Lúkasarmálið

Fréttamynd

Hvað hefði gerst ef hundurinn Lúkas hefði ekki fundist?

Í sumar verða sextán ár liðin síðan kínverskur smáhundur hvarf frá heimili sínu á Akureyri. Lygasaga um misþyrmingu á hundinum varð til þess að kertavökur voru haldnar, lögregla kafaði eftir honum og ungum karlmanni var hótað og dæmdur af dómstól götunnar. Ómögulegt er að segja hver staða karlmannsins væri í dag ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að hundurinn fannst sprelllifandi.

Innlent
Fréttamynd

Hundurinn Lúkas snýr aftur

Leikfélagið Norðurbandalagið mun á föstudaginn frumsýna leikrit sem byggt er á stóra Lúkasarmálinu. Verkið verður frumsýnt í Rýminu á Akureyri á föstudaginn.

Innlent
Fréttamynd

Saga af barnaníðingi á Akureyri virðist uppspuni frá rótum

Nokkrir vefmiðlar greindu frá því í gær að á Akureyri hefðist nú við þekktur barnaníðingur. Viðvaranir þessa efnis hófust á vefnum og vöktu athygli enda var fullyrt að viðkomandi hefði meðal annars sést við skóla í bænum. Að sögn lögreglunnar á Akureyri virðist sagan hinsvegar vera uppspuni frá rótum.

Innlent
Fréttamynd

Lúkas lifir í dómsölum - þurfti að endurflytja málið

Fyrsta dómsuppsaga í meiðyrðamáli, sem Helgi Rafn Brynjarsson hefur höfðað, verður á næsta fimmtudag. Lúkasarmálið er eitt undarlegasta fréttamál sem upp hefur komið á síðari árum. Það snérist um hundinn Lúkas sem hvarf sumarið 2007 en af einhverjum ástæðum bitu nokkrir bloggarar það í sig að Helgi Rafn ætti einhvern hlut að máli.

Innlent
Fréttamynd

Lúkasarmálið lifir enn - vill skaðabætur

Lúkasarmálinu svokallaða er langt frá því að vera lokið. Maður sem grunaður var um að hafa orðið hundinum Lúkasi að bana og mátti þola ofsóknir í kjölfarið ætlar að freista þess að sækja skaðabætur frá þeim sem gengu hvað lengst.

Innlent
Fréttamynd

Undirbúa stefnu í Lúkasarmáli

Ekki eru öll kurl komin til grafar í Lúkasar-málinu svonefnda, sem kom upp á Akureyri fyrir tveimur árum þegar Helgi Rafn Brynjarsson var ranglega sakaður um að drepa hundinn Lúkas.

Innlent
Fréttamynd

Lúkasarmálið látið mæta afgangi

Lúkasarmálið svokallaða er enn til rannsóknar á hjá Sýslumanninum á Akureyri. Lögmaður Helga Rafns Brynjarssonar, sem varð fyrir aðkasti á Netinu í kjölfarið á því að hann var grunaður um að hafa drepið hundinn Lúkas á Akureyri, lagði fram kæru gegn hundrað manns. Fulltrúi sýslumanns á Akureyri segir að málið sé ekki í forgangi . Að stórum hluta er um að ræða ærumeiðingar sem ekkert erindi eiga inn á borð til sýslumanns að hans sögn. Lögmaður Helga sagðist í samtali við Vísi vera undrandi á því hve langan tíma málið hafi tekið.

Innlent
Fréttamynd

Lúkasarmálið þvælist á milli sýslumanna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi málshöfðun Helga Rafns Brynjarssonar á hendur hundrað manns til sýslumannsins á Akureyri í ágúst. Sýslumaður efast um að málið eigi heima fyrir norðan. Vettvangur brotanna var internetið.

Innlent
Fréttamynd

Stóra Lúkasarmálið týnt í kerfinu

Öll gögn í Lúkasarmálinu eru týnd að því er virðist. Hvorki lögreglan á Akureyri né lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannast við að málið sé á þeirra borðum. Erlendur Þór Gunnarsson, lögfræðingur Helga Rafns Brynjarssonar, sagði í samtali við Vísi í dag að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði rannsakað málið í sumar. Síðan hefði verið tekin sú ákvörðun að fela það lögreglunni á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað hafa verið kærðir

„Það voru alls hundrað manns kærðir fyrir vel á annað hundrað færslur á internetinu,“ segir Erlendur Þór Gunnarsson, lögmaður Helga Rafns Brynjarssonar, sem áður var sakaður um grimmilegt hundsdráp.

