Dýr

Fréttamynd

Hvalur hf. fær 400 þúsund króna sekt

Matvælastofnun hefur sektað Hval hf. um 400 þúsund krónur eftir að fyrirtækið braut dýravelferðarlög þegar hálftími leið á milli fyrra skots og síðara skots við veiðar á hval. Dýrið drapst nokkrum mínútum eftir síðara skotið en í kjölfar atviksins voru veiðar stöðvaðar á hvalveiðibátnum sem veiddi hvalinn. 

Innlent
Fréttamynd

MAST segir á­hrif blóð­töku vera væg

Matvælastofnun barst ekki skýrsla um dauða fjögurra hryssa sem haldið hefur verið fram að rekja megi til reynsluleysis dýralækna við blóðtöku. Erfitt hafi verið fyrir stofnunina að fylgja málinu eftir vegna skorts á sönnunargögnum og vegna þess að umræddir dýralæknar heyrðu undir pólsk dýralæknayfirvöld en ekki íslensk.

Innlent
Fréttamynd

Sóða­skapur varð starra að aldur­tila

Snævarr Örn Georgsson íbúi á Akureyri varð í vikunni var við máttfarinn starra uppi í grenitré. Snævarr, sem er vanur fuglatalningamaður, klifraði upp í tré til að kíkja á fuglinn og kom í ljós að hann var flæktur í plastrusl og illa haldinn.

Innlent
Fréttamynd

Tígrísdýr stökk á Gústa B í Dubai

Tónlistarmennirnir Patrik Atlason, þekktur sem Prettyboitjokkó, og Daniil eru staddir í Dubai við tökur á nýju tónlistarmyndbandi þar sem tígrisdýr og hlébarði eru í aðalhlutverki. Með þeim eru útvarpsmaðurinn Gústi B, Víkingur Heiðar Arnórsson, Logi Snær plötusnúður og Arnar Dór Ólafsson myndatökumaður.

Lífið
Fréttamynd

Dauð hnísa á bökkum Ölfus­ár

Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi ráku upp stór augu í dag þegar þeir komu auga á hræ af hnísu við bakka Ölfusár skammt frá Ölfusárbrú. Hræinu hefur verið komið til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

María Birta og Elli tóku upp nýtt eftir­nafn

Listahjónin María Birta og Elli Egilsson ákvaðu að taka upp nýtt eftirnafn eftir að þau fengu bandarískan ríkisborgararétt og bera nú nafnið Fox. Ástæðan var til að tengja fjölskylduna saman, en hjónin og dóttir þeirra Ingacia báru öll sitt hvort eftirnafnið.

Lífið
Fréttamynd

Sakar Um­hverfis­stofnun um stæka karl­rembu

Veruleg ólga er meðal hreindýraleiðsögumanna fyrir austan vegna leiðsögumannanámskeiðs sem haldið verður. Umhverfisstofnun er sökuð um að halda konum niðri og taka inn „helgarpabba“ í stað austanpilta sem eru fyrir á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Tíu létust í hákarlaárásum í fyrra

Tíu létust í kjölfar hákarlaárása árið 2023 en aðeins fimm árið á undan. Alls voru 69 bitnir í árásum í óvæntum árásum, ívið fleiri á brimbretti en að synda eða vaða.

Erlent
Fréttamynd

Málið sem skekið hefur Skeifuna

Hagkaup hefur ekki rekið frægasta kött landsins út á gaddinn, að sögn framkvæmdastjóra. Kettinum er frjálst að dvelja í hlýju anddyrinu þó að heilbrigðiseftirlitið hafi úthýst honum úr búðinni sjálfri. Við kynntum okkur „Stóra Diego-málið“ sem skekið hefur Skeifuna undanfarna daga.

Lífið
Fréttamynd

Fékk SMS í tæka tíð og þarf að kaupa hund

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins þarf að standa við loforð sem hann gaf eiginkonu sinni og dóttur í Kryddsíldinni og kaupa hund á heimilið þar sem þær stóðu við sinn hluta áskorunar. Hann segist örlítið móðgaður yfir því hvað SMS barst seint frá mæðgunum sem er til marks um að þær hafi ekki horft á þáttinn.

Lífið
Fréttamynd

Meint njósnadúfa frá Kína hreinsuð af sök

Yfirvöld í Indlandi slepptu á þriðjudaginn dúfu eftir að hún hafði verið í haldi í átta mánuði vegna gruns um að hún væri í raun kínverskur njósnari. Eftir ítarlega rannsókn hefur komið í ljós að dúfan slapp frá eigendum sínum í Taívan.

Erlent
Fréttamynd

Undrun og reiði meðal vina Diego

Einn frægasti köttur landsins, kötturinn Diego, má ekki lengur leggja sig inni í verslun Hagkaupa í Skeifunni vegna reglna heilbrigðiseftirlitsins en er þó velkominn í anddyrið. Vinir Diego á Facebook eru sárir vegna málsins en kötturinn er þó enn velkominn í A4.

Lífið
Fréttamynd

Rebbi lifði hrotta­legt banatilræðið af

Óhug sló á marga á Instagram þegar snjóruðningsmaður vestur á fjörðum sýndi þegar hann ók yfir ref nokkurn á brú. Refurinn komst ekki undan. Viðkomandi hefur verið tekinn á teppið af Vegagerðinni.

Innlent
Fréttamynd

Svín drekka bjór af bestu lyst

Svínum þykir bjór góður og er hann meðal annars notaður til að örva mjólkurframleiðslu gyltna þegar þær eru með grísi á spena.

Innlent
Fréttamynd

Hærri líkur á slysum hjá ógeldum fressum

Geldingar-og ófrjósemisaðgerðir katta hafa ýmsa heilsufarslega kosti, aðra en að sporna gegn offjölgun. Dýraspítalinn í Víðidal framlengdi tilboðsdaga á slíkum aðgerðum vegna gífurlegrar eftirspurnar. 

Innlent