Uppreist æru

Fréttamynd

„Ég skil að fólki sé mis­boðið“

Sú var tíðin að dæmdir kynferðisbrotamenn áttu auðsótta leið að uppreist æru hjá forseta Íslands. Á uppreisnarárinu 2017 ofbauð landsmönnum þessi möguleiki og áður en árið var úti hafði lögunum verið breytt. Ríkisstjórnin var sömuleiðis sprungin eftir að í ljós kom að faðir forsætisráðherra hafði mælt með uppreist æru fyrir mann sem braut kynferðislega á stjúpdóttur sinni yfir tólf ára tímabil.

Innlent
Fréttamynd

Nær­­mynd af Bene­dikt Sveins­­syni: Óvæntur ör­laga­valdur í pólitísku lífi sonarins

Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra í gær. Ástæðan varðaði kaup föður hans á hlut í Íslandsbanka, en það er ekki í fyrsta skipti sem faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hefur áhrif á pólitískan feril sonarins. Benedikt hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í áratugi. Hann hefur meðal annars verið kallaður „Stjórnarformaður Íslands“

Innlent
Fréttamynd

„Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Síðbúin íhaldssemi

Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar en núverandi borgarfulltrúi sama flokks, hefur gefið mér tilefni til þess rifja upp aðdragandann að breytingum á lagaákvæðum um uppreist æru og hvernig flokkur hans Viðreisn stuðlaði að þeim vinnubrögðum við lagabreytinguna sem Pawel nú gagnrýnir.

Skoðun
Fréttamynd

Brugðist við tómi sem varð til með brottfalli uppreistar æru

Krafa um óflekkað mannorð verður felld úr ýmsum lögum og þess í stað miðað við að menn megi ekki hafa gerst brotlegir við lög. Óflekkað mannorð verður enn skilyrði kjörgengis til Alþingis en miðað verður við að dómþoli verði kjörgengur eftir að afplánun lýkur. Breytingin nauðsynleg vegna afnáms uppreistar æru.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra undrast ekki úrskurð

Dómsmálaráðherra segir að búast hafi mátt við því að breytt lög um uppreist æru myndu breyta réttarframkvæmd á ófyrirséðan hátt. Frumvarpsdrög um áhrif mannorðsflekkunar eru í lokavinnslu í ráðuneyti.

Innlent
Fréttamynd

Í lagalegu tómarúmi eftir lagabreytingu

Með úrskurði um synjun á beiðni um endurheimt lögmannsréttinda var viðtekinni dómaframkvæmd vikið til hliðar með vísan til lagabreytingar á Alþingi um brottfall ákvæða um uppreist æru. Þingnefnd taldi breytinguna valda ólögmætri skerðingu mannréttinda.

Innlent
Fréttamynd

„Eftir standa 330 nöfn órannsökuð“

Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir kalla eftir því að minnisbók lögmannsins Roberts Downey; sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna, verði rannsökuð í þaula.

Innlent
Fréttamynd

Öllum gögnum um mál Roberts Downey eytt

Önnu Katrínu Snorradóttur, sem kærði Robert Downey í sumar fyrir kynferðisbrot, hefur verið tjáð að gögnum sem tengjast máli hennar hafi verið eytt. Það sé bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum í febrúar 2015. 

Innlent
Fréttamynd

Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar

Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey.

Innlent
Fréttamynd

„Þöggunin er stærsta vopn gerandans“

Anna Signý Guðbjörnsdóttir segir að sér líði eins og dómur mannsins sem braut gegn henni hafi verið þurrkaður út en hann er fyrrum lögreglumaður sem fékk uppreist æru árið 2010.

Innlent
Fréttamynd

Umsókn um uppreist æru aldrei til tals

Ég vil ítreka að meðmælin voru eingöngu vinnutengd. Uppreist æru kom aldrei til tals, segir Haraldur Þór Teitsson, framkvæmdastjóri hópferðabílafyrirtækisins Teits Jónassonar.

Innlent