Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Stuðmenn fá fullt hús stiga

Það ríkti mikil gleði í Hörpu á föstudags- og laugardagskvöld þegar Stuðmenn fögnuðu þrjátíu ára afmæli myndarinnar Með allt á hreinu og það var vægast sagt áberandi á samskiptasíðunni Facebook um helgina að fólk var almennt ánægt með tónleikana. Friðrik Ómar, Ólafur Páll og Selma Björns lifa og hrærast í tónlistarbransanum - þetta var það sem þau sögðu um Stuðmannatónleikana:

Tónlist
Fréttamynd

Húrra fyrir Retro Stefson

Útgáfutónleikar Retro Stefson voru frábærir. Einlægni, gleði, góðar lagasmíðar og þrusuþétt band fékk stirðustu gamalmenni til að hrista lúna rassa.

Gagnrýni
Fréttamynd

Bæði djörf og saklaus

Söngkonan Taylor Swift, 22 ára, mætti á tónlistarverðlaunahátíðina Teen Awards á Wembley leikvanginn klædd í hvítan kjól með hárið tekið í tagl í Lundúnum í gær. Þá mætti söngkonan nokkrum klukkustundum síðar á svið klædd í stuttar buxur, gegnsæjan topp, með eldrauðan varalit og hárið slegið. Það verður ekki annað sagt en að hún hafi verið sakleysið uppmálað þegar hún sinnti aðdáendum fyrir utan tónleikahöllina en þegar inn var komið og hún mætti á sviðið var hún heldur djarfari.

Tónlist
Fréttamynd

Heimildarmynd sem allir ættu að sjá

Frábær heimildarmynd sem er í senn átakanleg og full af bjartsýni. Palestínski bóndinn Emad Burnat kaupir myndbandsupptökuvél þegar fjórði sonur hans og eiginkonu hans fæðist árið 2005. Hann myndar þó ekki aðeins soninn Gibreel heldur einnig átök íbúa þorpsins Bil'in við ísraelska herinn þegar ræktarland þeirra hverfur undir ólöglega landnemabyggð. Í átökunum eyðileggst hver myndavélin á fætur annarri en Emad lætur það ekki stöðva sig.

Gagnrýni
Fréttamynd

RafKraumur í fyrsta sinn

Hljómsveitin Ghostigital í samstarfi við Kraum tónlistarsjóð heldur tónleika á Faktorý í kvöld, laugardag, undir formerkinu RafKraumur. Það er nýtt samstarfsverkefni með það að markmiði að vinna að framþróun og fræðslu um lifandi flutning raftónlistar. Auk Ghostigital stíga Captain Fufanu og Bypass á svið og einnig plötusnúðarnir Gunni Ewok og Árni Skeng.

Tónlist
Fréttamynd

Erfitt að mynda í 45 tíma á sjó

Heimildarmynd Jóns Karls Helgasonar, Sundið, verður frumsýnd í Bíó Paradís 18. október. Hún fjallar um æsilegar raunir tveggja Íslendinga, Benedikts Lafleur og Benedikts Hjartarsonar, sem keppa að því að verða fyrsti Íslendingurinn til að synda yfir Ermarsundið.

Menning
Fréttamynd

Mumford slær sölumet

Enska hljómsveitin Mumford and Sons hefur slegið sölumetið á þessu ári í Bandaríkjunum með nýjustu plötu sinni Babel. Samkvæmt Billboard hefur hún selst í sex hundruð þúsund eintökum á einni viku og þar með slegið út Believe með Justin Bieber sem seldist í 226 þúsundum.

Tónlist
Fréttamynd

Sveiflast milli léttleika og dramatíkur

It is not a metaphor og Hel haldi sínu nefnast verkin tvö sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld á Stóra sviði Borgarleikhússins. Seinna verkið sækir efnivið í norræna goðafræði og hið fyrra er samið við tónlist Johns Cage í tilefni af 100 ára afmæli hans. Höfundar verkanna eru Cameron Corbett og Jérome Delbey.

Menning
Fréttamynd

Hlustaðu á nýja Bond lagið

Meðfylgjandi má heyra titillag nýjustu kvikmyndarinnar um spæjarann James Bond í flutningi bresku söngkonunnar Adele en hún er einn vinsælasti tónlistarmaður veraldar svo vægt sé til orða tekið. Adele viðurkennir þó að hafa verið efins um að taka að sér verkefnið enda fylgir því mikil ábyrgð. Kvikmyndin heitir Skyfall og verður þetta í þriðja sinn sem leikarinn Daniel Craig bregður sér í hlutverk Bond.

Tónlist
Fréttamynd

Tuttugasta platan frá Kiss

Goðsagnirnar í Kiss gefa út sína tuttugustu hljóðversplötu í næstu viku. Tæp fjörutíu ár eru liðin frá stofnun rokksveitarinnar.

Tónlist
Fréttamynd

YOLO fyrir unglingana

Aukatónleikum hefur verið bætt við hipphopphátíðina YOLO sem verður haldin á Þýska barnum 7. til 10. nóvember. Tónleikarnir verða fyrir unglinga og fara þeir fram í Stapanum í Reykjanesbæ 7. nóvember.

Tónlist
Fréttamynd

Nærri rekinn úr Muse

Chris Wolstenholme, bassaleikari Muse, var næstum því rekinn úr hljómsveitinni vegna drykkjuvandamála sinna.

Tónlist
Fréttamynd

Djúpið miklu vinsælli en Frost

Djúpið, í leikstjórn Baltasars Kormáks, hefur fengið fyrirtaks dóma, þar á meðal fjórar stjörnur hér í Fréttablaðinu, en viðbrögðin við Frosti í leikstjórn Reynis Lyngdal hafa verið heldur dræmari.

Menning