Hlustendaverðlaunin

Fréttamynd

Mynda­veisla frá Hlust­enda­verð­laununum

Það var mikið um dýrðir þegar Hlustendaverðlaunin voru afhent í Kolaportinu í gærkvöldi. Fjöldi landsþekktra tónlistarmanna steig á stokk, en viðburðuinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Þessir listamenn koma fram á Hlustendaverðlaununum 2022

Næstkomandi laugardagskvöld, 19. mars, fara Hlustendaverðlaunin fram með pomp og prakt. Úrvalslið íslenskra tónlistarmanna kemur fram á hátíðinni sem fer fram í Kolaportinu en rýmið mun skarta glænýju útliti þar sem öllu er tjaldað til. Hægt verður að fylgjast með hátíðinni í beinni útsendingu bæði á Stöð 2 og hér á Vísi.

Tónlist
Fréttamynd

Sjálfsmynd, samskipti og óheppni í ástum

Hljómsveitin FLOTT hefur vakið töluverða athygli í íslensku tónlistarlífi undanfarið fyrir hnyttin popplög. Sveitina skipa fimm öflugar ungar konur sem vinna allt sitt tónlistarefni frá A-Ö og hljómsveitin skrifaði nýlega undir samning við Sony Music. FLOTT er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár.

Tónlist
Fréttamynd

„Ég held nú að allir breytist aðeins með árunum“

Tónlistarmaðurinn Thorsteinn Einarsson er búsettur í Austurríki og hefur vakið mikla athygli fyrir tónlist sína víðs vegar, þó sérstaklega í Þýskalandi og Austurríki sem og hér heima. Hann gaf út sitt fyrsta lag átján ára gamall og á að baki sér marga smelli og tvær plötur. Thorsteinn Einarsson er tilnefndur sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár.

Tónlist
Fréttamynd

Markmiðið að gera skemmtilega tónlist og hafa gaman að vegferðinni

Sólveig Ásgeirsdóttir, Örlygur Smári og Valgeir Magnússon mynda hljómsveitina Poppvélin. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa elskað tónlist frá ungum aldri og þrátt fyrir ólíkan bakgrunn ná þau vel saman sem heild. Poppvélin er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár.

Tónlist
Fréttamynd

„Ég er mad partý dýr“

Tónlistarmaðurinn Hugo kom fram á sjónarsviðið vorið 2021 þegar hann gaf út lagið HVÍL Í FRIÐI. Það sem einkennir þennan tónlistarmann er kannski fyrst og fremst það að enginn veit hver maðurinn á bak við Hugo er þar sem hann kemur alltaf fram með einhvers konar villikattar hjálm og hefur þetta vakið mikla athygli. Hugo er tilnefndur sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár.

Tónlist
Fréttamynd

„Ástríðan fyrir tónlistinni einhvern veginn alltaf fylgt mér“

Söngkonan Rakel Sigurðardóttir er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. Hún er nýbyrjuð að gefa út eigið efni en hefur í gegnum tíðina komið fram með fjölda tónlistarfólks og er meðal annars á laginu Ég var að spá sem er tilnefnt sem Lag Ársins á hátíðinni.

Tónlist
Fréttamynd

„Erum fyrst og fremst bestu vinir í heiminum“

Hljómsveitin Hylur er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum 2022. Meðlimir sveitarinnar hafa í gegnum tíðina komið fram undir öðrum hljómsveitar nöfnum en alltaf haldið hópinn, enda bestu vinir í heiminum.

Tónlist
Fréttamynd

Bríet hlaut fern verðlaun

Hlustendaverðlaunin 2021 voru sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Sigurvegari kvöldsins er án efa Bríet sem hlaut fern verðlaun. 

Tónlist