Fréttir

Fréttamynd

Segir leikskóla ekki gjaldfrjálsa

Frjálshyggjufélagið segir áform borgarstjóra um að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla innan ársins 2008 einungis millifærslu á fjármunum í gegnum skatta frá þeim sem ekki nýti sér þjónustuna til þeirra sem nýti hana. Í ályktun, sem félagið sendi frá sér í dag, segir að þjónustan sé ekki gjaldfrjáls og með því að bjóða upp á ókeypis leikskóla í borginni sé verið að mismuna þeim sem ekki geti eða vilji eignast börn og hinum sem vilji það og geti.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan ekki beðin um aðstoð

Enn hefur engin formleg beiðni um aðstoð borist hingað til lands frá þýskum lögregluyfirvöldum um aðstoð við rannsókn máls þeirra tveggja skipverja á Hauki ÍS sem handteknir voru í Bremerhaven með mikið magn fíkniefna í fórum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Í verkfalli í þrettán ár

Verkamenn í valhnetuvinnslu í Kaliforníu hafa ákveðið að binda enda á verkfall sem staðið hafði í þrettán og hálft ár. Meðlimir verkalýðsfélagsins lögðu niður störf verksmiðjuna í september 1991 vegna kjaradeilu. Nú hafa þeir loks samþykkt nýjan fimm ára kjarasamning. Flestir eru þeir þó fyrir löngu búnir að ráða sig annað. 

Erlent
Fréttamynd

Áttatíu uppreisnarmönnum banað

Bandarískar og íraskar hersveitir réðust til atlögu við íraska uppreisnarmenn í fyrradag og lyktaði þeim átökum með að 80 skæruliðar lágu í valnum.

Erlent
Fréttamynd

Áratuga málarekstur

Draugar fortíðarinnar halda áfram að elta John Demjanjuk, 84 ára gamlan Bandaríkjamann af úkraínsku bergi brotnu.

Erlent
Fréttamynd

21 prósenta launahækkun

Starfsmenn og eigendur Íslenska járnblendifélagsins hafa samþykkt kjarasamning sín á milli. Samkvæmt samningnum fá starfsmenn félagsins um 21 prósenta launahækkun á samningstímanum.

Innlent
Fréttamynd

Gekk berserksgang á lögreglustöð

Sunnlenskur atvinnurekandi gekk berserksgang á lögreglustöðinni á Selfossi í gær þegar hann ætlaði að sækja þangað íslenskan ökumann sinn sem hafði verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur og með útrunnið ökuskírteini. Hafði ökumaðurinn verið að aka pólskum starfsmanni atvinnurekendans til vinnu í uppsveitum Árnesssýslu en Pólverjinn hafði ekki atvinnuréttindi.

Innlent
Fréttamynd

Meiri þjónusta um páskana en áður

Páskahelgin sem er fram undan verður væntanlega sú síðasta sem verulega verður dregið úr þjónustu lögum samkvæmt en þó verður þjónusta á höfuðborgarsvæðinu heldur meiri nú en verið hefur.

Innlent
Fréttamynd

Konunglegur lögskilnaður

Jóakim Danaprins og Alexandra prinsessa hafa nú sótt um formlegan skilnað, réttu hálfu ári eftir að tilkynnt var að þau væru skilin að borði og sæng.

Erlent
Fréttamynd

Skilyrði til að tryggja jafnræði

Samkeppnisráð hefur sett víðtæk skilyrði fyrir samruna á fjarskipta- og fjölmiðlamörkuðum. Er það gert til að samkeppni við fyrirtækjablokkir Símans og Og Vodafone verði ekki útilokuð og til að tryggja hag neytenda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Maður lést í bílslysi

Ungur ökumaður á nítjánda ári lést í umferðarslysi á Ólafsfjarðarvegi í gær. Slysið varð skammt sunnan við bæinn Rauðuvík í Rauðuvíkurbrekkum. Bíllinn fór fram af háum bakka og lent í stórgrýti í flæðarmálinu. 

Innlent
Fréttamynd

Greip rúðubrjóta í Kópavogi

Lögreglan í Kópavogi handtók fjóra unglingspilta en tveir komust undan eftir að þeir höfðu brotið þrjár rúður í Grunnskólanum við Digranesveg. Vitað er hverjir sluppu en hópurinn er grunaður um að hafa brotið tvær rúður í sama skóla í fyrrakvöld. Þetta eru hrein og klár skemmdarverk, að sögn lögreglu, því piltarnir brutu ekki rúðurnar til að komast inn í skólann.

Innlent
Fréttamynd

Fundu þrjú tundurdufl fyrir norðan

Sprengjusérfræðingar ætla í dag að eyða tveimur tundurduflum sem þeir fundu óvænt við Lambanes á Langanesi í gær þegar þeir voru þar á ferð til að eyða tundurdufli sem lögreglan á Þórshöfn hafði tilkynnt um í fyrradag. Því dufli var eytt í gær, en þá fundust hin tvö. Duflin eru öll frá síðari heimstyrjöldinni en geta enn verið stórhættuleg.

Innlent
Fréttamynd

Verslunarmiðstöð sprengd í Beirút

Tveir týndu lífi þegar sprengja sprakk í verslunarmiðstöð norður af Beirút í Líbanon í morgun. Fimm slösuðust. Veggir verslunarmiðstöðvarinnar þeyttust nánast út og þakið hrundi þegar sprengjan sprakk. Miðstöðin var lokuð þegar atvikið varð og því er talið að ekki hafi fleiri farist. Björgunarsveitir leita þó í rústunum.

