Brasilía

Fréttamynd

Volkswagen sótt til saka fyrir þrælahald í Brasilíu

Stjórnvöld í Brasilíu hafa gefið út ákæru á hendur þýska bílaframleiðandandum Volkswagen fyrir að hafa um langt árabil haldið fólki í þrælkun á stórum búgarði sem fyrirtækið átti og rak í Brasilíu. Þeir sem reyndu að flýja þrælkunina voru oft og iðulega drepnir.

Erlent
Fréttamynd

Bolsonaro fetar slóðir Trumps

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur ítrekað mælst með minna fylgi en mótframbjóðandi sinn í komandi kosningum. Þrátt fyrir það hefur hann ítrekað haldið því fram að muni hann tapa kosningunum í október, verði það vegna umfangsmikils kosningasvindls. Nú virðist forsetinn hafa fengið herinn með sér í lið.

Erlent
Fréttamynd

Gefa í leitina að breska blaðamanninum

Brasilísk yfirvöld hafa eflt til muna leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og samferðarmanni hans. Þeir hafa verið týndir í Amason-regnskóginum frá því á sunnudag.

Erlent
Fréttamynd

„Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“

Eiginkona bresks blaðamanns sem hefur verið týndur í Amason-regnskóginum í Brasilíu hefur grátbeðið yfirvöld þar í landi um að gera meira til að finna hann. Forseti Brasilíu ýjaði að því hvarf blaðamannsins og samferðamanns hans væri þeirra eigin sök.

Erlent
Fréttamynd

Lula með yfirburði yfir Bolsonaro í könnunum

Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu og leiðtogi vinstrimanna, mælist með afgerandi forskot á Jair Bolsonaro, sitjandi forseta, í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar sem fara fram í október.

Erlent
Fréttamynd

Eyðing Amason nærri tvöfaldast á milli ára

Meira en þúsund ferkílómetrum af Amasonfrumskóginum var eytt í apríl, nærri tvöfalt stærra svæði en í sama mánuði í fyrra. Þetta er þriðji mánuðurinn á þessu ári sem mánaðarlegt met í skógareyðingu er slegið.

Erlent
Fréttamynd

Fann tvo unga drengi sem hafði verið leitað í mánuð í Ama­son

Tveir ungir drengir af frumbyggjaættum eru komnir í leitirnar eftir að þeirra hafði verið leitað í fjórar vikur í regnskógum Amasón í Brasilíu. Það var skógarhöggsmaður sem fann drengina fyrir tilviljun á þriðjudag og hafa þeir nú verið fluttir á sjúkrahús.

Erlent
Fréttamynd

186 lík fundist í Petrópolis

Viku eftir að flóð og skriðuföll lögðu brasilísku borgina Petrópolis í rúst er talið að minnst 186 hafi farist í hamförunum. 69 einstaklinga er enn saknað að sögn lögreglu. Sú tala hefur farið lækkandi á seinustu dögum samhliða því að kennsl hafa verið borin á fleiri lík og aðrir fundið ástvini sína heila á húfi.

Erlent
Fréttamynd

Lét húðflúra treyju liðsins á allan líkamann

Mauricio dos Anjos, stuðningsmaður brasilíska knattspyrnuliðsins Flamengo, er líklega mesti aðdáandi liðsins í heimalandinu og þó víðar væri leitað. Dos Anjos gekk svo langt að hann lét húðflúra treyju liðsins á allan líkaman.

Fótbolti
Fréttamynd

Finnur ekki eigin­konuna og krefst skilnaðar

Íslenskur karlmaður segist ekki hafa hitt eiginkonu sína í sextán ár og krefst því skilnaðar. Stefnan var nýlega birt í Lögbirtingablaðinu enda hefur manninum ekki tekist að hafa uppi á eiginkonunni til að birta henni stefnuna með hefðbundnum hætti.

Innlent