Manndráp á Gýgjarhóli II

Fréttamynd

Vist­maður á fangelsinu Sogni fannst látinn

Vistmaður á fangelsinu Sogni í Ölfusi fannst látinn seint síðastliðið fimmtudagskvöld. Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þrátt fyrir það rannsakar lögregla málið. Þetta staðfestir Páll E. Winkel fangelsismálastjóri í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Dómurinn yfir Vali Lýðssyni þyngdur úr sjö í fjórtán ára fangelsi

Landsréttur dæmdi í dag Val Lýðsson í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa ráðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana 31. mars í fyrra. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í september síðastliðnum fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars.

Innlent
Fréttamynd

Bróðir Ragnars og Vals segir dóminn fáránlegan

Guðni Lýðsson, hálfbróðir Ragnars og Vals Lýðssonar, segir alltaf hafa verið gott á milli þeirra bræðra. Hann telur dóminn yfir Vali of vægan því menn eigi að axla ábyrðg á gjörðum sínum. Um mikinn fjölskylduharmleik sé að ræða

Innlent
Fréttamynd

Gýgjarhólsbóndinn sér mikið eftir öllu saman

Valur Lýðsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað Ragnari bróður sínum á föstudaginn langa, kveðst aldrei hafa borið þungan hug til hans. Geðlæknir segir Val sakhæfan. Ragnari var banað í þvottahúsinu heima hjá Vali á Gýgjarhóli.

Innlent
Fréttamynd

Ber fyrir sig minnisleysi sökum ölvunar

Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað bróður sínum á bænum Gýgjarhóli II í Biskupstungum um helgina ber fyrir sig minnisleysi sökum ölvunar við yfirheyrslur hjá lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Dánarorsök liggur ekki fyrir

Tveir menn eru í haldi lögreglunnar á Suðurlandi í tengslum við andlát manns á sveitabæ í Biskupstungum í morgun. Krufning fer fram á þriðjudaginn.

Innlent