Fréttir Nokkrir slösuðust í nautahlaupinu Nokkrir slösuðust í hinu árlega nautahlaupi í Pamplóna á Spáni í dag sem er hluti af San Fermin hátíðinni sem hefð er fyrir í borginni. Hátíð þessi er griðland fyrir spennufíkla og aðra sem vilja fá líkamlega útrás. Erlent 13.10.2005 14:23 Hundruðir tonna af olíu lekið út Megnið af þeirri olíu sem var um borð í togaranum Guðrúnu Gísladóttur þegar skipið sökk fyrir norðurströnd Noregs fyrir tveimur árum síðan hefur lekið út. Erlent 13.10.2005 14:23 Málmstoðir ástæða hrunsins Málmstoðir sem liggja í steyptu þaki nýju flugstöðvarinnar á Charles deGaulle flugvelli í París er líkast til ástæða þess að þakið hrundi að hluta til í maí og fjórir fórust. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar sem unnið hefur að því að komast að ástæðum hrunsins. Erlent 13.10.2005 14:23 Höfðu mök á sviðinu Tónleikar hljómsveitarinnar Cumshot á Quartstónleikahátíðinni í Kristiansand tóku nokkuð aðra stefnu en tónleikagestir höfðu gert ráð fyrir í upphafi. Skömmu eftir að tónleikarnir hófust kallaði söngvari sveitarinnar par á sviðið. Parið unga afklæddist og byrjaði að hafa mök en hljómsveitin hélt spili sínu áfram. Erlent 13.10.2005 14:23 Hefur ekki játað Maðurinn sem úrskurðaður var í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að hvarfi fyrrverandi sambýliskonur sinnar var yfirheyrður stuttlega fyrir dómi í dag. Að sögn Sigurbjörns Víðis Eggertssonar hjá rannsóknardeild lögreglunnar liggur engin játning fyrir í málinu. Innlent 13.10.2005 14:23 Enn í haldi vegna mannshvarfs Rúmlega fertugur maður, sem var í gærkvöldi handtekinn í tengslum við rannsókn á hvarfi fyrrverandi sambýliskonu hans í Reykjavík á sunnudag, er enn í haldi lögreglunnar og ræðst innan skamms hvort lögreglan krefst gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum. Innlent 13.10.2005 14:23 Þrisvar kallað á þyrlu Tvær erlendar ferðakonur slösuðust í gær og flutti þyrla Landhelgisgæslunnar þær báðar á sjúkrahús. Í fyrra tilvikinu slasaðist tævönsk kona þegar vélsleði hennar valt á Langjökli. Talið er að hún sé mjaðmargrindarbrotin. Innlent 13.10.2005 14:23 Óþolandi óvissa "Það er óþolandi staða að starfa við þessa óvissu. Það þarf að leggja grundvallarlínur fyrir starfsemina og hversu margir starfi við völlinn," segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, um fund Davíðs og Bush. Innlent 13.10.2005 14:23 Einn sótti um stöðuna Aðeins ein umsókn barst samgönguráðuneytinu vegna auglýsingar þeirra um stöðu forstöðumanns Rannsóknarnefndar flugslysa sem auglýst var í vor. Innlent 13.10.2005 14:23 Loðnuveiðar heimilaðar Innan sjávarútvegsráðuneytisins hefur verið ákveðið að heimila loðnuflotanum að veiða rúmlega 220 þúsund lestir af loðnu en undanfarið hefur farið fram ítarleg leit að loðnu. Innlent 13.10.2005 14:23 Þrettán létust í sprengjuárás Þrettán manns létu lífið og tugir særðust þegar bílasprengja sprakk í bænum Khalis, norðaustur af Bagdad. Fórnarlömb árásarinnar voru viðstödd minningarathöfn um tvo einstaklinga sem létu lífið í skotárás vígamanna á sunnudag. Þá var ráðist á heimili embættismanns, tveir skotnir til bana og tveir særðir skotsárum. Erlent 13.10.2005 14:23 Banaslys í Skutulsfirði Níu ára stúlka beið bana þegar hún hrapaði í fjallinu Kubbanum ofan Holtahverfis á Ísafirði á þriðja tímanum í dag. Fjallið Kubbi er í botni Skutulsfjarðar og gnæfir yfir byggðinni í botni fjarðarins. Stúlkan, sem var til heimilis á höfuðborgarsvæðinu og gestkomandi á Ísafirði, hafði ásamt frænda sínum á sama aldri farið í göngu upp í hlíðar fjallsins. Innlent 13.10.2005 14:23 Höfðu útilokað afturköllun Sjálfstæðismenn höfðu skoðað þann möguleika að afturkalla fjölmiðlalögin - en útilokað hann. Fyrir fáeinum dögum