Fréttir Hápunktur sumarsins Um tvö hundruð manns voru á fyrstu sumarhátíð hjúkrunar- og endurhæfingaheimilisins Rjóðurs sem haldin var á laugardaginn. Til fagnaðarins var fjölskyldum barnanna sem þar dvelja boðið auk velunnurum Rjóðurs. Innlent 13.10.2005 14:22 Tíu féllu í loftárás Í það minnsta tíu manns létu lífið þegar bandarískar herþotur vörpuðu sprengjum á íbúðarhús í írösku borginni Falluja í gær. Erlent 13.10.2005 14:23 Hlaðmenn boða verkfall Hlaðmenn á breskum flugvöllum hafa samþykkt verkfallsboðun, með yfirgnæfandi meirihluta. Ekki er búið að ákveða hvenær verkfallið á að hefjast, en ef af því verður má búast við miklu öngþveiti og töfum á öllum helstu flugvöllum landsins. Erlent 13.10.2005 14:22 Barroso segir af sér Forsætisráðherra Portúgals, Jose Manuel Durao Barroso, mun líklega segja af sér í dag enda tekur hann bráðlega við forsetaembætti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Næstu þingkosningar eru ekki fyrr en árið 2006 og því er nú leitað eftir nýjum forsætisráðherra. Talið er líklegt að Pedro Santana Lopes, borgarstjóri Lissabon, muni verða fyrir valinu. Erlent 13.10.2005 14:22 Verða að fá kostnaðinn greiddan Ríkarður Másson sýslumaður á Sauðárkróki, segir sýslumannsembætti hans verða galdþrota greiði Landsmótsnefnd UMFÍ ekki 2,4 milljóna króna kostnað við aukna löggæslu á tveimur mótum félagsins. Innlent 13.10.2005 14:22 Sprengjur í skólatöskum Ísraelskir hermenn fundu í dag tvær sjö kílóa sprengjur í skólatöskum, í grennd við þorp á Vesturbakkanum. Ísraelar segja að þess séu mörg dæmi að börn hafi verið notuð til þess að flytja sprengjur frá herteknu svæðunum, yfir til Ísraels. Palestínumenn neita þessu. Erlent 13.10.2005 14:22 Íslenskir dómstólar ekki á tánum Íslensk lög taka af allan vafa um að meinsæri fyrir dómstólum er refsivert og liggja við þungir dómar. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður segir dómstóla ekki vera á tánum gagnvart slíkum brotum. Innlent 13.10.2005 14:22 Kanna hvort frumvarpið sé þinglegt Fyrsta fundi sumarþings lauk með háreysti í þingsölum í gær. Stjórnarandstaðan deildi hart á ríkisstjórnina. Forseti Alþingis lætur kanna hvort nýtt fjölmiðlafrumvarp sé þinglegt. Innlent 13.10.2005 14:23 Fara ekki fram á opinbera rannsókn Félag heyrnarlausra ætlar ekki, að svo stöddu, að fara fram á opinbera rannsókn á því hversu mörg heyrnarlaus börn hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Talskona Stígamóta segir að nýlegur dómur í máli gegn heyrnarlausum manni, feli í sér alvarleg skilaboð út í samfélagið. Innlent 13.10.2005 14:22 Kann að leiða til þráteflis Sigurður Líndal, lagaprófessor, sem varð fyrstur manna til að stinga upp á því að taka fjölmiðlalögin aftur, óttast að eins og að því er staðið, kunni það að leiða til þráteflis á milli forseta og Alþingis. Innlent 13.10.2005 14:22 Stenst enn ekki stjórnarskrá Þrátt fyrir nýjustu breytingar telja lögfræðingarnir Sigurður Líndal og Jakob Möller enn verulega hættu á að fjölmiðlalögin stangist á við stjórnarskrána.Það var raunar Sigurður Líndal sem varpaði fyrstur fram þeirri hugmynd að ríkisstjórnin afturkallaði fjölmiðlalögin og kæmi þannig í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Innlent 13.10.2005 14:22 Syrtir í álinn hjá Yukos Enn syrtir í álinn hjá rússneska olíurisanum Yukos. Lánveitendur fyrirtækisins segja það í vanskilum með lán upp á marga milljarða og gengi bréfa hríðlækkar. Yukos-olíufélagið er í eigu Mikhails Khodorkovsky, sem nú er fyrir rétti sakaður um ýmis fjármálabrot. Erlent 13.10.2005 14:22 Klókur leikur "Ég myndi halda að þetta væri klókur