Forsetakosningar 2024

Forsetakosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar forsetakosningum sem fram fara 1. júní 2024.

Fréttamynd

Steinunn Ó­lína segir land­ráða­mál í upp­siglingu

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaefni heldur því fram að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og mótframbjóðandi hennar, hafi verið að forða sér vegna þess að hún vilji ekki þurfa að bera ábyrgð á vafasömu frumvarpi Bjarkeyjar Olsen, sem nú er tekist á um á þingi.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Á­huga­verðir tímar kalla á á­huga­verðan for­seta

Ég er hluti af framboðsherferð á Íslandi sem er að reyna að gera Snæfellsjökul að næsta forseta Íslands. Við erum teymi af umhverfisverndarsinnum, listamönnum, lögfræðingum, vísindamönnum, lögfræðingum og áhugasömum borgurum sem gera sér grein fyrir gríðarlegu mikilvægi þess að leiðtogar okkar setji réttindi náttúrunnar í forgang, sem er megin áhersla framboðsins.

Skoðun
Fréttamynd

Helga Þóris­dóttir og fjör­egg ís­lenskrar þjóðar

Forseti Íslands, eini þjóðkjörni fulltrúi landsmanna, gegnir grundvallarhlutverki vegna þeirrar ábyrgðar og valds, sem embættinu fylgir. Þeir sem lesið hafa þjóðsögur og ævintýri vita að brothættra fjöreggja sinna þarf hver vel að gæta, ella verða fjörbrot.

Skoðun
Fréttamynd

Segja bar­áttuna bara rétt að hefjast

Þær Helga Þórisdóttir og Ásdís Rán Gunnarsdóttir, forsetaframbjóðendur, segja kosningabaráttuna rétt að byrja og þær muni láta ljós þeirra skína. Ásdís er nýbúin að safna nægilega mörgum undirskriftum og Helga segist á lokametrunum með það.

Innlent
Fréttamynd

Katrín og Baldur takast enn á um for­ystuna

Flestir ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur og Baldur Þórhallsson samkvæmt fimm skoðanakönnunum sem birtar hafa verið síðast liðinn hálfan mánuð. Halla Hrund Logadóttir er farin að narta í hælana á Jóni Gnarr í þriðja sætinu.

Innlent
Fréttamynd

Halla telur langt í að fólk sé búið að á­kveða sig

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi var á ferð um Suðurnes þegar Vísir náði í hana. Hún var að ganga inn á kosningafund á Hótel Keflavík. Hún sagði viðtökurnar á Suðurnesjum slíkar að ef væri miðað við þær væri hún með miklu meira fylgi en menn almennt ætla.

Innlent
Fréttamynd

And­leg heilsa unga fólksins og á­hrif sam­fé­lags­miðla

Fyrir nokkrum árum hringdi dóttir mín í mig, þá á fyrsta ári í háskólanámi og sagði mér að hún hygðist skipta um námsbraut. Hún ætlaði að læra sálfræði því átta af hverjum tíu vinum hennar væru að kljást við kvíða, þunglyndi og aðrar áskoranir hvað varðaði andlega heilsu.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar enginn heldur utan um þig

Í réttnefndu velferðarsamfélagi þurfa stjórnmálaflokkar að sameinast um að tryggja velferð alls fólks sem í samfélaginu býr. Á undanförnum áratug hafa hagsmunir landsmanna ekki verið valdhöfum ofarlega í huga.

Skoðun
Fréttamynd

Öryggi – For­vitni – Gleði

Á fimmtugsafmælisdeginum mínum, 12. janúar 2024, steig ég skref út í óvissuna og tilkynnti forsetaframboð. Þar sem ég hef aldrei verið í pólitík, en oft spurð hvort ég hafi áhuga á því, var ég búin að kynna mér hvernig framboð eru framkvæmd.

Skoðun
Fréttamynd

Stefnir í spennandi for­seta­kosningar

Halla Hrund Logadóttir bætir við sig miklu fylgi samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Morgunblaðið þar sem Baldur Þórhallsson nýtur mest fylgis. Stjórnmálafræðingur segir hægt að lesa það eitt út úr könnunum undanfarnar vikur að forsetakosningarnar verði mjög spennandi.

Innlent
Fréttamynd

Vaknaði í angist alla morgna

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist á mjög friðsælum og góðum stað í lífinu, eftir áraraðir af kvíða áhyggjum og áfallastreitu. Steinunn, sem er gestur í nýjasta þætti af podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa lært að dómharka sé tilgangslaus og að þjáning sé eðlilegur hluti af tilverunni.

Lífið
Fréttamynd

Þess vegna mun ég kjósa Katrínu

Vegna þess að hún yrði góður forseti og þar sem Kata er þar er skemmtilegt. Hún er eldklár, hrikalega dugleg, með góða nærveru og ákveðnar skoðanir en samt ávallt tilbúin til þess að hlusta. Hún hefur alltaf málefni kvenna og minnihlutahópa í huga i öllu sem hún fæst við og kemur því ákveðið að í ræðu eins oft og mögulegt er.

Skoðun
Fréttamynd

Ás­dís á „innan við hundrað“ undir­skriftir eftir

Undirskriftasöfnun forsetaframbjóðendanna Helgu Þórisdóttur og Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur virðist ganga vel en þær segjast báðar vera á lokametrunum í söfnuninni. Sigríður Hrund Pétursdóttir kveðst ekki ætla að kíkja á stöðu söfnunar sinnar fyrr en á morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Blöskrar for­dóma­full um­mæli um pabba sinn

Álfrún Perla Baldursdóttir, dóttir Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda, segir að sér hafi blöskrað ummæli og almenn leiðindi byggð á fordómum í kosningabaráttunni. Þetta segir Áfrún í pistli á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir­liði Ís­lands

Fátt sameinar okkur Íslendinga meira, í gleði og sorg, en að fylgjast með og styðja íþróttafólkið okkar á stórmótum á alþjóðavettvangi. Við vitum hvað þau hafa lagt ótrúlega mikið á sig til að ná í fremstu röð. Við erum stolt af þeim sem einstaklingum en kannski ekki síður sem Íslendingum því þau eru glæsilegir fulltrúar litla Íslands á stóra sviðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Meðvirkni í garð Katrínar að tjá sig ekki um hana

Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi sagðist ekki vilja tjá sig um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér til embættisins, þegar hún væri ekki viðstödd. Jón Gnarr, sem er líka að bjóða sig fram, segir smá meðvirkni í því að tjá sig ekki um aðra frambjóðendur þegar þeir gætu alveg verið á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Að taka af­stöðu er einka­mál hvers og eins

Halla Hrund Logadóttir, Baldur Þórhallsson, og Jón Gnarr, forsetaframbjóðendur voru spurð í Pallborðinu á Vísi í dag út í það hvern þau myndu kjósa til embættis forseta Íslands ef þau væru ekki sjálf í framboði. Halla benti á að það væri einkamál hvers og eins hvern maður kysi.

Innlent