töldu þeir það ekki standast stjórnarskrá. Dómsmálaráðherra hefur sagt að afturköllun laga væru brellibrögð. Innlent 13.10.2005 14:23 Gæsluvarðhald framlengt Gæsluvarðhald hefur verið framlangt til 27. september, yfir konunni sem grunuð er um að hafa ráðið dóttur sinni bana, á Hagamel í lok maí. Konan er vistuð á réttargeðdeildinni að Sogni. Játning liggur ekki fyrir, en lögreglan segir að rannsókn sé á lokastigi. Innlent 13.10.2005 14:23 Grunaður um að hafa banað konu Karlmaður um fertugt er í haldi lögreglunnar í Reykjavík vegna gruns um að hafa ráðið fyrrverandi sambýliskonu sinni bana. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum í dag. Innlent 13.10.2005 14:23 Edwards varaforsetaefni Kerrys John Kerry, forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum, valdi fyrir stundu John Edwards varaforsetaefni sitt. Edwards keppti við Kerry um tilnefningu sem forsetaframbjóðandi. Undanfarið hefur hann gert sitt ítrasta til að styðja framboð Kerrys, stjórnað fjáröflunarsamkomum og á köflum þótt helst til ákafur. Erlent 13.10.2005 14:23 Telja gagnrýni ósanngjarna Gagnrýni höfuðborgarsamtakanna á færslu Hringbrautar, er ósanngjörn og tillögur þeirra ganga ekki upp, segir formaður borgarráðs. Sjálfstæðismenn telja núverandi forsendur framkvæmdanna óskynsamlegar og vilja að málið verði skoðað betur. Innlent 13.10.2005 14:23 Staðan nú allt önnur Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að staðan nú sé allt önnur, en þegar hann sagði það vera brellu að afturkalla fjölmiðlalögin. Eftir að ljóst varð að ekki yrði af þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur lagt fram nýtt fjölmiðlafrumvarp, hefur mikið verið vitnað í orð Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, sem hann skrifaði á heimasíðu sína þriðja júní síðastliðinn. Innlent 13.10.2005 14:23 Hungursneyð í 23 ríkjum Svo kann að fara að hungursneyð setji mark sitt á 23 Afríkuríki, sunnan Saharaeyðimerkurinnar, í sumar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þar segir að þrátt fyrir að ekki sé þörf fyrir jafn mikla matvælaaðstoð og í fyrra líði milljónir samt sem áður skort. Erlent 13.10.2005 14:23 Vonir um samkomulag Vonir eru bundnar við að á næstu dögum náist samkomulag um meginlínur í áframhaldandi viðræðum um alþjóðaviðskipti með landbúnaðarafurðir. Takist það hafa menn blásið lífi í viðræður sem stöðnuðu eftir að ráðherrafundi Alþjóða viðskiptastofnunarinnar í september lauk án samkomulags. Innlent 13.10.2005 14:23 Davíð ítrekar stuðning við innrás Nýlokið er fundi þeirra George Bush, forseta Bandaríkjanna, og Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, í Hvíta húsinu í Washington. Á fréttamannafundi fyrir stundu kom fram að engin niðurstaða hefði fengist í málið í viðræðum þjóðarleiðtoganna, en Bush tók fram að Davíð hefði sótt mál sitt af krafti. Innlent 13.10.2005 14:23 Strangt eftirlit með skipum Norðmenn passa vel upp á íslensk skip sem eru á síldveiðum við Svalbarða, að sögn forráðamanna Samherja hf. Vilhelm Þorsteinsson EA11 hefur verið við síldveiðar í lögsögu Svalbarða undanfarinn hálfa mánuð eða frá mánudagskvöldinu 21. júní síðastliðinn. Innlent 13.10.2005 14:23 Ástþór veit ekkert um happdrætti Dómsmálaráðuneytið hefur krafist þess að dregið verði í happdrætti Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda. Innlent 13.10.2005 14:23 Ræða varnarmál í Washington Þungavigtarmenn í Bandaríkjastjórn verða á fundi þeirra Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, og George Bush, forseta Bandaríkjanna, síðdegis. Þar munu þeir ræða framtíð varnarsamstarfs. Innlent 13.10.2005 14:23 Olíuverð hækkar enn Olíuverð hækkaði enn á ný í gær og er nú komið í 39 dollara og 14 sent, sem er hækkun um 1,95 