leikur," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði um ákvörðun ríkisstjórnarinnar að afturkalla fjölmiðlalögin. Innlent 13.10.2005 14:22 Nýtt tilfelli kúariðu Ítölsk stjórnvöld hafa staðfest að ein kýr á býli á Mið-Ítalíu hafi greinst með kúariðu. Þetta er fjórða tilfelli kúariðu sem hefur greinst á Ítalíu á árinu og það 121. frá því að prófanir hófust árið 2001. Leitað er að kúariðu í nautgripum sem orðnir eru tveggja og hálfs árs og eru ætlaðir til slátrunar og manneldis. Erlent 13.10.2005 14:22 Áhyggjur af réttarhöldum Saddams Amnesty International hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýsa áhyggjum sínum af réttarhöldunum yfir Saddam Hussein fyrrverandi forseta Íraks. Áhyggjuefni sé að honum og öðrum ákærðum hafi ekki verið boðin lögfræðiaðstoð á fyrsta degi yfirheyrslna. Erlent 13.10.2005 14:22 Fötluð börn í áhættuhópi Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, telur fagnaðarefni ef farið verður ofan í saumana á málefnum heyrnarlausra barna. Innlent 13.10.2005 14:22 Geðveikt í Egilshöllinni Átján þúsund manns gafst kostur á að kaupa sér miða á tónleika Metallicu sem haldnir voru í Egilshöllinni í gær. Þrátt fyrir að nokkrir miðar voru óseldir, voru þetta stærstu innitónleikar sem nokkurn tímann hafa verið haldnir á Íslandi. Innlent 13.10.2005 14:22 Þingfundi lauk með hvelli Það fór allt í háaloft á Alþingi í dag þegar Halldór Blöndal sleit þingi þrátt fyrir hávær mótmæli stjórnarandstöðu sem vildi halda fundinum áfram. Stjórnarandstaðan gerði harða hríð að ríkisstjórninni, á stuttum þingfundi sem hófst klukkan þrjú, í dag, og lauk klukkan hálf fjögur. Innlent 13.10.2005 14:22 Liggur þungt haldinn Forseti Austurríkis liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hjarta hans hætti skyndilega að slá í morgun. Læknum tókst að blása lífi í Thomas Klestil og bjarga þannig lífi hans. Klestil hefur verið forseti Austurríkis í tvö ár og á að láta af því embætti innan nokkurra daga. Erlent 13.10.2005 14:22 Stýrivaxtahækkun skammgóður vermir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segist óttast áframhaldandi verðbólgu og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda til að draga úr spennu í hagkerfinu. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:22 Fyrstu lýðræðiskosningarnar Forseti verður kosinn í Indónesíu í dag í fyrstu lýðræðislegu forsetakosningunum í þessu stærsta múslimaríki heims. Skoðanakannanir benda til þess að sitjandi forseti, Megawati Sukarnoputri, bíði lægri hlut og að Susilo Bambang Júd-hojono, hershöfðingi og fyrrverandi öryggismálaráðherra, verði kjörinn forseti. Hann hefur um 20 prósenta forskot á Sukarnoputri. Erlent 13.10.2005 14:22 Þrjár breytingar í frumvarpinu Ný fjölmiðlalög verða lög fyrir Alþingi í dag. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að afturkalla lögin sem samþykkt voru 24. maí og forsetinn hafði skotið til þjóðarinnar. Þetta útspil ríkisstjórnarinnar þýðir að engin þjóðaratkvæðagreiðsla verður um málið. Innlent 13.10.2005 14:22 Vill ná sáttum Össur Skarphéðinsson, segir að enn sé hægt að ná sáttum um fjölmiðlafrumvarpið, þótt framkoma ríkisstjórnarinnar í málinu sé með eindæmum. Össur hefur verið í fremstu víglínu þeirra sem berjast gegn fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og hann er ekki hrifinn af þessum nýjasta gjörningi ríkisstjórnarinna. Innlent 13.10.2005 14:22 Sýndarbreytingar Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa, segir að breytingarnar á fjölmiðlalögum sem kynntar voru af ríkisstjórninni í gær breyti engu. Hann segir að Norðurljós muni halda áfram að undirbúa málshöfðun vegna laganna. Innlent 13.10.2005 14:22 Fjölgar mest á Austurlandi Örlítil hækkun var á gistinóttum í maí á milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í ár voru gistinætur í maí 80.100 en voru 79.739 árið 2003 (0,45%). Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi þar sem þeim fækkaði um rúmlega 6 % og tæplega 3% á Norðurlandi. Innlent 13.10.2005 14:22 Saddam verði líflátinn Þúsundir Kúrda tóku þátt í kröfugöngu í bænum Halabja til að krefjast þess að Saddam Hussein verði tekinn af lífi fyrir að beita efnavopnum gegn íbúum bæjarins. 5.000 manns létu lífið í árás stjórnvalda 1988. Erlent 13.10.2005 14:22 Kom skemmtilega á óvart "Þessi lausn kom skemmtilega á óvart," segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokks, um nýtt frumvarp að lögum um fjölmiðla og ákvörðun þess efnis að fella þau gömlu úr gildi. Innlent 13.10.2005 14:22 Getur leitt til þráteflis Sigurður Líndal lagaprófessor segist ekki geta sagt til um það hvort breytingar á lögum um fjölmiðla geri það að verkum að lögin séu líklegri en áður til að standast stjórnarskrá. Innlent 13.10.2005 14:22 Loftlaust á tónleikum Fjórir gestir á tónleikum Metallicu voru fluttir á slysadeild eftir að þeir féllu í öngvit og tugir áttu erfitt með andardrátt, vegna loftleysis í Egilshöll í gærkvöld. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir þó að allt hafi farið vel fram og gefur tónleikagestum bestu einkunn. Innlent 13.10.2005 14:22 Sumarþing hafið Fundir Alþingis hófust á ný klukkan þrjú í dag. Til stóð að dreifa tveimur frumvörpum, annars vegar stjórnarfrumvarpi um afnám nýsettra fjölmiðlalaga og ný og breytt fjölmiðlalög. Hins vegar frumvarpi formanna stjórnarandstöðunnar um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu um hin fyrri fjölmiðlalög. Innlent 13.10.2005 14:22 « ‹ ›
Hápunktur sumarsins Um tvö hundruð manns voru á fyrstu sumarhátíð hjúkrunar- og endurhæfingaheimilisins Rjóðurs sem haldin var á laugardaginn. Til fagnaðarins var fjölskyldum barnanna sem þar dvelja boðið auk velunnurum Rjóðurs. Innlent 13.10.2005 14:22
Tíu féllu í loftárás Í það minnsta tíu manns létu lífið þegar bandarískar herþotur vörpuðu sprengjum á íbúðarhús í írösku borginni Falluja í gær. Erlent 13.10.2005 14:23
Hlaðmenn boða verkfall Hlaðmenn á breskum flugvöllum hafa samþykkt verkfallsboðun, með yfirgnæfandi meirihluta. Ekki er búið að ákveða hvenær verkfallið á að hefjast, en ef af því verður má búast við miklu öngþveiti og töfum á öllum helstu flugvöllum landsins. Erlent 13.10.2005 14:22
Barroso segir af sér Forsætisráðherra Portúgals, Jose Manuel Durao Barroso, mun líklega segja af sér í dag enda tekur hann bráðlega við forsetaembætti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Næstu þingkosningar eru ekki fyrr en árið 2006 og því er nú leitað eftir nýjum forsætisráðherra. Talið er líklegt að Pedro Santana Lopes, borgarstjóri Lissabon, muni verða fyrir valinu. Erlent 13.10.2005 14:22
Verða að fá kostnaðinn greiddan Ríkarður Másson sýslumaður á Sauðárkróki, segir sýslumannsembætti hans verða galdþrota greiði Landsmótsnefnd UMFÍ ekki 2,4 milljóna króna kostnað við aukna löggæslu á tveimur mótum félagsins. Innlent 13.10.2005 14:22
Sprengjur í skólatöskum Ísraelskir hermenn fundu í dag tvær sjö kílóa sprengjur í skólatöskum, í grennd við þorp á Vesturbakkanum. Ísraelar segja að þess séu mörg dæmi að börn hafi verið notuð til þess að flytja sprengjur frá herteknu svæðunum, yfir til Ísraels. Palestínumenn neita þessu. Erlent 13.10.2005 14:22
