Fréttir Kannar hvort frumvarp sé þinglegt Halldór Blöndal, þingforseti, hefur fallist á að kanna hvort nýja fjölmiðlafrumvarpið sé þinglegt, eða ekki. Stjórnarandstaðan gerði harða hríð að ríkisstjórninni, á þingi í gær. Afturköllun gamla fjölmiðlafrumvarpsins og framlagning hins nýja, var fordæmd og Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna spurði hvort frumvarpið væri þinglegt. Innlent 13.10.2005 14:23 Jón Baldvin kærði ekki Jón Baldvin Hannibalsson sagði í DV í gær að Marco Brancaccio hefði hótað að drepa bæði hann og Bryndísi Schram ef hann fengi ekki barn Snæfríðar, dóttur Jón Baldvins, afhent. Jón Baldvin segist ekki hafa kært hótanir Marcos. </font /> Innlent 13.10.2005 14:23 Örn óheppileg fyrirmynd Mér finnst þetta afar óheppilegt," segir Þorgrímur Þráinsson, sviðsstjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð, um það að Örn Arnarson sundkappi hefur opinberlega viðurkennt að hafa notað munntóbak nokkur ár þrátt fyrir að hafa komið fram í tóbaksvarnarauglýsingum. Innlent 13.10.2005 14:23 Rauður úrgangur í Elliðaá Elliðaárnar við Geirsnef urðu heldur óhugnanlegar á að líta í dag. Bilun í setþróm steypustöðvarinnar BM-Vallár olli því að torkennilegur rauður vökvi barst í árnar. Efnið reyndist skaðlaust en ýmsum brá við þessa sjón. Innlent 13.10.2005 14:23 Sýslumannsembættið í þrot Sýslumannsembættið á Sauðárkróki stefnir í fjárhagslegt þrot, ef mótshaldarar Landsmóts ungmennafélaganna vilja ekki greiða löggæslukostnað við mótið, eins og þeir hafa hótað. Framkvæmdastjóri mótsins hefur látið hafa það eftir sér á opinberum vettvangi að fyrr muni hann sitja sekt af sér í fangelsi, en að greiða löggæslukostnað. Innlent 13.10.2005 14:23 Veiðar á Hrefnu nánast óþarfar Hafrannsóknastofnun ætlar síðsumars að gera tilraunir til að fylgjast með ferðum hrefna hér við land sem gæti orðið undanfari þess að veiðar yrðu nánast óþarfar til að fylgjast með lífsháttum stofnsins. Innlent 13.10.2005 14:23 Húsið að veði í kosningabaráttunni Viktor Yushchenko, óháður frambjóðandi til embættis forseta Úkraínu, hefur hafnað öllum fjárframlögum stjórnmálaflokka og hyggst fjármagna baráttu sína sjálfur. Til þess hefur hann tekið lán og lagt húsið sitt að veði. Með þessu er hann talinn vilja sýna að hann sé hafinn yfir spillingu sem er landlæg í Úkraínu. Erlent 13.10.2005 14:23 Þrettán létust í sprengjuárás Þrettán manns létu lífið og tugir særðust þegar bílasprengja sprakk í bænum Khalis, norðaustur af Bagdad. Fórnarlömb árásarinnar voru viðstödd minningarathöfn um tvo einstaklinga sem létu lífið í skotárás vígamanna á sunnudag. Þá var ráðist á heimili embættismanns, tveir skotnir til bana og tveir særðir skotsárum. Erlent 13.10.2005 14:23 Banaslys í Skutulsfirði Níu ára stúlka beið bana þegar hún hrapaði í fjallinu Kubbanum ofan Holtahverfis á Ísafirði á þriðja tímanum í dag. Fjallið Kubbi er í botni Skutulsfjarðar og gnæfir yfir byggðinni í botni fjarðarins. Stúlkan, sem var til heimilis á höfuðborgarsvæðinu og gestkomandi á Ísafirði, hafði ásamt frænda sínum á sama aldri farið í göngu upp í hlíðar fjallsins. Innlent 13.10.2005 14:23 Höfðu útilokað afturköllun Sjálfstæðismenn höfðu skoðað þann möguleika að afturkalla