Jemen

Fréttamynd

Vörpuðu sprengjum á byltingarverði í Sýr­landi

Bandaríkjamenn gerðu í kvöld loftárásir í austurhluta Sýrlands, sem sagðar eru hafa beinst gegn byltingarvörðum Írans og vígahópum sem Íran styður. Þá var bandarískur dróni skotinn niður af Hútum yfir Rauðahafinu.

Erlent
Fréttamynd

Saka Sáda um að skjóta hundruð manna á landa­mærunum

Mannréttindasamtök halda því fram að landamæraverðir í Sádi-Arabíu hafi drepið hundruð óvopnaðra eþíópískra farandverkamanna með vélbyssum og sprengjuvörpum á landamærunum að Jemen undanfarin ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa gengið á Sáda vegna frétta af slíkum árásum.

Erlent
Fréttamynd

Sendiherra Úkraínu hjá SÞ segir afvopnun Rússa vel á veg komna

Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir afvopnun Rússa í Úkraínu ganga vel. Úkraínski herinn hafi skotið niður fjölda rússneskra flugvéla og eytt eða náð fjölda annarra hernaðartóla á sitt vald. Framkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna varar við miklu matvælaskorti í öðrum hrjáðum ríkjum og svæðum vegna stríðsins.

Erlent
Fréttamynd

Ísland tilkynnir um 125 milljóna króna framlag til Jemen

Á framlagsráðstefnu til að tryggja lífsnauðsynlega mannúðaraðstoð fyrir almenna borgara í Jemen söfnuðust 1300 milljónir bandarískra dala eða tæplega þriðjungur þess fjár sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu sett sér að markmiði. Utanríkisráðherra tilkynnti á fundinum um 125 milljóna króna framlag Íslands til Jemen. Alls tilkynntu 36 framlagsríki um fjárframlög á ráðstefnunni í gær.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Notuðu dróna til að sprengja olíubíla í loft upp

Þrír olíuflutningabílar sprungu í morgun í loft upp á flugvellinum í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Bílarnir eru sagðir hafa verið sprengdir í loft upp með litlum drónum sem flogið var að þeim.

Erlent
Fréttamynd

Mann­fall eftir sprengju­á­rás á flug­velli í Jemen

Fimm manns hið minnsta eru látnir og fjöldi særður eftir sprengjuárás á flugvelli í jemensku hafnarborginni Aden í morgun. Sprengingar heyrðust og skotið var úr byssum á flugvellinum skömmu eftir að flugvél með nýrri ríkisstjórn landsins lenti á flugvellinum eftir að hafa komið frá Sádi-Arabíu.

Erlent