Fréttir

Fréttamynd

Áhyggjur af réttarhöldum Saddams

Amnesty International hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýsa áhyggjum sínum af réttarhöldunum yfir Saddam Hussein fyrrverandi forseta Íraks. Áhyggjuefni sé að honum og öðrum ákærðum hafi ekki verið boðin lögfræðiaðstoð á fyrsta degi yfirheyrslna.

Erlent
Fréttamynd

Fötluð börn í áhættuhópi

Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, telur fagnaðarefni ef farið verður ofan í saumana á málefnum heyrnarlausra barna.

Innlent
Fréttamynd

Geðveikt í Egilshöllinni

Átján þúsund manns gafst kostur á að kaupa sér miða á tónleika Metallicu sem haldnir voru í Egilshöllinni í gær. Þrátt fyrir að nokkrir miðar voru óseldir, voru þetta stærstu innitónleikar sem nokkurn tímann hafa verið haldnir á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Þingfundi lauk með hvelli

Það fór allt í háaloft á Alþingi í dag þegar Halldór Blöndal sleit þingi þrátt fyrir hávær mótmæli stjórnarandstöðu sem vildi halda fundinum áfram. Stjórnarandstaðan gerði harða hríð að ríkisstjórninni, á stuttum þingfundi sem hófst klukkan þrjú, í dag, og lauk klukkan hálf fjögur.

Innlent
Fréttamynd

Liggur þungt haldinn

Forseti Austurríkis liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hjarta hans hætti skyndilega að slá í morgun. Læknum tókst að blása lífi í Thomas Klestil og bjarga þannig lífi hans. Klestil hefur verið forseti Austurríkis í tvö ár og á að láta af því embætti innan nokkurra daga.

Erlent
Fréttamynd

Fyrstu lýðræðiskosningarnar

Forseti verður kosinn í Indónesíu í dag í fyrstu lýðræðislegu forsetakosningunum í þessu stærsta múslimaríki heims. Skoðanakannanir benda til þess að sitjandi forseti, Megawati Sukarnoputri, bíði lægri hlut og að Susilo Bambang Júd-hojono, hershöfðingi og fyrrverandi öryggismálaráðherra, verði kjörinn forseti. Hann hefur um 20 prósenta forskot á Sukarnoputri.

Erlent
Fréttamynd

Þrjár breytingar í frumvarpinu

Ný fjölmiðlalög verða lög fyrir Alþingi í dag. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að afturkalla lögin sem samþykkt voru 24. maí og forsetinn hafði skotið til þjóðarinnar. Þetta útspil ríkisstjórnarinnar þýðir að engin þjóðaratkvæðagreiðsla verður um málið.

Innlent
Fréttamynd

Vill ná sáttum

Össur Skarphéðinsson, segir að enn sé hægt að ná sáttum um fjölmiðlafrumvarpið, þótt framkoma ríkisstjórnarinnar í málinu sé með eindæmum. Össur hefur verið í fremstu víglínu þeirra sem berjast gegn fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og hann er ekki hrifinn af þessum nýjasta gjörningi ríkisstjórnarinna.

Innlent
Fréttamynd

Sýndarbreytingar

Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa, segir að breytingarnar á fjölmiðlalögum sem kynntar voru af ríkisstjórninni í gær breyti engu. Hann segir að Norðurljós muni halda áfram að undirbúa málshöfðun vegna laganna.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgar mest á Austurlandi

Örlítil hækkun var á gistinóttum í maí á milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í ár voru gistinætur í maí 80.100 en voru 79.739 árið 2003 (0,45%). Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi þar sem þeim fækkaði um rúmlega 6 % og tæplega 3% á Norðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Japaninn fær samkeppni

Japaninn veikbyggði, Takeru Kobayashi, hefur fengið samkeppni á toppi heimslistans yfir sterkustu keppendur í kappáti. Bandarísk kona á fertugsaldi veitir honum nú harða samkeppni þótt hún vegi aðeins 45- 50 kíló, eftir því hversu mikið hún hefur borðað.

Erlent
Fréttamynd

Ráða Moore og Clinton úrslitum?

Heit umræða er í Bandaríkjunum um hugsanleg áhrif poppmenningar á forsetakosningarnar í nóvember. Myndin Fahrenheit 9/11 og bókin My Life eru mjög gagnrýnar á störf George W. Bush. <em><strong>Trausti Hafliðason blaðamaður fjallar um áhrif poppmenningar á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.</strong></em>

Erlent
Fréttamynd

Portadown-ganga stöðvuð

Lögregla hindraði för um 2.000 mótmælenda um kaþólska hluta Portadown í árlegri göngu Óraníureglunnar í gær. Þetta er sjöunda árið í röð sem gangan er stöðvuð á þessum stað.

Erlent
Fréttamynd

Lík stúlknanna fundust

Lík stúlknanna tveggja sem franski fjöldamorðinginn Michel Fourniret játaði að hafa grafið árið 1989 fundust í dag. Fourniret benti lögreglu sjálfur á staðinn þar sem líkin fundust.