Erlent
Fréttamynd

Lést í umferðarslysi við Dalvík

Piltur á nítjánda ári lést þegar bifreið sem hann ók fór fram af hömrum skammt sunnan við Rauðuvík, milli Dalvíkur og Akureyrar. Lögreglu var gert viðvart seinni partinn í dag en ekki er vitað hvenær slysið varð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Dalvík steyptist bíllinn ofan í fjöru. Vegrið eru á vegarkaflanum en þó ekki í allri beygjunni.

Innlent
Fréttamynd

Götum lokað vegna framkvæmda

Nokkrum götum í Reykjavík verður lokað strax eftir páska vegna framkvæmda, annars vegar við Hringbraut og hins vegar við Hlemm. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Síðasta græna svæðið

"Ég er óhress með að eyðileggja eigi eina græna svæðið sem er eftir hér," segir Jóhann Helgason, íbúi við Miðtún sem hefur búið þar í áratug. Hann er ósáttur við að rífa á fimleikahús Ármanns, en þar eiga að rísa fjölbýlishús.

Innlent
Fréttamynd

Sendi ekki veik börn úr landi

Rauði kross Svíþjóðar og samtökin Save the Children hafa hvatt sænsk yfirvöld til þess að hætta við að vísa úr landi 150 börnum sem sótt hafa um hæli og þjást af dularfullum sjúkdómi sem lýsir sér í því að þau hafa engan lífsvilja. Börnin sem komu með foreldrum sínum frá Miðausturlöndum, Balkanskaganum og lýðveldum Sovétríkjanna sálugu neita algerlega að hreyfa sig, tala og nærast og hafa þau fengið næringu í æð.

Erlent
Fréttamynd

Vilja funda með Wolfowitz

Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna hafa áhyggjur af tilnefningu Pauls Wolfowitz sem bankastjóri Alþjóðabankans. Þeir vilja funda með honum til að fá skýringar á því hvernig hann hyggist sinna starfanum. Þetta var ein niðurstaða ráðherrafundar sem nú stendur yfir í Brussel.

Erlent
Fréttamynd

1.200 umsóknir um 46 lóðir

Dregið var úr nær tólf hundruð umsóknum um 46 einbýlishúsalóðir í Hafnarfirði í bæjarráði Hafnarfjarðar á þriðjudagskvöld. Elsti umsækjandinn sem fær úthlutaða lóð er 77 ára gamall en sá yngsti 21 árs. Einnig var dregið úr rétt um 160 umsóknum verktaka í sjö einbýlishús og tvær raðhúsalengjur.

Innlent
Fréttamynd

Sáttur við skilyrði samkeppnisráðs

Samkeppnisráð hefur sett ítarleg skilyrði fyrir samruna Landssímans og Skjás eins, og samruna Og Vodafone og 365 ljósvakamiðla, sem meðal annars reka Stöð 2 og Sýn. Stjórnarformaður fjarskiptafyrirtækisins Hive segist sáttur við skilyrði samkeppnisráðs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Schiavo enn án næringar

Áfrýjunardómstóll í Atlanta í Georgíuríki hafnaði í gær beiðni foreldra Terri Schiavo um að fyrirskipa að henni yrði gefin næring á nýjan leik.

Erlent
Fréttamynd

Skyldaðir í þýskunám

Útlendingum, sem ekki hafa þýsku að móðurmáli, kann að verða gert að taka 300 þýskukennslutíma til að uppfylla skilyrði fyrir varanlegu dvalarleyfi í Austurríki. Kveðið er á um þetta í stjórnarfrumvarpi sem er til umfjöllunar á austurríska þinginu. </font />

Erlent
Fréttamynd

Margt býr í andlitinu

Þorri kvenna kýs menn með mjúka andlitsdrætti enda segir náttúran að þeir séu betri uppalendur. Fáir kjósa sér rekkjunauta sem líkjast þeim sjálfum enda gæti slíkt leitt af sér úrkynjun.

Erlent
Fréttamynd

Segja að Fischer verði sleppt

Bobby Fischer verður sleppt úr haldi og fær ferðafrelsi til þess að fara til Íslands, að því er kemur fram í Kyodo News, en blaðið hefur þetta eftir japanska dómsmálaráðuneytinu. Þetta hefur ekki fengist staðfest en Reuters-fréttastofan greindi frá þessu fyrir stundu.

Erlent
Fréttamynd

Sagður hafa mútað lögmanni

Saksóknari í Mílanó á Ítalíu rannsakar nú ásakanir á hendur Silvio Berlusconi, forsætisráðherra landsins, um að hann hafi mútað breskum lögmanni fyrir að þegja um viðskipti sín við fjölmiðlaveldi Berlusconis.

Erlent
Fréttamynd

Sakfelldur fyrir fjölda smábrota

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi rúmlega tvítugan mann í þriggja mánaða fangelsi í morgun fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um ávana-og fíkniefni. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í mars í fyrra haft í vörslu í bakpoka sínum 0,18 grömm af amfetamíni, sem lögreglan fann við leit eftir að hafa stöðvað bifreð sem hann var farþegi í.

Innlent
Fréttamynd

Háspennustrengur í sundur

Háspennustrengur var grafinn í sundur í Laugardal um ellefuleytið í gær. Rafmagnslaust varð víðast hvar í Teigahverfi, á Sundlaugaveg, DAS-heimilinu, Klettagörðum, Vesturbrún og Viðey. Gert var við strenginn á skömmum tíma og var komið á rafmagn alls staðar nema í Viðey um hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Sæmi og Fischer koma í kvöld

Sæmundur Pálsson, Sæmi rokk, fer í dag til Danmerkur að sækja vin sinn, skákmeistarann Bobby Fischer. Þeir hittast í Danmörku og fljúga saman til Íslands. Þeir ættu að lenda hér á landi í kvöld.

Innlent