fjölmiðlalögin - en útilokað hann. Fyrir fáeinum dögum töldu þeir það ekki standast stjórnarskrá. Dómsmálaráðherra hefur sagt að afturköllun laga væru brellibrögð. Innlent 13.10.2005 14:23 Gæsluvarðhald framlengt Gæsluvarðhald hefur verið framlangt til 27. september, yfir konunni sem grunuð er um að hafa ráðið dóttur sinni bana, á Hagamel í lok maí. Konan er vistuð á réttargeðdeildinni að Sogni. Játning liggur ekki fyrir, en lögreglan segir að rannsókn sé á lokastigi. Innlent 13.10.2005 14:23 Grunaður um að hafa banað konu Karlmaður um fertugt er í haldi lögreglunnar í Reykjavík vegna gruns um að hafa ráðið fyrrverandi sambýliskonu sinni bana. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum í dag. Innlent 13.10.2005 14:23 Edwards varaforsetaefni Kerrys John Kerry, forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum, valdi fyrir stundu John Edwards varaforsetaefni sitt. Edwards keppti við Kerry um tilnefningu sem forsetaframbjóðandi. Undanfarið hefur hann gert sitt ítrasta til að styðja framboð Kerrys, stjórnað fjáröflunarsamkomum og á köflum þótt helst til ákafur. Erlent 13.10.2005 14:23 Telja gagnrýni ósanngjarna Gagnrýni höfuðborgarsamtakanna á færslu Hringbrautar, er ósanngjörn og tillögur þeirra ganga ekki upp, segir formaður borgarráðs. Sjálfstæðismenn telja núverandi forsendur framkvæmdanna óskynsamlegar og vilja að málið verði skoðað betur. Innlent 13.10.2005 14:23 Staðan nú allt önnur Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að staðan nú sé allt önnur, en þegar hann sagði það vera brellu að afturkalla fjölmiðlalögin. Eftir að ljóst varð að ekki yrði af þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur lagt fram nýtt fjölmiðlafrumvarp, hefur mikið verið vitnað í orð Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, sem hann skrifaði á heimasíðu sína þriðja júní síðastliðinn. Innlent 13.10.2005 14:23 Hungursneyð í 23 ríkjum Svo kann að fara að hungursneyð setji mark sitt á 23 Afríkuríki, sunnan Saharaeyðimerkurinnar, í sumar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þar segir að þrátt fyrir að ekki sé þörf fyrir jafn mikla matvælaaðstoð og í fyrra líði milljónir samt sem áður skort. Erlent 13.10.2005 14:23 Vonir um samkomulag Vonir eru bundnar við að á næstu dögum náist samkomulag um meginlínur í áframhaldandi viðræðum um alþjóðaviðskipti með landbúnaðarafurðir. Takist það hafa menn blásið lífi í viðræður sem stöðnuðu eftir að ráðherrafundi Alþjóða viðskiptastofnunarinnar í september lauk án samkomulags. Innlent 13.10.2005 14:23 Davíð ítrekar stuðning við innrás Nýlokið er fundi þeirra George Bush, forseta Bandaríkjanna, og Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, í Hvíta húsinu í Washington. Á fréttamannafundi fyrir stundu kom fram að engin niðurstaða hefði fengist í málið í viðræðum þjóðarleiðtoganna, en Bush tók fram að Davíð hefði sótt mál sitt af krafti. Innlent 13.10.2005 14:23 Strangt eftirlit með skipum Norðmenn passa vel upp á íslensk skip sem eru á síldveiðum við Svalbarða, að sögn forráðamanna Samherja hf. Vilhelm Þorsteinsson EA11 hefur verið við síldveiðar í lögsögu Svalbarða undanfarinn hálfa mánuð eða frá mánudagskvöldinu 21. júní síðastliðinn. Innlent 