Hrunið

Fréttamynd

Baldur tjáir sig um mál­skots­réttinn

Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi og prófessor í stjórnmálafræði, segir það hafa verið hárrétt af Ólafi Ragnari Grímssyni að vísa ICESAVE-málunum til þjóðarinnar á sínum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Kú­vending eftir grjót­kastið við Stjórnar­ráðs­húsið

„Það er auðvitað ekkert sérstaklega góð tilfinning að hafa ekki fullkomna stjórn á aðstæðum. En það er hlutverk lögreglu að koma inn í aðstæður þar sem ekki er stjórn á hlutunum, og reyna með einhverjum tiltækum ráðum að ná þeirri stjórn. Og við litum á það sem verkefnið, í öllum þessum tilvikum, að ná þessari stjórn.“

Innlent
Fréttamynd

Gamla Straumi-Burðarás form­lega slitið

Félaginu ALMC hf., sem hét áður Straumur-Burðarás og var um tíma stærsti fjárfestingarbanki landsins, hefur formlega verið slitið. Skilanefnd samþykkti kröfur upp á um 25 milljónir króna en lýstar kröfur námu um 48 milljónum króna. Samþykktar kröfur voru greiddar að fullu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Karl mátti ekki gefa konu sinni verð­mætt aflandsfélag korter í þrot

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest riftun þrotabús Karls Emils Wernersson á ráðstöfun hans á hlutum í aflandsfélagi til Gyðu Hjartardóttur, sambýliskonu sinnar, skömmu áður en bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Gyðu hefur verið gert að afhenda þrotabúinu hlutina, sem þrotabúið metur á ríflega 500 milljónir króna, að viðlögðum dagsektum.

Innlent
Fréttamynd

Höfðu ekki orku í að halda á­fram fyrr en í upp­hafi árs

Þingkona Flokks fólksins og eiginmaður hennar hafa stefnt sýslumanninum vegna fyrndra vaxta sem þau þurftu að greiða í tengslum við uppboð á heimili þeirra árið 2017. Málið á uppruna sinn að rekja til Hrunsins árið 2008. Ásthildur Lóa segir málið mikið réttlætismál og að sýslumaður hafi brotið á jafnræði. Það hafi ekki allir greitt þessa fyrndu vexti. 

Innlent
Fréttamynd

„No, no, no spilling in Iceland“

Árið 2018 skilaði Hannes H. Gissurarson, prófessor við HÍ, inn til Bjarna Benediktssonar illræmdri skýrslu um Hrunið. Skýrslu á enskri tungu sem Bjarni lét skattgreiðendur borga og var greinilega ætluð sem málsvörn elítu Sjálfstæðisflokksins gagnvart ásökunum um ábyrgð á Hruninu. Hrunið var þar sagt afleiðing af alþjóða fjármálahruninu og helst á ábyrgð nokkurra útrásarvíkinga, útlendinga, Breta og ESB.

Skoðun
Fréttamynd

Nefndi verk um sjálfs­blekkingu og græðgi 2008 fyrir hálfri öld

„Á fyrstu sýningunni minni árið 1976 þá skíri ég þessar myndir 2008 - 2010, fyrir tæpum fimmtíu árum. Myndirnar eru dökkar, sjálfsblekkingin er mikil og þær heita nákvæmlega eftir árinu sem hrunið er,“ segir grafíkerinn og kolamálarinn Ragnheiður Jónsdóttir. Hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning
Fréttamynd

Meintur leik­stjóri segir nafn sitt mis­notað

Bosse Lindquist, sænskur rannsóknarblaðamaður, segir nafn hans og orðspor hafa verið misnotað af framleiðendum heimildarmyndarinnar Baráttan um Ísland. Hann hafi sagt sig frá leikstjórn myndarinnar löngu fyrir útgáfu hennar en samt sem áður verið titlaður leikstjóri hennar. Hann er það þó ekki lengur.

Innlent
Fréttamynd

Blæs á gagn­rýni á efnis­tök heimildar­myndar um hrunið

Efnis­tök heimildar­myndar um banka­hrunið, Bar­áttan um Ís­land, hafa verið harð­lega gagn­rýnd af fólki sem kom að gerð myndarinnar á fyrri stigum fram­leiðslu. Leik­stjóri myndarinnar og upp­runa­legur fram­leiðandi segir að mark­miðið hafi alltaf verið að beina sjónum að banka­fólki sem hafi staðið í stafni þegar hrunið varð sem og að eftir­málum þess.

Innlent
Fréttamynd

Passaði að minnast ekki á gjaldþrot bankanna í ræðunni

Fimmtán ár eru liðin frá því að Geir H Haarde þáverandi forstætisráðherra Íslands bað Guð að blessa Ísland vegna hruns íslensku bankanna. Þá um kvöldið, 6. október 2008, samþykkti Alþingi fordæmalaus lög, neyðarlögin, sem veittu Fjármálaeftirlitinu víðtækar heimildir til að taka yfir starfsemi bankanna og veita innstæðum forgang yfir aðrar kröfur.

Innlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur sneri við dómi sem hefur þegar verið af­plánaður

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Ívar Guðjónssyni, fyrrverandi forstöðumanni eigin fjárfestinga Landsbankans, frá árinu 2014. Hæstiréttur hafði áður dæmt hann til tveggja ára fangelsisvistar en með umdeildri ákvörðun Endurupptökudóms var málið sent aftur til Hæstaréttar. Hann hefur þegar afplánað þann dóm og var því ekki dæmd refsing.

