Fréttir

Fréttamynd

Sagði að hengja ætti ráðamenn

Fyrstu skilaboð skákmeistarans til heimsbyggðarinnar, eftir að hann var látinn laus úr prísundinni í Japan, var að hengja ætti Bandaríkjaforseta og forsætisráðherra Japans.

Erlent
Fréttamynd

Velur á milli tveggja hótela

Og Fischer þarf stað til að gista á þegar hann kemur til Íslands í kvöld. Starfsmenn tveggja hótela í Reykjavík, eiga von á því að hýsa skáksnillinginn.

Innlent
Fréttamynd

Flutt á sjúkrahús eftir bruna

Kona á sextugsaldri var flutt á slysadeild til skoðunar eftir að eldur kom upp í íbúð hennar á þriðju hæð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði.

Innlent
Fréttamynd

Fundu þrjú tundurdufl fyrir norðan

Sprengjusérfræðingar ætla í dag að eyða tveimur tundurduflum sem þeir fundu óvænt við Lambanes á Langanesi í gær þegar þeir voru þar á ferð til að eyða tundurdufli sem lögreglan á Þórshöfn hafði tilkynnt um í fyrradag. Því dufli var eytt í gær, en þá fundust hin tvö. Duflin eru öll frá síðari heimstyrjöldinni en geta enn verið stórhættuleg.

Innlent
Fréttamynd

Verslunarmiðstöð sprengd í Beirút

Tveir týndu lífi þegar sprengja sprakk í verslunarmiðstöð norður af Beirút í Líbanon í morgun. Fimm slösuðust. Veggir verslunarmiðstöðvarinnar þeyttust nánast út og þakið hrundi þegar sprengjan sprakk. Miðstöðin var lokuð þegar atvikið varð og því er talið að ekki hafi fleiri farist. Björgunarsveitir leita þó í rústunum.

Erlent
Fréttamynd

Lést í umferðarslysi við Dalvík

Piltur á nítjánda ári lést þegar bifreið sem hann ók fór fram af hömrum skammt sunnan við Rauðuvík, milli Dalvíkur og Akureyrar. Lögreglu var gert viðvart seinni partinn í dag en ekki er vitað hvenær slysið varð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Dalvík steyptist bíllinn ofan í fjöru. Vegrið eru á vegarkaflanum en þó ekki í allri beygjunni.

Innlent
Fréttamynd

Götum lokað vegna framkvæmda

Nokkrum götum í Reykjavík verður lokað strax eftir páska vegna framkvæmda, annars vegar við Hringbraut og hins vegar við Hlemm. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Síðasta græna svæðið

"Ég er óhress með að eyðileggja eigi eina græna svæðið sem er eftir hér," segir Jóhann Helgason, íbúi við Miðtún sem hefur búið þar í áratug. Hann er ósáttur við að rífa á fimleikahús Ármanns, en þar eiga að rísa fjölbýlishús.

Innlent
Fréttamynd

Sendi ekki veik börn úr landi

Rauði kross Svíþjóðar og samtökin Save the Children hafa hvatt sænsk yfirvöld til þess að hætta við að vísa úr landi 150 börnum sem sótt hafa um hæli og þjást af dularfullum sjúkdómi sem lýsir sér í því að þau hafa engan lífsvilja. Börnin sem komu með foreldrum sínum frá Miðausturlöndum, Balkanskaganum og lýðveldum Sovétríkjanna sálugu neita algerlega að hreyfa sig, tala og nærast og hafa þau fengið næringu í æð.

Erlent
Fréttamynd

Vilja funda með Wolfowitz

Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna hafa áhyggjur af tilnefningu Pauls Wolfowitz sem bankastjóri Alþjóðabankans. Þeir vilja funda með honum til að fá skýringar á því hvernig hann hyggist sinna starfanum. Þetta var ein niðurstaða ráðherrafundar sem nú stendur yfir í Brussel.

Erlent
Fréttamynd

1.200 umsóknir um 46 lóðir

Dregið var úr nær tólf hundruð umsóknum um 46 einbýlishúsalóðir í Hafnarfirði í bæjarráði Hafnarfjarðar á þriðjudagskvöld. Elsti umsækjandinn sem fær úthlutaða lóð er 77 ára gamall en sá yngsti 21 árs. Einnig var dregið úr rétt um 160 umsóknum verktaka í sjö einbýlishús og tvær raðhúsalengjur.

Innlent
Fréttamynd

Sáttur við skilyrði samkeppnisráðs

Samkeppnisráð hefur sett ítarleg skilyrði fyrir samruna Landssímans og Skjás eins, og samruna Og Vodafone og 365 ljósvakamiðla, sem meðal annars reka Stöð 2 og Sýn. Stjórnarformaður fjarskiptafyrirtækisins Hive segist sáttur við skilyrði samkeppnisráðs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Schiavo enn án næringar

Áfrýjunardómstóll í Atlanta í Georgíuríki hafnaði í gær beiðni foreldra Terri Schiavo um að fyrirskipa að henni yrði gefin næring á nýjan leik.