13.10.2005 14:23 Gamalt ákvæði í nýju frumvarpi Útvarpsréttarnefnd getur afturkallað leyfi til útvarpsrekstrar áður en útvarpsleyfi falla úr gildi, verði skilyrðum um eignarhald ekki mætt innan þriggja ára, samkvæmt nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta ákvæði var fellt úr fyrra frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Formaður Framsóknarflokksins sagði þá, að hann væri öruggari með að frumvarpið stæðist stjórnarskrá. Innlent 13.10.2005 14:23 Kvótinn 220 þúsund tonnum minni Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn á sumar- og haustvertíðinni verði aðeins 335 þúsund tonn, sem er 220 þúsund tonnum minni upphafskvóti en í fyrra. Innlent 13.10.2005 14:23 Milli heims og helju Líf forseta Austurríkis, Thomasar Klestils, hangir á bláþræði eftir að hann fékk tvö öflug hjartaáföll. Líffæri hans eru að gefa sig og ástandið er, að sögn lækna, mjög alvarlegt. Þeir telja næsta sólarhring leiða í ljós hvort að Klestil lifir af eður ei. Erlent 13.10.2005 14:23 Viðbragðstími styttur Tilkynningarskyldan hefur stytt viðbragðstíma um helming gefi sjálfvirki tilkynningabúnaður í bátum ekki frá sér merki. Innlent 13.10.2005 14:23 Reiðubúnir fyrir aðild "Evrópusambandið myndi vilja sjá Búlgaríu skrifa undir aðildarsamninga sem fyrst," sagði Pat Cox, fráfarandi forseti þings Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu. Cox hafði þá fundað með Ognian Gerdjikov, forseta búlgarska þingsins. Erlent 13.10.2005 14:23 Vinnuálag í Latabæ Vegna vinnulags hefur margoft þurft að breyta framleiðsluáætlunum sjónvarpsverkefnisins í Latabæ sem er það viðamesta og dýrasta á öllum Norðurlöndum þetta árið. </font /> Innlent 13.10.2005 14:23 Eitthvað annað vaki fyrir forseta Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef forsetinn neiti að staðfesta ný fjölmiðlalög sé ljóst að fyrir honum vaki annað en það sem hann hélt fram í upphafi. Hann verði þá kominn enn meira á kaf í stjórnmáladeilur samtímans, en áður. Innlent 13.10.2005 14:23 Vel heppnuð humarhátíð Gestir á Humarhátíð á Höfn um helgina voru í kringum þrjú þúsund og heppnaðist hátíðin vel. Innlent 13.10.2005 14:22 Brotist inn í sjö flutningabíla Brotist var inn í sjö stóra flutningabíla, við Klettagarða, í fyrrinótt, og stolið úr þeim hljómtækjum og öðrum verðmætum. Í öllum tilfellum var brotin hliðarrúða í bílunum. Kannski hafa þjófarnir ekki verið mjög vanir, því í einhverjum tilfellum höfðu þeir skriðið inn um brotna rúðuna, í stað þess að teygja sig inn og taka hurðina úr lás. Innlent 13.10.2005 14:22 Auðkífingur veiðir lunda Dularfullur rússneskur auðkýfingur, sem hér er á ferð, sparaði sér klifrið upp í Bjarnarey, þegar hann hélt þangað til lundaveiða í fyrradag, og lét þyrlu flytja sig og fylgdarlið sitt út í eyna. Þar náði hann að veiða nokkra lunda í soðið áður en þyrlan sótti þá aftur, og lenti við Höfðaból í Eyjum. Þar var lundinn matreiddur og snæddur að hætti Eyjamanna. Innlent 13.10.2005 14:22 Rétti frestað vegna veikinda Fresta varð réttarhaldi yfir Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, í morgun þar sem Milosevic er veikur. Saksóknarar vilja að honum verði skipaður verjandi og málinu haldið áfram. Erlent 13.10.2005 14:22 « ‹ ›