Innlent
Fréttamynd

Lands­réttur fellst á kröfu Björg­ólfs Thors um van­hæfi

Landsréttur telur Jón Arnar Baldurs vanhæfan til þess að sitja sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Rétturinn fellst því á kröfu Björgólfs Thors sem krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Endaði þannig að Davíð Odds­son borgaði bara skipið“

Her­mann Guð­munds­son, for­stjóri Kemi og fyrr­verandi for­stjóri N1, segist aldrei hafa litið Norð­menn sömu augum eftir að Ís­land varð næstum því olíu­laust í nokkrar vikur skömmu eftir banka­hrun á Ís­landi árið 2008 þegar norska olíu­fyrir­tækið Statoil neitaði N1 um 60 daga greiðslu­frest.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Blessað sé miskunnarleysið á leigumarkaði

Fjölskyldur sem stóðu á brún hyldýpis hið örlagaríka ár 2008 var skipulega ýtt framaf og í frjálst fall til glötunnar á leigumarkaði. Í fallinu baða leigjendur út örmum sínum og fálma eftir börnunum, framtíðinni og voninni, öskra eftir hjálp og leita allra leiða til að draga úr hraðanum því botninn leynist í myrkrinu og hann veit á skjótann dauða. Angistaróp leigjenda hafa verið undirspil fundanna í stjórnarráðinu í einn og hálfan áratug og á einhvern óskiljanlegan hátt hefur það einungis aukið á forherðingu stjórnvalda og skeytingarleysi gagnvart þeim.

Skoðun
Fréttamynd

Margt sem bendi til svipaðrar þróunar og fyrir hrun

Margt bendir til þess að á Íslandi gætu farið að gerast hlutir sem ekkert eru ósvipaðir því sem gerðist við aðdraganda hruns að sögn formanns VR. Efnahagsráðgjafi SA segir stöðuna vera snúna en með mjög litlum hætti sambærilega við hvernig hún var stuttu fyrir hrun. 

Neytendur
Fréttamynd

Sýknuð í deilu um átján ára millifærslu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Birki Kristinsson, fjárfesti og fyrrverandi landsliðsmann í knattspyrnu, Sólveigu Pétursdóttur, fyrrverandi forseta Alþingis og auk fleiri, í deilu um átján ára millifærslu á hátt í fimmtíu milljónum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hannes segir Eirík hafa borið þungan hug til Geirs

Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur sent frá sér mikla bók um Landsdómsmálið. Niðurstaðan kemur bókarhöfundi ekki á óvart. Geir H. Haarde er saklaus. Í bókinni er allt tekið til sem bendir í þá átt. Meðal þess er hæfi Eiríks Tómassonar hæstaréttardómara, Hannes telur engum vafa undirorpið að hann hafi verið bullandi vanhæfur til að fella dóma yfir Geir.

Innlent
Fréttamynd

For­stjór­a 66°Norð­ur tókst með harð­fylg­i að fá Rotch­ilds til að fund­a í New York

Starfsmenn fjárfestingabankans Rothchilds & Co voru tregir til að fara til Bandaríkjanna til að kynna fjárfestingu á tæplega helmingshlut í 66°Norður. Þeir töldu að verkefnið hentaði betur evrópskum fjárfestum og því var fundað með mögulegum fjárfestum í Lundúnum og París. Helgi Rúnar Óskarsson, annar eiganda 66°Norður, tókst þó að sannfæra bankann um að kynna fyrirtækið í Bandaríkjunum sem leiddi til þess að Mousse Partners, fjárfestingafélag í eigu fjölskyldunnar sem á tískuhúsið Chanel, keypti 49 prósenta hlut í íslenska fyrirtækinu. 

Innherji
Fréttamynd

Ó­þolandi að stór hrunmál eyði­leggist vegna klúðurs

Vararíkissaksóknari segir það óþolandi að stór hrunmál sem sakfellt var í skuli nú eyðileggjast vegna klúðurs í kringum ólíka túlkun Hæstaréttar og endurupptökudóms á lögum. Embættið hafi þó ekki um að annað að velja en að fylgja fordæmi Hæstaréttar sem hefur nú vísað frá tveimur slíkum málum.

Innlent
Fréttamynd

Endur­upp­töku­dómur lætur ekki segjast: Sak­borningar í hrun­málum fá vægari dóma

Endurupptökudómur hefur fallist á beiðni Ívars Guðjónssonar, fyrrverandi forstöðumanns eigin fjárfestinga Landsbankans, um endurupptöku og vísað málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur hafði áður vísað sambærilegu máli frá réttinum þar sem dómarar töldu málinu ranglega vísað til réttarins. Endurupptökudómur lætur ekki segjast og heldur áfram að vísa málum til réttarins. Dósent við lagadeild HÍ telur þau vinnubrögð ótæk.

Innlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi þing­maður sér eftir sínum hlut í Lands­dóms­málinu

Magnús Orri Marínarson Schram átti sæti í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrslu Alþingis sem unnin var eftir bankahrunið árið 2008. Hans afstaða var sú, á meðan hann sat í nefndinni, að rétt væri að vísa málum þriggja ráðherra ríkisstjórnar Geirs H. Haarde til Landsdóms. Þeirri afstöðu sér hann nú eftir.

Innlent