Kauphöllin

Fréttamynd

Farsímatekjur undir væntingum

Reiknað er með því að EBIT afkoma Sýnar á fyrsta ársfjórðungi verði umtalsvert minni en samanborið við sama tímabil í fyrra eða sem nemur rúmum 308 milljónum króna. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun til Kauphallar. Áætluð EBIT afkoma verður um 120 milljónir króna en var 428 á sama tíma í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Van­skil fyr­ir­tækj­a „ekki til marks um al­menn­a breyt­ing­u“ hjá við­skipt­a­vin­um

Íslandsbanki hefur ekki fundið fyrir mikilli aukningu í vanskilum hjá fyrirtækjum á undanförnum mánuðum, hvorki lengri né skemmri tíma vanskilum, segir fjármálastjóri Íslandsbanka. Heildarvanskil hjá fyrirtækjum í viðskiptum við Landsbankans hafa lítið eitt aukist frá áramótum en breytingin er „óveruleg og er ekki til marks um almenna breytingu hjá okkar viðskiptavinum.“

Innherji
Fréttamynd

Skrán­ing Ocu­lis á Aðal­mark­að má rekja til á­hug­a frá fjár­fest­um

Skráning augnlyfjaþróunarfélagsins Oculis í Kauphöll Íslands er viðbragð við áhuga frá innlendum fjárfestum og byggð á óskum hluthafa, segir framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu. Mögulega mun fyrirtækið byrja að afla tekna árið 2026. Hann segir að það sé unnið að því að auka veltu með hlutabréfin á Nasdaq. Hún hafi verið að aukast og við það verði verðmyndun vonandi betri en markaðurinn ráði verðinu þegar öllu sé á botninn hvolft.

Innherji
Fréttamynd

Oculis komið á markað

Viðskipti með verðbréf líftæknifyrirtækisins Oculis Holding AG eru hafin í Kauphöllinni. Félagið var áður skráð á markað í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stjórn­völd vilja ekki bjóða er­lendum fjár­festum upp á sér­stöðu Ís­lands

Ef það er raunverulega markmiðið að auka beina erlenda fjárfestingu og skapa umhverfi sem eflir hlutabréfamarkaðinn þá væri réttast að selja minnihluta í Landsvirkjun samhliða skráningu á markað og eins opna meira á erlent eignarhald í sjávarútvegi, að mati framkvæmdastjóra eins stærsta lífeyrissjóðs landsins. Þótt Kauphöllin fari stækkandi þá endurspegli hún ekki vel íslenska hagkerfið á meðan stjórnvöld halda verndarhendi yfir þeim atvinnugreinum sem eru með sérstöðu á heimsvísu.

Innherji
Fréttamynd

Líf­eyris­sjóðir stækkuðu stöðuna í Marel og fara með um 40 prósenta hlut

Íslensku lífeyrissjóðirnir, einkum þeir stærstu, juku lítillega við hlutabréfastöðu sína í Marel í fyrra á afar sveiflukenndum og krefjandi tímum á markaði en að teknu tilliti til óbeins eignarhlutar í Eyri Invest fara sjóðirnir núna með samanlagt um fjörutíu prósenta hlut í félaginu. Bandaríska fyrirtækið JBT áformar að gera formlegt yfirtökutilboð í Marel í næsta mánuði en það er meðal annars háð skilyrði um samþykki að lágmarki 90 prósent hluthafa.

Innherji
Fréttamynd

ACRO hagnast um 600 milljónir eftir tug­prósenta tekju­aukningu í fyrra

ACRO verðbréf skilaði metafkomu á árinu 2023 þrátt fyrir krefjandi aðstæður á mörkuðum, þar sem velta á hlutabréfamarkaði dróst talsvert saman, og áformar að greiða meira en sex hundruð milljónir í arð til eigenda félagsins. Á liðnu ári keyptu ACRO eigin bréf í tengslum við starfslok fyrrverandi hluthafa sem verðmat verðbréfafyrirtækið á ríflega einn milljarð.

Innherji
Fréttamynd

Lítil eftir­spurn eftir hlutum Play

Áskriftir að fjárhæð 105 milljónum króna bárust í almennu hlutafjárútboði Play. Boðnir voru út hlutir að andvirði hálfs milljarðar og eftirspurnin því um tuttugu prósent. Áður höfðu borist bindandi áskriftarloforð frá núverandi hluthöfum og öðrum fjárfestum upp á 4,5 milljarða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ocu­lis að klára milljarða hluta­fjár­út­boð og á­formar skráningu í Kaup­höllina

Augnlyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, stofnað af tveimur íslenskum prófessorum, er núna á lokametrunum með að klára stóra hlutafjáraukningu frá meðal annars íslenskum fjárfestum og setur stefnuna í kjölfarið á skráningu í Kauphöllina hér heima. Félagið yrði þá tvískráð – því var fleytt á markað í Bandaríkjunum fyrir rétt rúmlega einu ári – en það er í dag með markaðsvirði upp á liðlega sextíu milljarða króna.

