súkkulaði hefur alla tíð einungis verið framleitt í Sviss, en framleiðandinn hyggur nú á opnun nýrrar verksmiðju í Slóvakíu. Svissnesk lög kveða á um að vegna þessa þurfi nú að breyta því sem stendur á umbúðunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Allir í skimun í Slóvakíu

Nærri því helmingur slóvakísku þjóðarinnar fór í skimun fyrir Covid-19 í gær. Alls fóru um 2,6 milljónir manna í skimun og á hinn helmingurinn að fara í skimun í dag.

Erlent
  • «
  • 1
  • 2