Vistaskipti

Fréttamynd

Starfs­lok Geirs stað­fest í bæjar­stjórn

Tillaga að starfslokasamningi Geirs Sveinssonar var samþykkt í bæjarstjórn í morgun. Geir hefur gegn starfi bæjarstjóra síðustu tvö ár og lætur strax af störfum. Helga Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar, verður staðgengill bæjarstjóra þangað til nýr bæjarstjóri verður ráðinn.

Innlent
Fréttamynd

Sýn fær fjár­mála­stjóra frá Kviku

Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sýn hf. Eðvald tekur við starfinu af Kristínu Friðgeirsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fimm nýir stjórn­endur í fram­kvæmda­stjórn Daga

Dagar hafa ráðið þau Guðfinnu Eyrúnu Ingjaldsdóttur, Brynhildi Guðmundsdóttur, Ísak Erni Kristinsson, Ingigerði Erlingsdóttur og Sigurð Hjaltalín Þórisson í stöður nýrra stjórnenda hjá fyrirtækinu. Þau taka einnig sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og hafa þegar hafið störf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forstjóraskipti hjá Play

Stjórn Fly Play hf. og forstjóri félagsins, Birgir Jónsson, hafa í dag gert samkomulag um starfslok hans. Einar Örn Ólafsson, núverandi stjórnarformaður félagsins, tekur við sem forstjóri PLAY.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sig­ríður stefnir á ráðu­neytis­stjórann

Sigríður Á. Andersson fyrrverandi dómsmálaráðherra er meðal átta sem sækja um embætti ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Guðmundur Árnason, fráfarandi ráðuneytisstjóri, tekur senn við sendiherrastöðu í utanríkisþjónustunni.

Innlent
Fréttamynd

Forstjóraskipti hjá Origo

Ari Daníelsson mun taka við starfi forstjóra Origo, en núverandi forstjóri, Jón Björnsson, mun láta af störfum í lok apríl 2024. Ari hefur setið í stjórn Origo frá árinu 2022 og gegnt stöðu stjórnarformanns frá árinu 2023.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tíma­mót hjá Huga og Ás­dísi Rögnu

Ásdís Ragna Valdimarsdóttir og Hugi Halldórsson hafa verið ráðin til Samkaupa. Ásdís hefur tekið við stöðu markaðsstjóra Kjör- og Krambúðanna og Hugi hefur tekið við stöðu viðskiptastjóra vildarkerfis Samkaupa. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjarn­dís tekur við af Álfi

Bjarndís Helga Tómasdóttir er nýr formaður Samtakanna '78. Hún tekur við formennsku af Álfi Birki Bjarnasyni sem hefur verið formaður í tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Hulda hættir hjá Sýn og sviðið lagt niður

Hulda Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunar og rekstrar hjá Sýn hf., hefur óskað eftir að láta af störfum. Ákveðið var í kjölfarið að ráðast í skipulagsbreytingar og leggja sviðið niður. Verkefni sviðsins verða flutt á aðra stjórnendur.

Viðskipti innlent