Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir

Fréttamynd

Hvað eru 3 ár í lífi barns?

Lærdómur heimsfaraldurs er að saman vegnar okkur betur. Samstaða og samkennd einkenndu viðbrögð þjóðar í upphafi heimsfaraldurs og ríkir enn í baráttunni við heimsfaraldurinn. Í því farsæla samstarfi sem Þórólfur, Alma og þeirra teymi átti við Kára og allt hans teymi truflaði það ekki ríkisstjórnina að fulltrúar opinbera kerfisins og fulltrúar einkaframtaksins unnu saman að því verkefni að verja heilbrigði þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Það er meiriháttar mál að lenda upp á kant við þá

Óhætt er að segja að nýleg ummæli Seðlabankastjóra hafi vakið sterk viðbrögð í samfélaginu. Ekki vegna þess að þar væru sett fram sérstök ný sannindi heldur frekar vegna þess þunga sem því fylgir að Seðlabankastjóri staðfesti skilning og upplifun almennings.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðareign hinna fáu

Í stjórnarskrá eru skráðar grundvallarreglur samfélagsins sem öll önnur lög þurfa að standast. Það er þess vegna þörf á að fjalla um auðlindir landsins í stjórnarskrá og ramma inn þær meginreglur sem stjórnvöld verða að virða við alla aðra reglusetningu um auðlindanýtingu.

Skoðun
Fréttamynd

Nei, ráðherra

Með hverjum deginum verður erfiðara að vinda ofan af afleiðingum ákvörðunar heilbrigðisráðherra um að flytja rannsóknir leghálssýna til Danmerkur. Það verður erfiðara hvað varðar tækjabúnað, hvað varðar húsnæði og hvað varðar sérhæft starfsfólk.

Skoðun
Fréttamynd

Sama hvaðan gott kemur?

Barnaníðsefni er vaxandi vandamál og við höfum dregist aftur úr hinum Norðurlöndunum hvað varðar löggjöf til að taka á þessum brotum. Með stafrænum samskiptum hefur því miður orðið mun auðveldara en áður að verða sér úti um barnaníðsefni sem og að dreifa því. Þróunin er alþjóðleg og Ísland er því miður ekki undanskilið.

Skoðun
Fréttamynd

Bið­listi eftir fangelsis­plássi?

Málsmeðferðartími innan réttarkerfisins kom aftur til umræðu nýlega þegar fréttir bárust af sérstöku verkefni af hálfu dómsmálaráðherra um vinnu við að rýna málsmeðferðartíma í efnahagsbrotamálunum.

Skoðun
Fréttamynd

Ungfrú Ísland

Nýlega birtist grein eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra undir heitinu Fröken Reykjavík. Það er ekki á hverjum degi sem ráðherra í ríkisstjórn stingur niður penna til að fjalla um málefni einstakra sveitarfélaga og af þeirri ástæðu var greinin strax áhugaverð.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkis­stjórn stöðnunar um launa­mun kynjanna

Í gær voru færðar fréttir af því að tekjur háskólamenntaðra kvenna væru sambærilegar og ómenntaðra karla. Af því tilefni sagði forsætisráðherra að alltof hægt gangi að ná jafnrétti á Íslandi. Karlar í sambúð hafa að meðaltali 749 þúsund krónur á mánuði og konur í sambúð um 564 þúsund krónur á mánuði.

Skoðun
Fréttamynd

Leikjafræði Lilju

Menntamálaráðherra er ekki fyrsti ráðherrann sem fær úrskurð um brot á jafnréttislögum. Aðrir ráðherrar hafa hins vegar ekki farið hennar leið, heldur almennt unað svona úrskurðum.

Skoðun
Fréttamynd

Brotin sem enginn vill vita af

Mig langar að nefna hér brotin sem við viljum helst ekki vita af. Ekki heyra um og ekki sjá að séu til. Veruleikinn er því miður engu að síður sá að barnaníðsefni er vaxandi brotaflokkur.