Innlent
Fréttamynd

Lúkas kominn í leitirnar

Lúkas gekk í gildru í Fálkafelli í gærmorgun og virðist við góða heilsu. Hann var aldrei í Hlíðarfjalli, eins og haldið var. "Yndislegur endir á ljótu máli,“ segir Klara Sólrún Hjartardóttir, sem fór hátt í þrjátíu ferðir að leita hans. Sýslumaður skoðar málið.

Innlent
Fréttamynd

Ekki sannfærður um að Lúkas sé á lífi

Ekki eru allir sannfærðir um að hundurinn Lúkas sé enn á lífi þrátt fyrir sögusagnir þess efnis. Hilmar Trausti Harðarson, einn þeirra sem leitað hefur að Lúkasi undanfarna daga, segist efast um að það hafi verið Lúkas sem sást til ofan við Akureyri á mánudaginn. Hann segist ekki hafa hótað meintum banamanni Lúkasar barsmíðum.

Innlent
Fréttamynd

Búnir að hafa alla að fífli

„Dóttir mín er búin að gráta sig í svefn kvöld eftir kvöld og hvers vegna?“ spyr Kristjana Margrét Svansdóttir, eigandi hundsins Lúkasar.

Innlent
Fréttamynd

Eigandi Lúkasar ánægður og ringlaður yfir óvæntri upprisu hundsins

Hundurinn Lúkas er á lífi. Hann hefur nú verið týndur í tvo mánuði og var sú saga komin á kreik að tveir drengir hefðu sett hann í íþróttatösku og sparkað honum á milli sín þangað til hann drapst á Akureyri. Lögreglurannsókn var í fullum gangi þegar tíðindin bárust. Eigandi Lúkasar segist ánægður en einnig ringlaður.

Innlent
Fréttamynd

Hræ Lúkasar ófundið: Rannsókn í fullum gangi

Rannsókn á drápinu á hundinum Lúkasi er enn í gangi samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Akureyri. Allir fletir málsins eru til athugunar og meðal annars sá möguleiki að atburðarásin, að hópur unglingspilta hafi rænt Lúkasi og murkað úr honum lífið, sé uppspuni frá rótum.

Innlent
Fréttamynd

Minningarathafnir um hundinn Lúkas

Minningarathafnir um hundinn Lúkas voru haldnar bæði í Reykjavík og á Akureyri í gærkvöldi. Grunur leikur á að hópur unglingspilta hafi rænt hundinum og murkað úr honum lífið.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmennar kertavökur til minningar um Lúkas

Milli hundrað og fimmtíu og tvö hundruð manns komu saman á Geirsnefi í Reykjavík klukkan átta í gærkvöldi þar sem haldin var kertavaka til að minnast hundsins Lúkasar sem drepinn var á hrottalegan hátt á Akureyri á dögunum. Um hundrað manns hittust hjá Blómavali og Húsasmiðjunni á Akureyri og var eigandi Lúkasar, Kristjana Margrét Svansdóttir, þar á meðal.

Innlent
Fréttamynd

Hrottaleg misþyrming á hundi kærð

Eigandi hunds hefur kært hrottalega meðferð á honum, sem leiddi hann til bana, til lögreglunnar á Akureyri. Grunur leikur á að honum hafi verið sparkað fram og tilbaka í íþróttatösku. Hótanabréf send á einn af meintum gerendum.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi manns á minningarvöku um Lúkas

Yfir hundrað manns komu saman á Geirsnefi í Reykjavík þar sem haldin var kertavaka til að minnast hundsins Lúkasar sem drepinn var á hrottalegan hátt á Akureyri á dögunum. Ungir piltar settu hundinn sem hafði villst frá eiganda sínum ofan í íþróttatösku og spörkuðu henni á milli sín þar til hann var allur.

Innlent
Fréttamynd

Lúkasar minnst með kertavökum í kvöld

Kertavaka til minningar um hund sem var drepinn með hrottalegum hætti á Akureyri á dögunum verður haldin í Reykjavík, Akureyri og á Vopnafirði í kvöld. Miklar umræður hafa spunnist á Netinu vegna málsins en þar er því haldið fram að ungir drengir hafi sett hundinn ofan í íþróttatösku og sparkað töskunni á milli sín þar til hann var allur.

Innlent