Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir

Fréttamynd

Stór­efla þarf lög­gæsluna

Í langan tíma hefur réttarkerfið verið afgangsstærð í stjórnarráðinu. Á höfuðborgarsvæðinu eru lögreglumenn svo fáir að það hefur áhrif á störf og öryggi þeirra. Árið 2007 var nýtt embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu stofnað. Þá störfuðu þar 339 lögreglumenn. Svæði embættisins þjónar í dag um 250.000 íbúum landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Fórnar­kostnaður

Fjárlagafrumvarp næsta árs opinberar það fyrir hvaða pólitík ríkisstjórnin stendur. Einkunnarorð fjárlaga næsta árs er fórnarkostnaður. Aðgerðir en ekki síður aðgerðaleysi ríkisstjórnar hafa mikil áhrif á fjölskyldur þessa lands. Hér skortir bæði ábyrgð og réttlæti.

Skoðun
Fréttamynd

Orku­laus ríkis­stjórn

Frammistaða ríkisstjórnarinnar í orkumálum var nýlega rakin á haustfundi Landsvirkjunar. Þröng staða blasir við heimilum næstu árin þar sem þau eru afgangsstærð í baráttunni um raforku, leyfisveitingaferli nýrra virkjana er komið út í skurð og háleit markmið Íslands í orkuskiptum virðast að engu orðin.

Skoðun
Fréttamynd

Al­var­legar auka­verkanir ís­lensku krónunnar

Fjár­fest­ing stjórn­valda í heil­brigðisþjón­ustu á Íslandi er minni en á öðrum Norður­lönd­um. Og fátt ein­kenn­ir heil­brigðis- og öldrun­arþjón­ustu á Íslandi meira en biðlistar þrátt fyr­ir að hér á landi sé starf­andi frá­bært heil­brigðis­starfs­fólk. Fjár­fest­ing­ í heilbrigðisþjónustu er lít­il á sama tíma og skatt­heimta er óvíða hærri en á Íslandi. Hvað er það sem veld­ur eiginlega að háir skattar skila ekki sterkari heilbrigðiskerfi?

Skoðun
Fréttamynd

Pólitískt með­vitundar­leysi ríkis­stjórnar

Í sumar hefur lítið heyrst frá ríkisstjórninni annað en hávær rifrildi innan úr stjórnarráðinu. Á sama tíma glímir almenningur við raunverulegan vanda. Vaxtahækkanir og verðbólga rýra ráðstöfunartekjur og óvissan um framhaldið er mikil.

Skoðun
Fréttamynd

Hve­nær fór ríkis­stjórnin að treysta Banka­sýslunni aftur?

Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna í fjárlaganefnd segja nauðsynlegt að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur verði birtur. Það er sanngjörn krafa. Bryndís Haraldsdóttir segir að það þurfi auðvitað að birta allt í kringum þessa sölu. Það er rétt. Og ef það er ætlunin að að endurheimta traust þarf að birta allt, en ekki bara sumt. Það þarf að segja söguna alla en ekki bara að birta valda kafla.

Skoðun
Fréttamynd

Evrópumet í vaxtahækkunum

Áhugaverðasta hliðin á starfi stjórnmálamannsins er að hitta fólk og hlusta á það sem það hefur að segja. Fyrir um ári síðan heyrði ég sögu margra sem lýstu stöðu sinni á húsnæðismarkaði. Áhyggjur þessa fólks hafa bara vaxið síðan þá.

Skoðun
Fréttamynd

Fleiri sýningar í gamla vaxta sirkusnum

Stóra spurningin eftir 1,25% stýrivaxtahækkun og þrettándu hækkunina í röð er þessi: Hvers vegna þarf margfalt hærri vexti á Íslandi til að berjast gegn svipaðri verðbólgu og annars staðar? Svarið er: Gjaldmiðillinn okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Lýst eftir fjármálaráðherra

Aukinnar svartsýni gætir nú á fjármálamörkuðum um þróun verðbólgu. Gert er ráð fyrir að hún verði enn yfir 6% eftir ár. Hið sama má sjá í áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem segir að vextir gætu þurft að hækka enn frekar frá því sem nú er.