prósent. Meginástæðan er sú að skemmdarverk voru unnin á olíuleiðslum í Írak sem gerði það að verkum að olíuframleiðslan þar minnkaði um helming. Erlent 13.10.2005 14:23 Kannar hvort frumvarp sé þinglegt Halldór Blöndal, þingforseti, hefur fallist á að kanna hvort nýja fjölmiðlafrumvarpið sé þinglegt, eða ekki. Stjórnarandstaðan gerði harða hríð að ríkisstjórninni, á þingi í gær. Afturköllun gamla fjölmiðlafrumvarpsins og framlagning hins nýja, var fordæmd og Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna spurði hvort frumvarpið væri þinglegt. Innlent 13.10.2005 14:23 Jón Baldvin kærði ekki Jón Baldvin Hannibalsson sagði í DV í gær að Marco Brancaccio hefði hótað að drepa bæði hann og Bryndísi Schram ef hann fengi ekki barn Snæfríðar, dóttur Jón Baldvins, afhent. Jón Baldvin segist ekki hafa kært hótanir Marcos. </font /> Innlent 13.10.2005 14:23 Örn óheppileg fyrirmynd Mér finnst þetta afar óheppilegt," segir Þorgrímur Þráinsson, sviðsstjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð, um það að Örn Arnarson sundkappi hefur opinberlega viðurkennt að hafa notað munntóbak nokkur ár þrátt fyrir að hafa komið fram í tóbaksvarnarauglýsingum. Innlent 13.10.2005 14:23 Rauður úrgangur í Elliðaá Elliðaárnar við Geirsnef urðu heldur óhugnanlegar á að líta í dag. Bilun í setþróm steypustöðvarinnar BM-Vallár olli því að torkennilegur rauður vökvi barst í árnar. Efnið reyndist skaðlaust en ýmsum brá við þessa sjón. Innlent 13.10.2005 14:23 Sýslumannsembættið í þrot Sýslumannsembættið á Sauðárkróki stefnir í fjárhagslegt þrot, ef mótshaldarar Landsmóts ungmennafélaganna vilja ekki greiða löggæslukostnað við mótið, eins og þeir hafa hótað. Framkvæmdastjóri mótsins hefur látið hafa það eftir sér á opinberum vettvangi að fyrr muni hann sitja sekt af sér í fangelsi, en að greiða löggæslukostnað. Innlent 13.10.2005 14:23 « ‹ ›
Nokkrir slösuðust í nautahlaupinu Nokkrir slösuðust í hinu árlega nautahlaupi í Pamplóna á Spáni í dag sem er hluti af San Fermin hátíðinni sem hefð er fyrir í borginni. Hátíð þessi er griðland fyrir spennufíkla og aðra sem vilja fá líkamlega útrás. Erlent 13.10.2005 14:23
Hundruðir tonna af olíu lekið út Megnið af þeirri olíu sem var um borð í togaranum Guðrúnu Gísladóttur þegar skipið sökk fyrir norðurströnd Noregs fyrir tveimur árum síðan hefur lekið út. Erlent 13.10.2005 14:23
Málmstoðir ástæða hrunsins Málmstoðir sem liggja í steyptu þaki nýju flugstöðvarinnar á Charles deGaulle flugvelli í París er líkast til ástæða þess að þakið hrundi að hluta til í maí og fjórir fórust. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar sem unnið hefur að því að komast að ástæðum hrunsins. Erlent 13.10.2005 14:23
Höfðu mök á sviðinu Tónleikar hljómsveitarinnar Cumshot á Quartstónleikahátíðinni í Kristiansand tóku nokkuð aðra stefnu en tónleikagestir höfðu gert ráð fyrir í upphafi. Skömmu eftir að tónleikarnir hófust kallaði söngvari sveitarinnar par á sviðið. Parið unga afklæddist og byrjaði að hafa mök en hljómsveitin hélt spili sínu áfram. Erlent 13.10.2005 14:23
Hefur ekki játað Maðurinn sem úrskurðaður var í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að hvarfi fyrrverandi sambýliskonur sinnar var yfirheyrður stuttlega fyrir dómi í dag. Að sögn Sigurbjörns Víðis Eggertssonar hjá rannsóknardeild lögreglunnar liggur engin játning fyrir í málinu. Innlent 13.10.2005 14:23
Enn í haldi vegna mannshvarfs Rúmlega fertugur maður, sem var í gærkvöldi handtekinn í tengslum við rannsókn á hvarfi fyrrverandi sambýliskonu hans í Reykjavík á sunnudag, er enn í haldi lögreglunnar og ræðst innan skamms hvort lögreglan krefst gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum. Innlent 13.10.2005 14:23
