Fréttir

Fréttamynd

Greina nýtt tilfelli kúariðu

Ítölsk stjórnvöld hafa staðfest að ein kýr á býli á Mið-Ítalíu hafi greinst með kúariðu. Þetta er fjórða tilfelli kúariðu sem hefur greinst á Ítalíu á árinu og það 121.

Erlent
Fréttamynd

Hápunktur sumarsins

Um tvö hundruð manns voru á fyrstu sumarhátíð hjúkrunar- og endurhæfingaheimilisins Rjóðurs sem haldin var á laugardaginn. Til fagnaðarins var fjölskyldum barnanna sem þar dvelja boðið auk velunnurum Rjóðurs.

Innlent
Fréttamynd

Tíu féllu í loftárás

Í það minnsta tíu manns létu lífið þegar bandarískar herþotur vörpuðu sprengjum á íbúðarhús í írösku borginni Falluja í gær.

Erlent
Fréttamynd

Hlaðmenn boða verkfall

Hlaðmenn á breskum flugvöllum hafa samþykkt verkfallsboðun, með yfirgnæfandi meirihluta. Ekki er búið að ákveða hvenær verkfallið á að hefjast, en ef af því verður má búast við miklu öngþveiti og töfum á öllum helstu flugvöllum landsins.

Erlent
Fréttamynd

Barroso segir af sér

Forsætisráðherra Portúgals, Jose Manuel Durao Barroso, mun líklega segja af sér í dag enda tekur hann bráðlega við forsetaembætti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Næstu þingkosningar eru ekki fyrr en árið 2006 og því er nú leitað eftir nýjum forsætisráðherra. Talið er líklegt að Pedro Santana Lopes, borgarstjóri Lissabon, muni verða fyrir valinu.

Erlent
Fréttamynd

Verða að fá kostnaðinn greiddan

Ríkarður Másson sýslumaður á Sauðárkróki, segir sýslumannsembætti hans verða galdþrota greiði Landsmótsnefnd UMFÍ ekki 2,4 milljóna króna kostnað við aukna löggæslu á tveimur mótum félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Sprengjur í skólatöskum

Ísraelskir hermenn fundu í dag tvær sjö kílóa sprengjur í skólatöskum, í grennd við þorp á Vesturbakkanum. Ísraelar segja að þess séu mörg dæmi að börn hafi verið notuð til þess að flytja sprengjur frá herteknu svæðunum, yfir til Ísraels. Palestínumenn neita þessu.

Erlent
Fréttamynd

Íslenskir dómstólar ekki á tánum

Íslensk lög taka af allan vafa um að meinsæri fyrir dómstólum er refsivert og liggja við þungir dómar. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður segir dómstóla ekki vera á tánum gagnvart slíkum brotum.

Innlent
Fréttamynd

Kanna hvort frumvarpið sé þinglegt

Fyrsta fundi sumarþings lauk með háreysti í þingsölum í gær. Stjórnarandstaðan deildi hart á ríkisstjórnina. Forseti Alþingis lætur kanna hvort nýtt fjölmiðlafrumvarp sé þinglegt.

Innlent
Fréttamynd

Fara ekki fram á opinbera rannsókn

Félag heyrnarlausra ætlar ekki, að svo stöddu, að fara fram á opinbera rannsókn á því hversu mörg heyrnarlaus börn hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Talskona Stígamóta segir að nýlegur dómur í máli gegn heyrnarlausum manni, feli í sér alvarleg skilaboð út í samfélagið.

Innlent
Fréttamynd

Kann að leiða til þráteflis

Sigurður Líndal, lagaprófessor, sem varð fyrstur manna til að stinga upp á því að taka fjölmiðlalögin aftur, óttast að eins og að því er staðið, kunni það að leiða til þráteflis á milli forseta og Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Stenst enn ekki stjórnarskrá

Þrátt fyrir nýjustu breytingar telja lögfræðingarnir Sigurður Líndal og Jakob Möller enn verulega hættu á að fjölmiðlalögin stangist á við stjórnarskrána.Það var raunar Sigurður Líndal sem varpaði fyrstur fram þeirri hugmynd að ríkisstjórnin afturkallaði fjölmiðlalögin og kæmi þannig í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Syrtir í álinn hjá Yukos

Enn syrtir í álinn hjá rússneska olíurisanum Yukos. Lánveitendur fyrirtækisins segja það í vanskilum með lán upp á marga milljarða og gengi bréfa hríðlækkar. Yukos-olíufélagið er í eigu Mikhails Khodorkovsky, sem nú er fyrir rétti sakaður um ýmis fjármálabrot.

Erlent
Fréttamynd

Lagalega umdeilanlegt

"Þetta er lausn sem er upphaflega komin frá Sigurði Líndal en þá var gert ráð fyrir að lögin yrðu dregin til baka," segir Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði.

Innlent
Fréttamynd

Ekki frestað til haustsins

Davíð Oddsson forsætisráðherra segir ekki koma til greina að fresta samþykkt nýrra fjölmiðlalaga til haustsins eins og stjórnarandstaðan vill. Í sama streng tekur Halldór Ásgrímsson. Stjórnarandstöðunni býðst að skipa fulltrúa í fjölmiðlanefnd sem tekur til starfa með haustinu.