Innherji
Fréttamynd

Eim­skip og Mærsk fylgj­ast að í mikl­um geng­is­lækk­un­um

Eftir nærri þrjátíu prósenta lækkun frá áramótum er hlutabréfaverð Eimskips komið á svipaðar slóðir og fyrir þremur árum. Það er svipuð lækkun og hjá risanum A.P. Møller-Mærsk sem margir innlendir fjárfestar horfa til þegar rýnt er í þróun í skipaflutningi. Eimskip sendi frá afkomuviðvörun í lok síðustu viku en félagið er hins vegar betur rekið og arðbærar en fyrir faraldurinn, að mati hlutabréfagreinanda.

Innherji
Fréttamynd

Stærsti fjár­festirinn í frumút­boði Ís­fé­lagsins heldur á­fram að bæta við sig

Helstu íslensku lífeyrissjóðirnir í hluthafahópi Ísfélagsins hafa á undanförnum vikum og mánuðum haldið áfram að bæta við eignarhlut sinn í sjávarútvegsfyrirtækinu en það var skráð á markað undir lok síðasta árs. Sá fjárfestir sem var langsamlega umsvifamestur í frumútboði félagsins, Lífeyrissjóður verslunarmanna, hefur frá þeim tíma stækkað hlut sinn um meira en þriðjung í viðskiptum á eftirmarkaði.

Innherji
Fréttamynd

Vogunar­sjóðum Akta reitt þungt högg eftir ó­vænt gengis­fall Al­vot­ech

Ævintýralegar sveiflur hafa verið á gengi vogunarsjóða í stýringu Akta á undanförnum vikum samhliða hröðu risi og síðan falli á hlutabréfaverði Alvotech. Sjóðastýringarfélagið hefur lagt mikið undir á Alvotech, sem fékk undir lok febrúar langþráð samþykki fyrir markaðsleyfi í Bandaríkjunum, en einn af flaggskipssjóðum Akta tók dýfu um nærri fimmtíu prósent á nokkrum viðskiptadögum þegar það fór að síga á ógæfuhliðina hjá líftæknilyfjafyrirtækinu á hlutabréfamarkaði.

Innherji
Fréttamynd

Stækkar stöðuna í Reitum og segir vöntun á ­fjár­­festum sem veiti að­hald

Einkafjárfestir, með mikla reynslu af fasteignarekstri, hefur gert sig gildandi í hluthafahópi Reita með því að bæta við hlut sinn fyrir um það bil einn milljarð króna að undanförnu. Hann telur að markaðsvirði fasteignafélaganna í Kauphöllinni sé „alltof lágt“ og bendir á að það sé ekki í samhengi við endurstofnvirði fasteigna þeirra. 

Innherji
Fréttamynd

Fjár­festar tóku dræmt í skila­boð Al­vot­ech um stóran sölu­samning „á næstu vikum“

Skilaboð Alvotech um stöðuna í viðræðum vegna sölusamninga vestanhafs á stuttum kynningarfundi í hádeginu ollu nokkrum vonbrigðum meðal innlendra fjárfesta og féll hlutabréfaverð félagsins skarpt strax að afloknum fundi. Félagið segist vera á „lokastigi“ með að klára samning við einn stærsta söluaðilann í Bandaríkjunum vegna líftæknilyfjahliðstæðunnar Simlandi.

Innherji
Fréttamynd

Al­vot­ech í mót­vindi þegar eftir­spurn inn­lendra fjár­festa mettaðist

Gæfan hefur snúist hratt gegn hlutabréfafjárfestum í Alvotech sem hafa séð bréfin lækka um þriðjung eftir að félagið náði hinum langþráða áfanga að fá markaðsleyfi í Bandaríkjunum. Enn er beðið eftir að fyrirtækið ljúki stórum sölusamningum vestanhafs og væntingar um innkomu nýrra erlendra fjárfesta á kaupendahliðina hafa ekki gengið eftir. Skarpt verðfall síðustu viðskiptadaga framkallaði veðköll á skuldsetta fjárfesta en á sama tíma og búið er að þurrka út stóran hluta af hækkun ársins hafa erlendir greinendur tekið vel í uppfærða afkomuáætlun Alvotech og hækkað verðmöt sín á félagið.

Innherji
Fréttamynd

Hagnaður Stefnis minnkaði um ellefu prósent eftir sveiflu­kennt ár á mörkuðum

Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, sem er í eigu Arion banka, skilaði um 1.095 milljóna króna hagnaði í fyrra og dróst hann saman um meira en ellefu prósent en eignir í stýringu minnkuðu jafnframt lítillega á ári sem einkenndist af sveiflum á verðbréfamörkuðum. Innlausnir hjá fjárfestum í stærsta innlenda hlutabréfasjóði landsins voru samtals tæplega 2,5 milljarðar á síðasta ári.

Innherji