Níkaragva

Fréttamynd

Andófsfólk sent úr landi og svipt ríkisborgararétti

Á þriðja hundrað fangelsaðra stjórnarandstæðinga voru send til Bandaríkjanna frá Níkaragva fyrr í þessum mánuði. Daniel Ortega, forseti, lét jafnframt svipta andófsfólkið ríkisborgararétti. Sérfræðingar telja það brot á alþjóðalögum.

Erlent
Fréttamynd

Nær öruggt að Ortega ríghaldi í völdin eftir forsetakosningar

Daniel Ortega, forseti Níkaragva, mætir lítilli raunverulegri mótspyrnu í forsetakosningum sem fara fram í landinu um helgina en hann hefur gengið á milli bols og höfuðs á stjórnarandstöðunni og frjálsum fjölmiðlum undanfarin misseri. Búist er við að hann herði enn tökin eftir kosningarnar.

Erlent
Fréttamynd

Telur engar líkur á frjálsum kosningum í Níkaragva

Ríkisstjórn Daniels Ortega í Níkaragva hneppti Maríu Fernöndu Lanzas, fyrrverandi forsetafrú landsins, í stofufangelsi í gær. Annar fyrrverandi forseti landsins segir útilokað að forsetakosningar í haust verði frjálsar í ljósi herferðar Ortega gegn stjórnarnandstöðunni.

Erlent
Fréttamynd

Blaðamaður bætist í hóp handtekinna í Níkaragva

Herferð Daniels Ortega, forseta Níkaragva, gegn stjórnarandstöðunni í landinu hélt áfram þegar lögregla handtók Miguel Mora, blaðamann og stjórnarandstæðing, í gærkvöldi. Ortega hefur nú látið handtaka á annan tug stjórnarandstæðinga og mögulegra keppinauta í forsetakosningum í haust.

Erlent
Fréttamynd

Lýsa Or­tega sem ein­ræðis­herra eftir hand­tökur á and­stæðingum

Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald.

Erlent
Fréttamynd

Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir

Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara.

Erlent
Fréttamynd

Jóta skellur á Níkaragva

Fellibylurinn Jóta skall á ströndum Níkaragva í gærkvöldi, aðeins tveimur vikum eftir að annar öflugur fellibylur, Eta, gekk þar á land.

Erlent
Fréttamynd

Fimm­tíu látin eftir aur­skriður vegna Eta

Fimmtíu manns hið minnsta eru látnir eftir að hafa orðið undir í aurskriðum í Gvatemala. Aurskriðurnar féllu eftir að óveðrið Eta, sem áður var skilgreint sem fellibylur, gekk yfir landið.

Erlent
Fréttamynd

Vopnahlé í Níkaragva

Deilur hafa staðið yfir í Mið-Ameríkuríkinu Níkaragva síðan í apríl síðastliðnum. Nú hafa stríðandi fylkingar samið um vopnahlé

Erlent
  • «
  • 1
  • 2