Kannar hvort frumvarp sé þinglegt Halldór Blöndal, þingforseti, hefur fallist á að kanna hvort nýja fjölmiðlafrumvarpið sé þinglegt, eða ekki. Stjórnarandstaðan gerði harða hríð að ríkisstjórninni, á þingi í gær. Afturköllun gamla fjölmiðlafrumvarpsins og framlagning hins nýja, var fordæmd og Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna spurði hvort frumvarpið væri þinglegt. Innlent 13.10.2005 14:23
Jón Baldvin kærði ekki Jón Baldvin Hannibalsson sagði í DV í gær að Marco Brancaccio hefði hótað að drepa bæði hann og Bryndísi Schram ef hann fengi ekki barn Snæfríðar, dóttur Jón Baldvins, afhent. Jón Baldvin segist ekki hafa kært hótanir Marcos. </font /> Innlent 13.10.2005 14:23
Örn óheppileg fyrirmynd Mér finnst þetta afar óheppilegt," segir Þorgrímur Þráinsson, sviðsstjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð, um það að Örn Arnarson sundkappi hefur opinberlega viðurkennt að hafa notað munntóbak nokkur ár þrátt fyrir að hafa komið fram í tóbaksvarnarauglýsingum. Innlent 13.10.2005 14:23
Rauður úrgangur í Elliðaá Elliðaárnar við Geirsnef urðu heldur óhugnanlegar á að líta í dag. Bilun í setþróm steypustöðvarinnar BM-Vallár olli því að torkennilegur rauður vökvi barst í árnar. Efnið reyndist skaðlaust en ýmsum brá við þessa sjón. Innlent 13.10.2005 14:23
Sýslumannsembættið í þrot Sýslumannsembættið á Sauðárkróki stefnir í fjárhagslegt þrot, ef mótshaldarar Landsmóts ungmennafélaganna vilja ekki greiða löggæslukostnað við mótið, eins og þeir hafa hótað. Framkvæmdastjóri mótsins hefur látið hafa það eftir sér á opinberum vettvangi að fyrr muni hann sitja sekt af sér í fangelsi, en að greiða löggæslukostnað. Innlent 13.10.2005 14:23
Veiðar á Hrefnu nánast óþarfar Hafrannsóknastofnun ætlar síðsumars að gera tilraunir til að fylgjast með ferðum hrefna hér við land sem gæti orðið undanfari þess að veiðar yrðu nánast óþarfar til að fylgjast með lífsháttum stofnsins. Innlent 13.10.2005 14:23
Húsið að veði í kosningabaráttunni Viktor Yushchenko, óháður frambjóðandi til embættis forseta Úkraínu, hefur hafnað öllum fjárframlögum stjórnmálaflokka og hyggst fjármagna baráttu sína sjálfur. Til þess hefur hann tekið lán og lagt húsið sitt að veði. Með þessu er hann talinn vilja sýna að hann sé hafinn yfir spillingu sem er landlæg í Úkraínu. Erlent 13.10.2005 14:23
Þrettán létust í sprengjuárás Þrettán manns létu lífið og tugir særðust þegar bílasprengja sprakk í bænum Khalis, norðaustur af Bagdad. Fórnarlömb árásarinnar voru viðstödd minningarathöfn um tvo einstaklinga sem létu lífið í skotárás vígamanna á sunnudag. Þá var ráðist á heimili embættismanns, tveir skotnir til bana og tveir særðir skotsárum. Erlent 13.10.2005 14:23
Banaslys í Skutulsfirði Níu ára stúlka beið bana þegar hún hrapaði í fjallinu Kubbanum ofan Holtahverfis á Ísafirði á þriðja tímanum í dag. Fjallið Kubbi er í botni Skutulsfjarðar og gnæfir yfir byggðinni í botni fjarðarins. Stúlkan, sem var til heimilis á höfuðborgarsvæðinu og gestkomandi á Ísafirði, hafði ásamt frænda sínum á sama aldri farið í göngu upp í hlíðar fjallsins. Innlent 13.10.2005 14:23