Erlent
Fréttamynd

Umferðaróhöpp í gær og nótt

Harður árekstur varð á Suðurlandsvegi við gatnamót Þrúðvangs á Hellu þar sem bifhjól og bíll skullu saman. Áreksturinn var nokkurð harður og var ökumaður bifhjólsins fluttur á sjúkrahús í Reykajvík.

Innlent
Fréttamynd

Meðferð tillagna í nefnd gagnrýnd

Átakshópur Höfuðborgarsamtakanna og Samtaka um betri byggð gagnrýnir harðlega meðferð sem miðlunartillögur hópsins að endurbótum að framkvæmdaáætlun vegna færslu Hringbrautar fengu í samgöngunefnd Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmenni á Landsmót hestamanna

Ellefu þúsund manns mættu á Landsmót hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu sem lauk nú síðdegis. Fólk virðist hafa skemmt sér konunglega en fjöldi þeirra fíkniefnamála sem upp hafa komið í tengslum við mótið vekur undrun.

Innlent
Fréttamynd

Harrison heillaði konurnar

Uppi var fótur og fit meðal þroskaðra kvenna þegar Hollywoodstjarnan Harrison Ford fór á pöbbarölt í Reykjavík um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Ástandið hvergi jafnslæmt

Í 21 ár hefur borgarastyrjöld verið ríkjandi í Súdan, á milli arabískra múslima í norðurhluta landsins, sem einnig eru í meirihluta ríkisstjórnar landsins og svartra afríkubúa í suðurhlutanum, sem eru að megninu til andatrúar eða kristnir. Á þessum tíma hafa rúmlega tvær milljónir manna látið lífið, meirihlutinn úr hungri.

Erlent
Fréttamynd

Arabar bjóða Írökum aðstoð

Utanríkisráðherra Íraks, Hoshyar Zebari, hefur sagt að hann muni þiggja hernaðaraðstoð arabaríkja sem ekki eiga landamæri að Írak og sem starfa undir merkjum Sameinuðu þjóðanna.

Erlent
Fréttamynd

Ökumaður sefur við Smáralind

Tilkynnt var um ökumann sem svæfi djúpum svefni í bifreið sinni á miðri götu fyrir utan Smáralindina núna á þriðja tímanum. Að sögn vegfaranda sat maðurinn undir stýri og virtist í fastasvefni.

Innlent
Fréttamynd

Uppgjöf stjórnarflokkanna

"Uppgjöf stjórnarflokkanna og valdafíkn réði niðurstöðu þeirrar krísu sem varð milli stjórnarflokkanna nú um helgina. Ríkisstjórnin hékk á bláþræði, en límið í ráðherrastólunum réð úrslitum," segir Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar meðal annars í nýjasta pistli sínum.

Innlent
Fréttamynd

Þrír létust í Írak

Þrír fórust í sjálfsmorðsárás fyrir utan ráðningarstöð hers Íraka í Baqouba í dag. Í suðurhluta Bagdad sprakk einnig sprengja við heimili starfsmanns menntamálaráðuneytisins.

Erlent
Fréttamynd

Hlusta ekki á neyðarbylgju

Landhelgisgæslan hefur áhyggjur af því hve fáir skipstjórar hafi stillt á rás 16, neyðarbylgjuna sem öllum sjófarendum er skylt að hlusta á. Varðstjórar hjá gæslunni urðu varir við þetta í gær þegar hafin var leit úr lofti og á legi að sómabátnum Eskey sem hafði dottið úr sjálfvirku tilkynningaskyldukerfi.

Innlent
Fréttamynd

Á þriðja tug fíkniefnamála á Hellu

Talið er að um 11 þúsund gestir hafi verið á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu en mótinu lýkur síðar í dag. Á þriðja tug fíkniefnamála hafa komið upp í tengslum við Landsmótið sem telst mikið fyrir fjölskyldu- og íþróttamót.

Innlent
Fréttamynd

11 þúsund manns á Hellu

Talið er að um 11 þúsund gestir hafi verið á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu en mótinu lýkur síðar í dag. Á þriðja tug fíkniefnamála hafa komið upp í tengslum við Landsmótið sem telst mikið fyrir fjölskyldu- og íþróttamót.

Innlent
Fréttamynd

Spá því að stjórnin haldi

Forystumenn stjórnarandstöðunnar telja að Framsóknarflokknum standi betri vist til boða í ríkisstjórn en með Sjálfstæðisflokknum. Þeir reikna þó ekki með því að framsóknarmenn slíti stjórnarsamstarfinu.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmiðlalögin afturkölluð

Ákveðið hefur verið að afturkalla fjölmiðlalögin svokölluðu sem afgreidd voru frá Alþingi í vor. Nýtt frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum verður lagt fram á sumarþinginu sem hefst á morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Hersveit Bandaríkjamanna heim

Sú hersveit Bandaríkjamanna sem lengst hefur dvalið í Írak hélt heim á leið í dag. Hershöfðingjar deildarinnar eru sannfærðir að aðgerðirnar í landinu verði að lokum metnar að verðleikum og í ljós muni koma að fólkið í Írak hafi fengið frábært tækifæri.

Erlent