HM 2017 í Frakklandi

Fréttamynd

Þetta eru ofboðslega flottir drengir

Þó svo landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson sé svekktur að vera á leið heim þá er hann mjög ánægður með margt hjá íslenska liðinu á HM. Hann lítur björtum augum til framtíðarinnar með drengjum sem hann er afar stoltur af. Breiddin í landsliðinu er orðin meiri.

Handbolti
Fréttamynd

HM gefur okkur von um bjartari tíma

Strákarnir okkar sýndu ítrekað á HM að þeir hafa fulla burði til að vera samkeppnishæfir áfram þó svo gullkynslóðin sé að hverfa af sviðinu. Mörg jákvæð skref til framtíðar voru stigin í Frakklandi og á því mun landsliðið græða til lengri tíma. Margir leikmenn stimpluðu sig inn í liðið.

Handbolti
Fréttamynd

Dagur: Sjokk fyrir okkur alla

Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, bar sig vel eftir að hafa óvænt tapað gegn Katar í 16-liða úrslitum á HM. Þetta var síðasti leikur hans með þýska liðið.

Handbolti
Fréttamynd

Slóvenía og Spánn í 8 liða úrslit

Slóvenía vann öruggan sigur á Rússlandi 32-26 og Spánn marði sigur á Brasilíu 28-27 í æsispennandi leik í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Rúnar: Allt saman mjög jákvætt á þessu móti

"Ég held að Frakkar hafi átt þetta skilið. En við spiluðum á köflum svakalega vel. Það vantaði herslumuninn eins og kannski allt mótið,“ sagði Rúnar Kárason eftir leikinn en hann var markahæstur með sjö mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Guðjón: Mjög jákvæður á framhaldið

"Það er auðvitað leiðinlegt að þetta sé búið en ég er ótrulega ánægður og stoltur af strákunum,“ segir landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson eftir tapið gegn Frökkum í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur: Var erfitt að gera leik úr þessu

Ólafur Guðmundsson spilaði vel gegn Frökkum í kvöld en það var ekki nóg þegar strákarnir okkar féllu úr leik í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Frakkland vann að lokum sex marka sigur, 31-25.

Handbolti
Fréttamynd

Svona er stemningin í Lille

Mikil stemning er fyrir leik Frakka og Íslendinga hérna í Lille. Raðir mynduðust fyrir utan íþróttavöllinn löngu áður en byrjað var að hleypa áhorfendum inn á völlinn. Stuðningsmennirnir voru í frönsku fánalitunum og margir þeirra voru búnir að spandera í andlitsmálningu.

Handbolti
Fréttamynd

Uppselt á leikinn í kvöld

Það verður slegið met á HM í kvöld er rúmlega 28 þúsund áhorfendur mæta á leik Frakklands og Íslands á 16-liða úrslitum HM.

Handbolti
Fréttamynd

Óli Guðmunds: Vonandi stöngin inn hjá mér í dag

"Mér hefur liðið nokkuð vel í þessum leikjum hingað til. Við erum komnir í 16-liða úrslit og erum sáttir með það. Þó svo að við hefðum kannski viljað fá annan mótherja. En nú er þetta bara úrslitakeppni,“ segir skyttan Ólafur Guðmundsson.

Handbolti