Erlent
Fréttamynd

Skyldaðir í þýskunám

Útlendingum, sem ekki hafa þýsku að móðurmáli, kann að verða gert að taka 300 þýskukennslutíma til að uppfylla skilyrði fyrir varanlegu dvalarleyfi í Austurríki. Kveðið er á um þetta í stjórnarfrumvarpi sem er til umfjöllunar á austurríska þinginu. </font />

Erlent
Fréttamynd

Margt býr í andlitinu

Þorri kvenna kýs menn með mjúka andlitsdrætti enda segir náttúran að þeir séu betri uppalendur. Fáir kjósa sér rekkjunauta sem líkjast þeim sjálfum enda gæti slíkt leitt af sér úrkynjun.

Erlent
Fréttamynd

Segja að Fischer verði sleppt

Bobby Fischer verður sleppt úr haldi og fær ferðafrelsi til þess að fara til Íslands, að því er kemur fram í Kyodo News, en blaðið hefur þetta eftir japanska dómsmálaráðuneytinu. Þetta hefur ekki fengist staðfest en Reuters-fréttastofan greindi frá þessu fyrir stundu.

Erlent
Fréttamynd

Sagður hafa mútað lögmanni

Saksóknari í Mílanó á Ítalíu rannsakar nú ásakanir á hendur Silvio Berlusconi, forsætisráðherra landsins, um að hann hafi mútað breskum lögmanni fyrir að þegja um viðskipti sín við fjölmiðlaveldi Berlusconis.

Erlent
Fréttamynd

Sakfelldur fyrir fjölda smábrota

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi rúmlega tvítugan mann í þriggja mánaða fangelsi í morgun fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um ávana-og fíkniefni. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í mars í fyrra haft í vörslu í bakpoka sínum 0,18 grömm af amfetamíni, sem lögreglan fann við leit eftir að hafa stöðvað bifreð sem hann var farþegi í.

Innlent
Fréttamynd

Forðuðu stórtjóni í Sundahöfn

Minnstu munaði að stórtjón yrði þegar dráttarvagn, sem átti að flytja áttatíu tonna þungan rafal frá Sundahöfn upp í virkjun Orkuveitu Reykjavíkur við Nesjavelli, gaf sig þegar verið var að draga hann um hringtorgið í Sundahöfn snemma í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Smárúta valt á Sólheimasandi

Sjö svissneskir ferðamenn slösuðust, en allir lítils háttar, þegar smárúta valt á hliðina og hafnaði í skurði á Sólheimasandi í dag. Að sögn lögreglunnar í Vík í Mýrdal voru alls tólf manns í rútunni en bílstjórinn ásamt fjórum ferðamönnum sluppu án meiðsla. Rútan, sem er af gerðinni Ford Econline, var á þjóðvegi númer eitt, hringveginum, þegar skyndilega hvellsprakk á öðru framhjólinu.

Innlent
Fréttamynd

Til Íslands í óþökk Bandaríkjanna

Bobby Fischer er á leiðinni heim til Íslands. Japönsk stjórnvöld ætla að sleppa honum í nótt og þá liggur leiðin hingað til lands, í mikilli óþökk Bandaríkjastjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Lýtaaðgerð fyrir þúsund árum

Íslenskum konum virðist hafa verið eins umhugað um útlitið fyrir þúsund árum og nú. Fyrsta tannviðgerðin sem vitað er um að gerð hafi verið hér á landi var útlitsbætandi aðgerð. Leiða má líkur að því að hún hafi verið sársaukafyllri en nokkuð það sem núlifandi Íslendingar upplifa í stólnum hjá tannlækninum.

Innlent
Fréttamynd

Vorboðar víða um borg

Nú er lóan komin og einnig fyrsti vorboðinn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem huðnan Dásemd bar kiðlingi.

Innlent
Fréttamynd

Vorboði í Húsdýragarðinum

Þeim fjölgar óðum vorboðunum hér á landi, en í gær bar huðnan Dásemd gráflekkóttum kiðlingi í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þetta er fyrsti burður Dásemdar sem fæddist í garðinum vorið 2003. Faðir kiðlingsins, sem er hafur, er hafurinn Kappi.

Innlent
Fréttamynd

Akureyri og Ísafjörður vinsælast

Fjöldi Íslendinga ætlar að leggja land undir fót nú um páskana. Samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands eru vinsælustu viðkomustaðir í innanlandsflugi Ísafjörður og Akureyri, en þar hefur aukaferðum verið bætt við reglubundið flug. Einnig er vel bókað á Egilsstaði. 

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi umsókna um bætiefni

Á annan tug umsókna um leyfi til að setja bætiefni í matvæli hafa borist Umhverfisstofnun eftir að dreifingu Ölgerðarinnar á vítamínbættum Kristal plús var stöðvuð í janúar. Allt árið í fyrra bárust aðeins þrjár umsóknir.

Innlent
Fréttamynd

Staða borgarsjóðs breytist hratt

R-listinn taldi útsvarshækkun um áramótin nauðsynlega til að bæta erfiðan fjárhag borgarsjóðs. Nú, aðeins þremur mánuðum síðar, er svigrúm til að lofa gjaldfrjálsum leikskóla. Kostnaður við það er álíka mikill og sem nemur útsvarshækkuninni.

Innlent
Fréttamynd

Börn reykjandi mæðra vitgrennri

Börn mæðra sem reykja á meðgöngu verða á fullorðinsárum ekki eins greind og börn mæðra sem ekki reykja. Þetta er niðurstaða nýrrar danskrar rannsóknar.

Erlent