Þrisvar kallað á þyrlu Tvær erlendar ferðakonur slösuðust í gær og flutti þyrla Landhelgisgæslunnar þær báðar á sjúkrahús. Í fyrra tilvikinu slasaðist tævönsk kona þegar vélsleði hennar valt á Langjökli. Talið er að hún sé mjaðmargrindarbrotin. Innlent 13.10.2005 14:23
Óþolandi óvissa "Það er óþolandi staða að starfa við þessa óvissu. Það þarf að leggja grundvallarlínur fyrir starfsemina og hversu margir starfi við völlinn," segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, um fund Davíðs og Bush. Innlent 13.10.2005 14:23
Einn sótti um stöðuna Aðeins ein umsókn barst samgönguráðuneytinu vegna auglýsingar þeirra um stöðu forstöðumanns Rannsóknarnefndar flugslysa sem auglýst var í vor. Innlent 13.10.2005 14:23
Loðnuveiðar heimilaðar Innan sjávarútvegsráðuneytisins hefur verið ákveðið að heimila loðnuflotanum að veiða rúmlega 220 þúsund lestir af loðnu en undanfarið hefur farið fram ítarleg leit að loðnu. Innlent 13.10.2005 14:23
Þrettán létust í sprengjuárás Þrettán manns létu lífið og tugir særðust þegar bílasprengja sprakk í bænum Khalis, norðaustur af Bagdad. Fórnarlömb árásarinnar voru viðstödd minningarathöfn um tvo einstaklinga sem létu lífið í skotárás vígamanna á sunnudag. Þá var ráðist á heimili embættismanns, tveir skotnir til bana og tveir særðir skotsárum. Erlent 13.10.2005 14:23
Banaslys í Skutulsfirði Níu ára stúlka beið bana þegar hún hrapaði í fjallinu Kubbanum ofan Holtahverfis á Ísafirði á þriðja tímanum í dag. Fjallið Kubbi er í botni Skutulsfjarðar og gnæfir yfir byggðinni í botni fjarðarins. Stúlkan, sem var til heimilis á höfuðborgarsvæðinu og gestkomandi á Ísafirði, hafði ásamt frænda sínum á sama aldri farið í göngu upp í hlíðar fjallsins. Innlent 13.10.2005 14:23
Höfðu útilokað afturköllun Sjálfstæðismenn höfðu skoðað þann möguleika að afturkalla fjölmiðlalögin - en útilokað hann. Fyrir fáeinum dögum töldu þeir það ekki standast stjórnarskrá. Dómsmálaráðherra hefur sagt að afturköllun laga væru brellibrögð. Innlent 13.10.2005 14:23
Gæsluvarðhald framlengt Gæsluvarðhald hefur verið framlangt til 27. september, yfir konunni sem grunuð er um að hafa ráðið dóttur sinni bana, á Hagamel í lok maí. Konan er vistuð á réttargeðdeildinni að Sogni. Játning liggur ekki fyrir, en lögreglan segir að rannsókn sé á lokastigi. Innlent 13.10.2005 14:23
Grunaður um að hafa banað konu Karlmaður um fertugt er í haldi lögreglunnar í Reykjavík vegna gruns um að hafa ráðið fyrrverandi sambýliskonu sinni bana. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum í dag. Innlent 13.10.2005 14:23
Edwards varaforsetaefni Kerrys John Kerry, forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum, valdi fyrir stundu John Edwards varaforsetaefni sitt. Edwards keppti við Kerry um tilnefningu sem forsetaframbjóðandi. Undanfarið hefur hann gert sitt ítrasta til að styðja framboð Kerrys, stjórnað fjáröflunarsamkomum og á köflum þótt helst til ákafur. Erlent 13.10.2005 14:23
Telja gagnrýni ósanngjarna Gagnrýni höfuðborgarsamtakanna á færslu Hringbrautar, er ósanngjörn og tillögur þeirra ganga ekki upp, segir formaður borgarráðs. Sjálfstæðismenn telja núverandi forsendur framkvæmdanna óskynsamlegar og vilja að málið verði skoðað betur. Innlent 13.10.2005 14:23
Staðan nú allt önnur Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að staðan nú sé allt önnur, en þegar hann sagði það vera brellu að afturkalla fjölmiðlalögin. Eftir að ljóst varð að ekki yrði af þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur lagt fram nýtt fjölmiðlafrumvarp, hefur mikið verið vitnað í orð Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, sem hann skrifaði á heimasíðu sína þriðja júní síðastliðinn. Innlent 13.10.2005 14:23