Höfðu útilokað afturköllun Sjálfstæðismenn höfðu skoðað þann möguleika að afturkalla fjölmiðlalögin - en útilokað hann. Fyrir fáeinum dögum töldu þeir það ekki standast stjórnarskrá. Dómsmálaráðherra hefur sagt að afturköllun laga væru brellibrögð. Innlent 13.10.2005 14:23
Gæsluvarðhald framlengt Gæsluvarðhald hefur verið framlangt til 27. september, yfir konunni sem grunuð er um að hafa ráðið dóttur sinni bana, á Hagamel í lok maí. Konan er vistuð á réttargeðdeildinni að Sogni. Játning liggur ekki fyrir, en lögreglan segir að rannsókn sé á lokastigi. Innlent 13.10.2005 14:23
Grunaður um að hafa banað konu Karlmaður um fertugt er í haldi lögreglunnar í Reykjavík vegna gruns um að hafa ráðið fyrrverandi sambýliskonu sinni bana. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum í dag. Innlent 13.10.2005 14:23
Edwards varaforsetaefni Kerrys John Kerry, forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum, valdi fyrir stundu John Edwards varaforsetaefni sitt. Edwards keppti við Kerry um tilnefningu sem forsetaframbjóðandi. Undanfarið hefur hann gert sitt ítrasta til að styðja framboð Kerrys, stjórnað fjáröflunarsamkomum og á köflum þótt helst til ákafur. Erlent 13.10.2005 14:23
Telja gagnrýni ósanngjarna Gagnrýni höfuðborgarsamtakanna á færslu Hringbrautar, er ósanngjörn og tillögur þeirra ganga ekki upp, segir formaður borgarráðs. Sjálfstæðismenn telja núverandi forsendur framkvæmdanna óskynsamlegar og vilja að málið verði skoðað betur. Innlent 13.10.2005 14:23
Staðan nú allt önnur Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að staðan nú sé allt önnur, en þegar hann sagði það vera brellu að afturkalla fjölmiðlalögin. Eftir að ljóst varð að ekki yrði af þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur lagt fram nýtt fjölmiðlafrumvarp, hefur mikið verið vitnað í orð Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, sem hann skrifaði á heimasíðu sína þriðja júní síðastliðinn. Innlent 13.10.2005 14:23
Hungursneyð í 23 ríkjum Svo kann að fara að hungursneyð setji mark sitt á 23 Afríkuríki, sunnan Saharaeyðimerkurinnar, í sumar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þar segir að þrátt fyrir að ekki sé þörf fyrir jafn mikla matvælaaðstoð og í fyrra líði milljónir samt sem áður skort. Erlent 13.10.2005 14:23
Vonir um samkomulag Vonir eru bundnar við að á næstu dögum náist samkomulag um meginlínur í áframhaldandi viðræðum um alþjóðaviðskipti með landbúnaðarafurðir. Takist það hafa menn blásið lífi í viðræður sem stöðnuðu eftir að ráðherrafundi Alþjóða viðskiptastofnunarinnar í september lauk án samkomulags. Innlent 13.10.2005 14:23
Davíð ítrekar stuðning við innrás Nýlokið er fundi þeirra George Bush, forseta Bandaríkjanna, og Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, í Hvíta húsinu í Washington. Á fréttamannafundi fyrir stundu kom fram að engin niðurstaða hefði fengist í málið í viðræðum þjóðarleiðtoganna, en Bush tók fram að Davíð hefði sótt mál sitt af krafti. Innlent 13.10.2005 14:23
Strangt eftirlit með skipum Norðmenn passa vel upp á íslensk skip sem eru á síldveiðum við Svalbarða, að sögn forráðamanna Samherja hf. Vilhelm Þorsteinsson EA11 hefur verið við síldveiðar í lögsögu Svalbarða undanfarinn hálfa mánuð eða frá mánudagskvöldinu 21. júní síðastliðinn. Innlent 13.10.2005 14:23