Skoðun
Fréttamynd

Hrói höttur ríka fólksins

„Gæti sparað 150 milljarða“ sagði í fyrirsögn Moggans í fyrstu frétt af hugmyndum fjármálaráðherra um aðgerðir vegna erfiðrar stöðu gamla Íbúðalánasjóðsins. Ég játa að forvitni mín kviknaði enda hefur Viðreisn kallað eftir að fjármálaráðherra sýni aðhald í fjármálum ríkisins en jafnan án árangurs.

Skoðun
Fréttamynd

Frekir, tengdir og ríkir fram fyrir röð

Nýlega hitti ég konu sem sagði mér frá dóttur sinni sem greindist með ADD fyrir rúmu ári. Dóttir hennar bíður enn eftir að komast að hjá geðheilsuteyminu. Önnur kona sagði mér frá syni sínum sem þarf aðstoð talmeinafræðings. Biðlistinn eftir aðstoð fyrir hann er tvö til fjögur ár. 

Skoðun
Fréttamynd

Sterkasta vöru­merki ís­lenska heil­brigðis­kerfisins

Ríkisstjórnin kynnti á dögunum það sem hún kallar heildstæða áætlun um uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu til 2030. Það er stórt og mikið nafn fyrir áætlun sem fjallar um að byggja nýtt hús. Nýjan spítala. Það er sannarlega mikilvægt því spítalinn er löngu kominn á tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­mála­ráð­herra í fríi

Fjármálaráðherra rifjaði hér í gær upp þá tíð þegar við Íslendingar virtumst að eilífu dæmd til að velja á milli verðbólgu og óðaverðbólgu. Hann bauð lesendum síðan inn í heim æsku sinnar: Bjarni í Ísaksskóla, Bjarni fermist og Bjarni í menntaskóla. Og alltaf að spá í verðbólgu.

Skoðun
Fréttamynd

10 ára óvissuferð í boði Bjarna

Aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Aðstæður voru góðar, talað var um að svo yrði áfram og að tími verðtryggðra lána væri liðinn. Aðeins tveimur árum síðar er verðbólgan tæp 10% og stýrivextir Seðlabankans 7,5%. Ekki er búist við að markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu náist fyrr en 2027.

Skoðun
Fréttamynd

Evrópumeistarar með yfirdrátt

„Vandi okkar er sá að við höfum dálítið tapað trú fólks á að við náum verðbólgunni niður. Það verður að breytast“, sagði fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjármálaáætlun sína í síðustu viku. Nú þegar áætlunin hefur verið kynnt blasir við að staðan er óbreytt.

Skoðun
Fréttamynd

Í kjólinn fyrir jólin 2028

Orð fjármálaráðherra í gær sýna að hann tekur til sín að markaðurinn hefur misst trúna á því að Sjálfstæðisflokkurinn geti stýrt efnahagsmálunum. Það eru auðvitað tíðindi að fjármálaráðherra skuli viðurkenna að ríkisstjórnin hafi misst tiltrú fólks á að hún geti náð verðbólgunni niður. Nýkynnt fjármálaáætlun er því miður ekki líkleg til að snúa stöðunni við.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað ef pabbi getur ekki keypt íbúð?

Það er erfitt – og erfiðara en áður - fyrir ungt fólk að eignast sína fyrstu íbúð. Húsnæðislán eru dýr og vextir á húsnæðislánum eru mun hærri en í nágrannaríkjunum. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr líka við fáránlega erfiðar aðstæður.

Skoðun
Fréttamynd

Hárið hans Hall­dórs og skapið hennar Sól­veigar

Sprengjuástandið sem ríkir á íslenskum vinnumarkaði hefur verið einfaldað í umræðunni. Stundum alveg niður í skap Sólveigar Önnu og hár Halldórs Benjamíns. Spennustigið stafar þó auðvitað ekki af því hvernig þessar tvær aðalpersónur viðræðnanna ná saman heldur af því að fólk hér á landi býr ekki við jöfn tækifæri.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað er það sem al­menningur má ekki sjá?