Hungursneyð í 23 ríkjum Svo kann að fara að hungursneyð setji mark sitt á 23 Afríkuríki, sunnan Saharaeyðimerkurinnar, í sumar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þar segir að þrátt fyrir að ekki sé þörf fyrir jafn mikla matvælaaðstoð og í fyrra líði milljónir samt sem áður skort. Erlent 13.10.2005 14:23
Vonir um samkomulag Vonir eru bundnar við að á næstu dögum náist samkomulag um meginlínur í áframhaldandi viðræðum um alþjóðaviðskipti með landbúnaðarafurðir. Takist það hafa menn blásið lífi í viðræður sem stöðnuðu eftir að ráðherrafundi Alþjóða viðskiptastofnunarinnar í september lauk án samkomulags. Innlent 13.10.2005 14:23
Davíð ítrekar stuðning við innrás Nýlokið er fundi þeirra George Bush, forseta Bandaríkjanna, og Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, í Hvíta húsinu í Washington. Á fréttamannafundi fyrir stundu kom fram að engin niðurstaða hefði fengist í málið í viðræðum þjóðarleiðtoganna, en Bush tók fram að Davíð hefði sótt mál sitt af krafti. Innlent 13.10.2005 14:23
Strangt eftirlit með skipum Norðmenn passa vel upp á íslensk skip sem eru á síldveiðum við Svalbarða, að sögn forráðamanna Samherja hf. Vilhelm Þorsteinsson EA11 hefur verið við síldveiðar í lögsögu Svalbarða undanfarinn hálfa mánuð eða frá mánudagskvöldinu 21. júní síðastliðinn. Innlent 13.10.2005 14:23
Ástþór veit ekkert um happdrætti Dómsmálaráðuneytið hefur krafist þess að dregið verði í happdrætti Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda. Innlent 13.10.2005 14:23
Ræða varnarmál í Washington Þungavigtarmenn í Bandaríkjastjórn verða á fundi þeirra Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, og George Bush, forseta Bandaríkjanna, síðdegis. Þar munu þeir ræða framtíð varnarsamstarfs. Innlent 13.10.2005 14:23
Olíuverð hækkar enn Olíuverð hækkaði enn á ný í gær og er nú komið í 39 dollara og 14 sent, sem er hækkun um 1,95 prósent. Meginástæðan er sú að skemmdarverk voru unnin á olíuleiðslum í Írak sem gerði það að verkum að olíuframleiðslan þar minnkaði um helming. Erlent 13.10.2005 14:23
Kannar hvort frumvarp sé þinglegt Halldór Blöndal, þingforseti, hefur fallist á að kanna hvort nýja fjölmiðlafrumvarpið sé þinglegt, eða ekki. Stjórnarandstaðan gerði harða hríð að ríkisstjórninni, á þingi í gær. Afturköllun gamla fjölmiðlafrumvarpsins og framlagning hins nýja, var fordæmd og Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna spurði hvort frumvarpið væri þinglegt. Innlent 13.10.2005 14:23
Jón Baldvin kærði ekki Jón Baldvin Hannibalsson sagði í DV í gær að Marco Brancaccio hefði hótað að drepa bæði hann og Bryndísi Schram ef hann fengi ekki barn Snæfríðar, dóttur Jón Baldvins, afhent. Jón Baldvin segist ekki hafa kært hótanir Marcos. </font /> Innlent 13.10.2005 14:23
Örn óheppileg fyrirmynd Mér finnst þetta afar óheppilegt," segir Þorgrímur Þráinsson, sviðsstjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð, um það að Örn Arnarson sundkappi hefur opinberlega viðurkennt að hafa notað munntóbak nokkur ár þrátt fyrir að hafa komið fram í tóbaksvarnarauglýsingum. Innlent 13.10.2005 14:23
Rauður úrgangur í Elliðaá Elliðaárnar við Geirsnef urðu heldur óhugnanlegar á að líta í dag. Bilun í setþróm steypustöðvarinnar BM-Vallár olli því að torkennilegur rauður vökvi barst í árnar. Efnið reyndist skaðlaust en ýmsum brá við þessa sjón. Innlent 13.10.2005 14:23
Sýslumannsembættið í þrot Sýslumannsembættið á Sauðárkróki stefnir í fjárhagslegt þrot, ef mótshaldarar Landsmóts ungmennafélaganna vilja ekki greiða löggæslukostnað við mótið, eins og þeir hafa hótað. Framkvæmdastjóri mótsins hefur látið hafa það eftir sér á opinberum vettvangi að fyrr muni hann sitja sekt af sér í fangelsi, en að greiða löggæslukostnað. Innlent 13.10.2005 14:23