MeToo

Fréttamynd

Metoo hvað nú?

Stígamót voru stofnuð 1990 – rúmum þrjátíu árum síðar er loksins til farvegur fyrir konur að segja frá, segja sögu sína og jafnvel vera svo forhertar að ljóstra upp um ofbeldismenn. Konum hefur hefnst grimmilega í gegnum tíðina fyrir að segja frá, hafa jafnvel þurft að flýja land; þeim verið útskúfað fyrir það eitt að segja frá.

Skoðun
Fréttamynd

Edda hætt á Heimildinni

Edda Falak lét af störfum á fjölmiðlinum Heimildinni í síðustu viku. Nýlega tilkynnti hún stjórnendum miðilsins að hún hefði ekki sagt rétt frá starfsferli sínum erlendis.

Innlent
Fréttamynd

Flugfreyjur í stuttum pilsum þurftu að teygja sig upp

Þær byrjuðu margar að fljúga á árunum upp úr 1960 og voru fyrsta kynslóðin sem gerði flugfreyjustarfið að ævistarfi. Þær halda enn hópinn, sem telur meira að segja fyrrverandi forsætisráðherra, og rifja upp gamlar sögur úr fluginu.

Lífið
Fréttamynd

Organ­ista Digra­nes­kirkju sagt upp störfum

Sólveigu Sigríði Einarsdóttur, organista í Digraneskirkju, hefur verið sagt upp störfum. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, segir að þar með sé búið að láta „síðasta þolandann fjúka úr Digranesi“. 

Innlent
Fréttamynd

Afsaka sig á Twitter á meðan aðrir velta sannleikanum fyrir sér

Yfirlýsing Eddu Falak og ritstjóra Heimildarinnar þess efnis að Edda hafi logið til um störf sín í Danmörku þar sem hún kveðst hafa orðið fyrir áreiti, hefur kallað fram misjöfn viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks styður Eddu með þátttöku í #afsakið-herferð á meðan aðrir setja spurningamerki við trúverðugleika hennar. Edda segist sjálf ætla senda bardagakappann Gunnar Nelson á þann næsta sem fái hana á heilann.

Innlent
Fréttamynd

Skipti engu máli hvort Edda hafi unnið í bakaríi eða banka

Hildur Lillendahl og Sóley Tómasdóttir segja aðferðir Frosta Logasonar við að reyna að „slaufa“ Eddu Falak illa rökstuddar og ódýrar. Engu máli skipti hvort hún hafi unnið í banka eða bakaríi. Vilja þær að samfélagið læri af reynslunni og hætti að láta „vænisjúka samsæriskenningasmiði“ stjórna samfélagsumræðunni. 

Innlent
Fréttamynd

Karlar sem afhjúpa konur

Feðraveldið hefur alltaf reynt að spila á femíníska aðferðafræði, notfæra sér þær leiðir sem verið er að fara hverju sinni og skrumskæla þær með einhverjum hætti. Í dag eru gerðar tilraunir til að slaufa femínistum (til baka) fyrir glæpsamlegt athæfi, þó ásakanirnar séu illa rökstuddar, glæpirnir óljósir og jafnvel bara alls ekki til staðar.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég þykist vita að Heimildin sé komin í ákveðna klemmu"

„Ég mun ekki gefa upp nákvæmlega hvernig ég fékk þessar upplýsingar staðfestar eða hverja ég talaði við en ég get sagt að ég hefði aldrei komið fram með þessar ásakanir ef ég hefði ekki verið búinn að fá þetta allt saman hundrað prósent staðfest,“ segir Frosti Logason fjölmiðlamaður í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til Heimildarinnar

Í síðasta mánuði tilkynntuð þið á Heimildinni með formlegum hætti að hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak hefði hafið störf á ykkar miðli þar sem hún mun gegna því mikilvæga hlutverki að fjalla um margvíslegar birtingarmyndir ofbeldis og áhrif þess á þolendur og samfélagið allt.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er ekki í lagi að vera með kyn­ferðis­legar at­huga­semdir“

„Með þessari aðgerðavakningu erum við að reyna að fá vinnustaði til að senda skýr skilaboð út í vinnuumhverfið og skapa umræður um hvað kynferðisleg áreitni er og hvernig hún birtist,“ segir Sara Hlín Hálfdanardóttir sérfræðingur og verkefnastjóri um nýtt átak Vinnueftirlitsins, #TökumHöndumSaman.

Innlent
Fréttamynd

Lög­maður Gunnars dregur í efa að biskup sé biskup

Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, hefur sent erindi á Drífu Hjartardóttur, forseta kirkjuþings, þar sem hún óskar eftir því að Drífa úrskurði um hæfi biskups til að taka ákvarðanir um Gunnar.

Innlent
Fréttamynd

Afslaufanir á slaufanir ofan

Undanfarin tvö ár hefur kynbundið og kynferðislegt ofbeldi verið ofarlega í umræðunni. Ýmsum nafntoguðum mönnum hefur verið slaufað en aðrir snúið aftur eftir slaufunarfrí. Árinu var hrundið af stað með uppljóstrun á miklu hneikslismáli sem átti eftir að draga mikinn dilk á eftir sér.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert til í því að nemandi hafi nauðgað litlu frænku sinni

Ráðgjafahópur sem skoðaði meint eineltismál vegna nafna drengja sem rituð voru á spegla Menntaskólans við Hamrahlíð, segir að drengir hafi orðið fyrir einelti og útilokun. Ein gróf saga er sögð ekki eiga neina stoð í raunveruleikanum eftir ítarlega könnun hópsins. 

Innlent
Fréttamynd

Pétur Örn hættir sér út úr skelinni: „Á líf hins út­skúfaða virki­lega að vera svona?“

Lítið hefur spurst til tónlistarmannsins Péturs Arnar, oft þekktur sem Pétur Jesú, undanfarna mánuði. Pétur dró sig í hlé frá sviðsljósinu og samfélagsmiðlum eftir að söngkonan Elísabet Ormslev steig fram í viðtali við Fréttablaðið og lýsti sambandi sínu við Pétur á sínum tíma. Hún var 16 ára þegar á sambandinu stóð en hann 38 ára.

Innlent
Fréttamynd

Dómari ógildir réttarhöldin yfir Masterson

Dómari ógilti réttarhöld yfir leikaranum Danny Masterson í gær, þar sem kviðdómurinn gat ekki náð saman um niðurstöðu. Masterson var ákærður fyrir þrjár nauðganir og hefur notið stuðnings Vísindakirkjunnar í baráttu sinni gegn ásökununum.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld

Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra.

Innlent