Innlent
Fréttamynd

Óður maður í banka

Tveir lögreglumenn særðust lífshættulega þegar vopnaður maður fór inn á skrifstofu banka í Zürich í morgun og hóf skothríð. Eftir að hafa skotið á starfsmenn bankans og lögreglumenn framdi maðurinn sjálfsmorð. Skotmaðurinn var sjálfur starfsmaður í bankanum og er talið að rekja megi skotárásina til deilna á vinnustað.

Erlent
Fréttamynd

Vill sjá sátt

"Ég legg mikið upp úr því að menn vinni að málinu á næstunni þannig að um það ríki bærileg sátt," segir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, um nýtt frumvarp að lögum um fjölmiðla.

Innlent
Fréttamynd

Á ekki von á miklum umræðum

Davíð Oddsson forsætisráðherra, á ekki von á miklum umræðum um nýja frumvarpið, eins og urðu um það fyrra, þar sem þingmenn séu nú þegar búnir að ræða efnisatriðin í þaula.

Innlent
Fréttamynd

Börn í herfangelsum

Bandaríkjamenn eru sakaðir um að halda allt að hundrað börnum og ungmennum í herfangelsum í Írak. Hermenn eru sagðir hafa misnotað börnin og beitt þau ofbeldi. Þýskur fréttaskýringaþáttur svipti hulunni af þessu, og byggir frétt sína á frásögn ónafngreinds starfsmanns bandarísku herleyniþjónustunnar.

Erlent
Fréttamynd

Umferðaröryggi fyrir ferðamenn

Gefinn hefur verið út bæklingur fyrir erlenda ferðamenn um umferðaröryggi. Að útgáfunni standa Slysavarnafélagið Landsbjörg, Umferðastofa, Umhverfisstofnun og Vegagerðin, en hingað til hafa upplýsingar um akstur á Íslandi hafa ekki verið til nægilegar aðgengilegar fyrir ferðamenn.

Innlent
Fréttamynd

Þremur nótum bætt við

Tvær nótur bættust við heimsins lengsta tónverk í mannlausri kirkju í Þýskalandi í gær. Flutningur tónverksins hófst fyrir þremur árum en hann mun í heild taka 639 ár.

Erlent
Fréttamynd

LSH vill skoða tillögur um stokk

Fulltrúar stjórnarnefndar Landspítalans háskólasjúkrahúss segja mikilvægt að skoða allar tillögur um færslu Hringbrautar, þótt framkvæmdir séu þegar hafnar. Stjórnarnefndin hitti í dag fulltrúa Höfuðborgarsamtakanna og Samtaka um betri byggð, sem telja bestu lausnina að setja Hringbraut í 600 metra opinn stokk.

Innlent
Fréttamynd

Mun fara dómstólaleiðina

Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, segir ljóst að fyrirtækið muni fara dómstólaleiðina til þess að fá hinu nýja fjölmiðlafrumvarpi hnekkt, ef það þá verður samþykkt. Hann segir viðbrögð sín svipuð og þegar fyrra frumvarpið var sett fram enda sé útgáfan nú ekki skárri.

Innlent
Fréttamynd

Engar forsendur til að hafna

Davíð Oddsson forsætisráðherra segir engar forsendur til þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafni þessum lögum. "Enda væri þá kominn upp skrípaleikur í landi sem ég held að enginn vilji stuðla að."

Innlent
Fréttamynd

Vandi framhaldsskóla leystur

Vandi framhaldsskólanna hefur verið leystur með fjárveitingu úr fjáraukalögum, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra. Gagnrýnt hefur verið að fjárveitingu vanti fyrir allt að 700 nemendur, sem sótt hafa um framhaldsskólanám næsta haust, en skólastjórnendur segja þennan vanda hafa verið fyrirsjáanlegan, en lítið hafi verið að gert.

Innlent
Fréttamynd

Sæplast gerir stóran samning

Sæplast hefur gert einn stærsta sölusamning sinn til þessa við þýskt fiskvinnslufyrirtæki. Euro-Baltic Fischverarbeitungs á þýsku eyjunni Rügen í Eystrasalti, hefur gert samning um kaup á 3.000 kerum, sem verða framleidd í verksmiðju Sæplasts á Dalvík.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óvíst um þinghald í dag

Óvíst er um þinghald í dag og á morgun. Samkvæmt þingsköpum þarf að leita afbrigða svo hægt sé að ræða nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um fjölmiðla í dag. Allt stefnir í að þingfundur klukkan þrjú verði eingöngu útbýtingarfundur og umræða um frumvarpið verði ekki fyrr en á miðvikudag.

Innlent
Fréttamynd

Brotist inn í sjö flutningabíla

Brotist var inn í sjö stóra flutningabíla, við Klettagarða, í fyrrinótt, og stolið úr þeim hljómtækjum og öðrum verðmætum.  Í öllum tilfellum var brotin hliðarrúða í bílunum. Kannski hafa þjófarnir ekki verið mjög vanir, því í einhverjum tilfellum höfðu þeir skriðið inn um brotna rúðuna, í stað þess að teygja sig inn og taka hurðina úr lás.

Innlent
Fréttamynd

Auðkífingur veiðir lunda

Dularfullur rússneskur auðkýfingur, sem hér er á ferð, sparaði sér klifrið upp í Bjarnarey, þegar hann hélt þangað til lundaveiða í fyrradag, og lét þyrlu flytja sig og fylgdarlið sitt út í eyna. Þar náði hann að veiða nokkra lunda í soðið áður en þyrlan sótti þá aftur, og lenti við Höfðaból í Eyjum. Þar var lundinn matreiddur og snæddur að hætti Eyjamanna.

Innlent