Gamalt ákvæði í nýju frumvarpi Útvarpsréttarnefnd getur afturkallað leyfi til útvarpsrekstrar áður en útvarpsleyfi falla úr gildi, verði skilyrðum um eignarhald ekki mætt innan þriggja ára, samkvæmt nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta ákvæði var fellt úr fyrra frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Formaður Framsóknarflokksins sagði þá, að hann væri öruggari með að frumvarpið stæðist stjórnarskrá. Innlent 13.10.2005 14:23
Kvótinn 220 þúsund tonnum minni Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn á sumar- og haustvertíðinni verði aðeins 335 þúsund tonn, sem er 220 þúsund tonnum minni upphafskvóti en í fyrra. Innlent 13.10.2005 14:23
Milli heims og helju Líf forseta Austurríkis, Thomasar Klestils, hangir á bláþræði eftir að hann fékk tvö öflug hjartaáföll. Líffæri hans eru að gefa sig og ástandið er, að sögn lækna, mjög alvarlegt. Þeir telja næsta sólarhring leiða í ljós hvort að Klestil lifir af eður ei. Erlent 13.10.2005 14:23
Viðbragðstími styttur Tilkynningarskyldan hefur stytt viðbragðstíma um helming gefi sjálfvirki tilkynningabúnaður í bátum ekki frá sér merki. Innlent 13.10.2005 14:23
Reiðubúnir fyrir aðild "Evrópusambandið myndi vilja sjá Búlgaríu skrifa undir aðildarsamninga sem fyrst," sagði Pat Cox, fráfarandi forseti þings Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu. Cox hafði þá fundað með Ognian Gerdjikov, forseta búlgarska þingsins. Erlent 13.10.2005 14:23
Vinnuálag í Latabæ Vegna vinnulags hefur margoft þurft að breyta framleiðsluáætlunum sjónvarpsverkefnisins í Latabæ sem er það viðamesta og dýrasta á öllum Norðurlöndum þetta árið. </font /> Innlent 13.10.2005 14:23
Eitthvað annað vaki fyrir forseta Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef forsetinn neiti að staðfesta ný fjölmiðlalög sé ljóst að fyrir honum vaki annað en það sem hann hélt fram í upphafi. Hann verði þá kominn enn meira á kaf í stjórnmáladeilur samtímans, en áður. Innlent 13.10.2005 14:23
Vel heppnuð humarhátíð Gestir á Humarhátíð á Höfn um helgina voru í kringum þrjú þúsund og heppnaðist hátíðin vel. Innlent 13.10.2005 14:22
Brotist inn í sjö flutningabíla Brotist var inn í sjö stóra flutningabíla, við Klettagarða, í fyrrinótt, og stolið úr þeim hljómtækjum og öðrum verðmætum. Í öllum tilfellum var brotin hliðarrúða í bílunum. Kannski hafa þjófarnir ekki verið mjög vanir, því í einhverjum tilfellum höfðu þeir skriðið inn um brotna rúðuna, í stað þess að teygja sig inn og taka hurðina úr lás. Innlent 13.10.2005 14:22
Auðkífingur veiðir lunda Dularfullur rússneskur auðkýfingur, sem hér er á ferð, sparaði sér klifrið upp í Bjarnarey, þegar hann hélt þangað til lundaveiða í fyrradag, og lét þyrlu flytja sig og fylgdarlið sitt út í eyna. Þar náði hann að veiða nokkra lunda í soðið áður en þyrlan sótti þá aftur, og lenti við Höfðaból í Eyjum. Þar var lundinn matreiddur og snæddur að hætti Eyjamanna. Innlent 13.10.2005 14:22
Rétti frestað vegna veikinda Fresta varð réttarhaldi yfir Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, í morgun þar sem Milosevic er veikur. Saksóknarar vilja að honum verði skipaður verjandi og málinu haldið áfram. Erlent 13.10.2005 14:22