Íslenskir dómstólar ekki á tánum Íslensk lög taka af allan vafa um að meinsæri fyrir dómstólum er refsivert og liggja við þungir dómar. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður segir dómstóla ekki vera á tánum gagnvart slíkum brotum. Innlent 13.10.2005 14:22
Kanna hvort frumvarpið sé þinglegt Fyrsta fundi sumarþings lauk með háreysti í þingsölum í gær. Stjórnarandstaðan deildi hart á ríkisstjórnina. Forseti Alþingis lætur kanna hvort nýtt fjölmiðlafrumvarp sé þinglegt. Innlent 13.10.2005 14:23
Fara ekki fram á opinbera rannsókn Félag heyrnarlausra ætlar ekki, að svo stöddu, að fara fram á opinbera rannsókn á því hversu mörg heyrnarlaus börn hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Talskona Stígamóta segir að nýlegur dómur í máli gegn heyrnarlausum manni, feli í sér alvarleg skilaboð út í samfélagið. Innlent 13.10.2005 14:22
Kann að leiða til þráteflis Sigurður Líndal, lagaprófessor, sem varð fyrstur manna til að stinga upp á því að taka fjölmiðlalögin aftur, óttast að eins og að því er staðið, kunni það að leiða til þráteflis á milli forseta og Alþingis. Innlent 13.10.2005 14:22
Stenst enn ekki stjórnarskrá Þrátt fyrir nýjustu breytingar telja lögfræðingarnir Sigurður Líndal og Jakob Möller enn verulega hættu á að fjölmiðlalögin stangist á við stjórnarskrána.Það var raunar Sigurður Líndal sem varpaði fyrstur fram þeirri hugmynd að ríkisstjórnin afturkallaði fjölmiðlalögin og kæmi þannig í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Innlent 13.10.2005 14:22
Syrtir í álinn hjá Yukos Enn syrtir í álinn hjá rússneska olíurisanum Yukos. Lánveitendur fyrirtækisins segja það í vanskilum með lán upp á marga milljarða og gengi bréfa hríðlækkar. Yukos-olíufélagið er í eigu Mikhails Khodorkovsky, sem nú er fyrir rétti sakaður um ýmis fjármálabrot. Erlent 13.10.2005 14:22
Klókur leikur "Ég myndi halda að þetta væri klókur leikur," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði um ákvörðun ríkisstjórnarinnar að afturkalla fjölmiðlalögin. Innlent 13.10.2005 14:22
Nýtt tilfelli kúariðu Ítölsk stjórnvöld hafa staðfest að ein kýr á býli á Mið-Ítalíu hafi greinst með kúariðu. Þetta er fjórða tilfelli kúariðu sem hefur greinst á Ítalíu á árinu og það 121. frá því að prófanir hófust árið 2001. Leitað er að kúariðu í nautgripum sem orðnir eru tveggja og hálfs árs og eru ætlaðir til slátrunar og manneldis. Erlent 13.10.2005 14:22
Áhyggjur af réttarhöldum Saddams Amnesty International hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýsa áhyggjum sínum af réttarhöldunum yfir Saddam Hussein fyrrverandi forseta Íraks. Áhyggjuefni sé að honum og öðrum ákærðum hafi ekki verið boðin lögfræðiaðstoð á fyrsta degi yfirheyrslna. Erlent 13.10.2005 14:22
Fötluð börn í áhættuhópi Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, telur fagnaðarefni ef farið verður ofan í saumana á málefnum heyrnarlausra barna. Innlent 13.10.2005 14:22
Geðveikt í Egilshöllinni Átján þúsund manns gafst kostur á að kaupa sér miða á tónleika Metallicu sem haldnir voru í Egilshöllinni í gær. Þrátt fyrir að nokkrir miðar voru óseldir, voru þetta stærstu innitónleikar sem nokkurn tímann hafa verið haldnir á Íslandi. Innlent 13.10.2005 14:22
Þingfundi lauk með hvelli Það fór allt í háaloft á Alþingi í dag þegar Halldór Blöndal sleit þingi þrátt fyrir hávær mótmæli stjórnarandstöðu sem vildi halda fundinum áfram. Stjórnarandstaðan gerði harða hríð að ríkisstjórninni, á stuttum þingfundi sem hófst klukkan þrjú, í dag, og lauk klukkan hálf fjögur. Innlent 13.10.2005 14:22