Skoðun
Fréttamynd

Laga­á­kvæði sem fangar stór­felld barna­níðs­mál

Umfjöllun í fréttaskýringaþættinum Kompás um barnaníðsefni og dreifingu þess að á netinu hefur eðlilega vakið óhug fólks. Flestir eiga erfitt með tilhugsunina um brot gegn börnum og þá sérstaklega að það sé veruleiki að börn séu misnotuð til að framleiða kynferðislegt myndefni.

Skoðun
Fréttamynd

Þess vegna viljum við jafnt at­kvæða­vægi

Baráttan fyrir jöfnu vægi íslenskra kjósenda hefur staðið lengi. Vægið hefur tekið breytingum en er nú fest í rétt tæplega tvöföldum mun milli þeirra sem vega þyngst og hinna sem vega minnst.

Skoðun
Fréttamynd

Borg án veitinga­húsa?

Fólk sem starfar í veitingahúsageiranum lætur nú eðlilega í sér heyra enda eru tækifæri til að skapa tekjur stöðugt að þrengjast. Áhyggjurnar eru eðlilegar, reiðin er skiljanleg.

Skoðun
Fréttamynd

Jafnréttið kælt

Í vor upplifðum við ákveðið bakslag í jafnréttisbaráttunni. Menntamálaráðherra ákvað að stefna konu fyrir dóm sem hafði leitað ásjár kærunefndar jafnréttismála og þar fengið þá niðurstöðu að gegn henni hefði verið brotið við skipun í embætti.

Skoðun
Fréttamynd

Við ætlum að halda áfram

Þegar við verðum fyrir áfalli getur vonin um betri tíma haft mikið um það að segja hver krafturinn til að takast á við áfallið verður. Í því samhengi fundust mér lágstemmd skilaboð Gylfa Zoega í Silfrinu síðasta vetur svo sterk.

Skoðun
Fréttamynd

Hvenær kemur að stjórnvöldum?

Síðustu dagar hafa minnt okkur óþægilega á veturinn sem leið og um leið sennilega opnað augu flestra fyrir því að baráttan við kórónuveiruna verður löng.

Skoðun
Fréttamynd

Auð­lindir og pólitík

Ríkisstjórnin vinnur nú hörðum höndum að því að koma í gegnum þingið, á mettíma, frumvarpi sem varðar grundvallarhagsmuni um ráðstöfun jarða, auðlindapólitík.

Skoðun
Fréttamynd

Spegill á út­lendinga­pólitík

Við munum vel eftir fallegri samkenndinni sem nemendur Hagaskóla sýndu skólasystur sinni Zainab Zafari sem íslensk stjórnvöld höfðu ákveðið að senda til Grikklands.

Skoðun
Fréttamynd

Spegill, spegill herm þú mér

Bretland er á hliðinni og þjóðin klofin í herðar niður. Það er ekki Brexit og yfirvofandi lyfjaskortur í landinu sem veldur. Það er ekki heldur hræðilegur stríðsrekstur úti í heimi þar sem lítil börn eru sprengd upp sem framkallar bræðina.

Skoðun
Fréttamynd

Ævintýrið um Hannes og Gretu

Einu sinni fyrir ekki svo langa löngu, reyndar bara í fyrradag, tísti reiður prófessor á Twitter um unga stúlku. Prófessorinn hét Hannes og litla stúlkan Greta, Greta Thunberg frá Svíþjóð.

Skoðun
Fréttamynd

Fótsporin okkar

Fótsporið okkar er heitt umræðuefni, sem sýnir okkur að tungumálið dansar í takt við viðhorfin.

Skoðun
Fréttamynd

Tvö skref til baka

Boris, nýr forsætisráðherra Breta, slær mig frekar illa. Af sögu hans og ummælum að dæma virðist hann vera af kynslóð hinna óhæfu sem núna sest í valdastóla heims.

Skoðun