Það á alltaf að vera markmið stjórnvalda að fjölmiðlar og almenningur getið fengið upplýsingar um starfsemi stjórnvalda. Þetta á sérstaklega við um upplýsingar um hvernig stjórnvöld fara með fjármuni og eignir ríkisins - eignir almennings. Umræðan um Lindarhvol snýst einmitt um þetta.

Skoðun
Fréttamynd

Biðin eftir lausn á biðlistavanda

Eftir síðustu kosningar urðu þær breytingar að Vinstri græn yfirgáfu heilbrigðisráðuneytið og afhentu Framsóknarflokknum lyklana. Margir bjuggust við breytingum við þessi lyklaskipti. Allt síðasta kjörtímabil einkenndist af mikilli tregðu við að nýta krafta sjálfstætt starfandi sérfræðinga.

Skoðun
Fréttamynd

Verðbólgin heimili

Hversu mörg heimili standa óvarin þegar stýrivextir eru hækkaðir? Ég leitaðist við að fá þessu svarað í haust þegar Seðlabanki kom á fund fjárlaganefndar með fyrirspurn um hversu stórt hlutfall heimila er með óverðtryggð lán á breytilögum vöxtum.

Skoðun
Fréttamynd

Heilbrigðiskerfið sem fékk lítinn plástur

Nýlega heyrðum við af uppsögn forstjóra Sjúkratrygginga. Hún treysti sér ekki til að sinna starfinu með þeim fjárveitingum sem Sjúkratryggingum er úthlutað. Í framhaldinu heyrðust síðan þau merkilegu viðbrögð heilbrigðisráðherra að uppsögnin hafi ekki komið honum á óvart.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað varð um lágvaxtaskeiðið?

Fyrir rúmu ári þegar ríkisstjórnin endurnýjaði heitin sín og lagði upp í nýtt kjörtímabíl stóðu stýrivextir í 1,25% og verðbólgan mældist 4,4%. Fjármálaráðherra talaði um að við værum að renna inn í nýtt lágvaxtaskeið. Hann kaus að segja ungu fólki að vextir væru orðnir sögulega lágir. Hins vegar eru vextir á Íslandi aldrei lágir til lengri tíma. Það hefur auðvitað gífurlegar afleiðingar fyrir almenning enda eru íbúðarkaup eru langstærsta fjárfesting flestra í lífinu.

Skoðun
Fréttamynd

Var verð­bólgan fundin upp á Tenerife?

Í vikunni tilkynnti Seðlabankinn um hækkun vaxta. Það var í tíunda sinn síðan í maí í fyrra sem hann hækkaði stýrivexti, sem standa nú í 6% og hafa ekki verið hærri síðan 2010. Verðbólga er 9,4%. Ofan á þetta er komin upp alvarleg staða í kjaraviðræðum. Horfur eru dökkar.

Skoðun
Fréttamynd

Á­byrgð banka­sölu­ráð­herra

Útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka í marsmánuði var þriðja stærsta hlutafjárútboð í Íslandssögunni, að andvirði 52,7 milljarða króna. Nauðsyn þess að vel yrði að verki staðið var því augljóst fyrir hagsmuni almennings. Lög um söluferlið eru skýr og þar er áhersla lögð á heilbrigða samkeppni, jafnræði aðila, gagnsæi og hagkvæmni.

Skoðun
Fréttamynd

Á Íslandi missa um 100 börn foreldri í ár

Á hverju ári verða um 100 börn á Íslandi fyrir því þunga áfalli að missa foreldri. Á árunum 2009–2018 misstu 1.007 börn á Íslandi foreldri samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á því tímabili létust 649 foreldrar barna undir 18 ára aldri; 448 feður og 201 móðir. Um 40% foreldranna létust úr krabbameinum. Það er sárt til þess að hugsa á hverju ári upplifi svo mörg börn þá sáru sorg að missa mömmu sína eða pabba.

Skoðun