Liggur þungt haldinn Forseti Austurríkis liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hjarta hans hætti skyndilega að slá í morgun. Læknum tókst að blása lífi í Thomas Klestil og bjarga þannig lífi hans. Klestil hefur verið forseti Austurríkis í tvö ár og á að láta af því embætti innan nokkurra daga. Erlent 13.10.2005 14:22
Stýrivaxtahækkun skammgóður vermir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segist óttast áframhaldandi verðbólgu og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda til að draga úr spennu í hagkerfinu. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:22
Fyrstu lýðræðiskosningarnar Forseti verður kosinn í Indónesíu í dag í fyrstu lýðræðislegu forsetakosningunum í þessu stærsta múslimaríki heims. Skoðanakannanir benda til þess að sitjandi forseti, Megawati Sukarnoputri, bíði lægri hlut og að Susilo Bambang Júd-hojono, hershöfðingi og fyrrverandi öryggismálaráðherra, verði kjörinn forseti. Hann hefur um 20 prósenta forskot á Sukarnoputri. Erlent 13.10.2005 14:22
Þrjár breytingar í frumvarpinu Ný fjölmiðlalög verða lög fyrir Alþingi í dag. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að afturkalla lögin sem samþykkt voru 24. maí og forsetinn hafði skotið til þjóðarinnar. Þetta útspil ríkisstjórnarinnar þýðir að engin þjóðaratkvæðagreiðsla verður um málið. Innlent 13.10.2005 14:22
Vill ná sáttum Össur Skarphéðinsson, segir að enn sé hægt að ná sáttum um fjölmiðlafrumvarpið, þótt framkoma ríkisstjórnarinnar í málinu sé með eindæmum. Össur hefur verið í fremstu víglínu þeirra sem berjast gegn fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og hann er ekki hrifinn af þessum nýjasta gjörningi ríkisstjórnarinna. Innlent 13.10.2005 14:22
Sýndarbreytingar Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa, segir að breytingarnar á fjölmiðlalögum sem kynntar voru af ríkisstjórninni í gær breyti engu. Hann segir að Norðurljós muni halda áfram að undirbúa málshöfðun vegna laganna. Innlent 13.10.2005 14:22
Fjölgar mest á Austurlandi Örlítil hækkun var á gistinóttum í maí á milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í ár voru gistinætur í maí 80.100 en voru 79.739 árið 2003 (0,45%). Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi þar sem þeim fækkaði um rúmlega 6 % og tæplega 3% á Norðurlandi. Innlent 13.10.2005 14:22
Saddam verði líflátinn Þúsundir Kúrda tóku þátt í kröfugöngu í bænum Halabja til að krefjast þess að Saddam Hussein verði tekinn af lífi fyrir að beita efnavopnum gegn íbúum bæjarins. 5.000 manns létu lífið í árás stjórnvalda 1988. Erlent 13.10.2005 14:22
Kom skemmtilega á óvart "Þessi lausn kom skemmtilega á óvart," segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokks, um nýtt frumvarp að lögum um fjölmiðla og ákvörðun þess efnis að fella þau gömlu úr gildi. Innlent 13.10.2005 14:22
Getur leitt til þráteflis Sigurður Líndal lagaprófessor segist ekki geta sagt til um það hvort breytingar á lögum um fjölmiðla geri það að verkum að lögin séu líklegri en áður til að standast stjórnarskrá. Innlent 13.10.2005 14:22
Loftlaust á tónleikum Fjórir gestir á tónleikum Metallicu voru fluttir á slysadeild eftir að þeir féllu í öngvit og tugir áttu erfitt með andardrátt, vegna loftleysis í Egilshöll í gærkvöld. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir þó að allt hafi farið vel fram og gefur tónleikagestum bestu einkunn. Innlent 13.10.2005 14:22
Sumarþing hafið Fundir Alþingis hófust á ný klukkan þrjú í dag. Til stóð að dreifa tveimur frumvörpum, annars vegar stjórnarfrumvarpi um afnám nýsettra fjölmiðlalaga og ný og breytt fjölmiðlalög. Hins vegar frumvarpi formanna stjórnarandstöðunnar um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu um hin fyrri fjölmiðlalög. Innlent 13.10.2005 14:22