Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Leroy Lita meiddist í rúminu

    Leroy Lita, framherji Reading, er nú í kapphlaupi við tímann svo að hann geti spilað fyrsta leik félagsins á tímabilinu gegn Manchester United á sunnudaginn. Lita er meiddur á fæti, en það er ekki vitað hvað er að honum. Hann vaknaði í rúminu sínu á sunnudaginn og var þá sárkvalinn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Newcastle kaupir Enrique frá Villareal

    Newcastle hefur tryggt sér þjónustu spænska U21 árs landsliðsmannsins Jose Enrique frá Villareal. Newcastle borgar 6,3 milljónir punda fyrir leikmanninn en hann skrifaði undir fimm ára samning við félagið. Enrique er sjöundi leikmaðurinn sem Newcastle fær í sumar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    McClaren ætlar að fljúga til Bandaríkjanna til að hitta Beckham

    Steve McClaren, knattspyrnustjóri enska landsliðsins, ætlar að fljúga til Bandaríkjanna á fimmtudaginn til að hitta David Beckham og meta styrkleika bandarísku deildarinnar. Beckham hefur ekki ennþá spilað í deildinni vegna meiðsla og er ekki líklegt að hann verði tilbúinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Þýskalandi í næstu viku.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ballack: Ég er ekki á leiðinni til Madrid

    Miðjumaðurinn Michael Ballack hefur sagt að hann sé ánægður hjá Chelsea og að það sé ekkert til í þeim sögum að hann sé á leiðinni til Real Madrid. Ballack gekk til liðs við Chelsea síðasta sumar en fjölmiðlar á Spáni segja Real Madrid ætla að kaupa bæði Ballack og Arjen Robben frá Chelsea.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Allardyce ver ákvörðun Newcastle um selja ekki Dyer

    Sam Allardyce, framkvæmdastjóri Newcastle, ver ákvörðun klúbbsins um að hætta við að selja Kieron Dyer til West Ham. Allt leit út fyrir að vera frágengið þegar Newcastle hætti skyndilega við að selja leikmanninn. Allardyce segist vera óánægður með vinnubrögð West Ham og Alan Curbishley, framkvæmdastjóra West Ham.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Aston Villa og Sunderland á eftir markverði skoska landsliðsins

    Markvörður Celtic, Craig Gordon, verður ekki með liði sínu á mánudaginn í vináttuleik þar sem hann verður í Englandi að ræða við forráðamenn ensku Úrvalsdeildarliðin Aston Villa og Sunderland. Gordon er fyrirliði Celtic og einnig aðalmarkvörður skoska landsliðsins. Talið er að markvörðurinn kosti allt að tíu milljónum punda.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    John Terry verður frá í að minnsta kosti mánuð

    Það blæs ekki byrlega fyrir Chelsea í upphafi tímabils í enska boltanum. Komið hefur í ljós að fyrirliðinn John Terry verður frá keppni í að minnsta kosti mánuð en hann meiddist illa á hné á æfingu fyrir helgi. Alls eru níu leikmenn á sjúkralista Chelsea. Auk John Terry eru það Didier Drogba, Paulo Ferreira, Wayne Bridge, Salmon Kalou, Andriy Shevchenko, Claude Makalele, Michael Ballack og Arjen Robben.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Everton kaupir Baines fyrir fimm milljónir punda

    Enska Úrvalsdeildarliðið Wigan hefur staðfest að varnarmaðurinn Leighton Baines hafi ákveðið að ganga til liðs við Everton og fær Wigan 5 milljónir punda í sinn hlut fyrir leikmanninn. Baines fékk leyfi til að ræða við Davis Moyes, framkvæmdastjóra Everton, um helgina og þá náðust samningar þeirra á milli.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Alan Smith byrjar vel

    Alan Smith byrjar vel með nýja liðinu sínu Newcastle United. Newcastle er nú að spila við Sampdoria og staðan er 1-0. Smith skoraði markið á 59. mínútu. Fyrir helgi var Smith seldur frá Manchester United til Newcastle á 6 milljónir punda.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Bendtner ekki nógu góður

    Þrátt fyrir að hafa skorað fyrir Arsenal í tveimur leikjum á undirbúningstímabilinu telur knattspyrnustjóri Arsenal, Arsene Wenger, að danski landsliðsmaðurinn Nicklas Bendtner sé ekki nógu góður til þess að vera í byrjunarliðinu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Leeds fær markmann

    Danski markvörðurinn Casper Ankergren er ætlað að leysa markmannsvandræði enska 2. deildarliðsins Leeds United. Í gær gekk hann frá þriggja ára samningi við Leeds sem þarf að greiða Bröndby 3 milljónir danskra króna eða 35 milljónir íslenskra króna.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Úrvalsdeildarlið keyptu sóknarmenn fyrir 163 milljónir punda í sumar.

    30 sóknarmenn hafa verið keyptir til úrvalsdeildarliða í sumar og verðið fyrir pakkann er 163,2 milljónir punda eða tæpir 20,8 milljarðar króna. 18 félög í úrvalsdeild hafa keypt sóknarmenn, aðeins Everton og Reading hafa ekki krækt sér í sóknarmann en Everton er þó sagt hafa boðið 11 milljónir í Argentínumanninn Luis Gonzalez sem reyndar er miðjumaður. Enska blaðið Sunday Telegraph greinir frá þessu í dag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Dean Ashton með fyrsta markið á Upton Park í tæpa 18 mánuði

    West Ham vann Roma 2-1 í vináttuleik á Upton Park í gær. Fyrrverandi leikmaður Barcelona, Ludovic Giuly kom Roma yfir áður en George McCartney jafnaði metin með föstum skalla á 64. mínútu eftir hornspyrnu Freddy Ljungberg. Dean Ashton skoraði sigurmarkið þremur mínútum síðar en þetta var fyrsta mark hans á Upton Park í tæpa 18 mánuði. Ashton lék ekkert með á síðustu leiktíð vegna öklameiðsla.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Dyer fer ekki til West Ham

    Alan Curbishley knattspyrnustjóri West Ham staðfesti við netútgáfu BBC nú áðan að ekkert yrði af kaupum félagsins á Kieron Dyer. Dyer var á leið til West Ham frá Newcastle fyrir 6 milljónir punda. Newcastle hækkaði skyndilega verðið og þá sagði West Ham hingað og ekki lengra.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Brynjar skoraði

    Brynjar Björn Gunnarsson skoraði í dag fyrir Reading þegar liðið vann Wolves 3-2 í æfingaleik á Molineux heimavelli Úlfana í dag. Seyi Olofinjana kom Wolves í 1-0 en Stephen Hunt jafnaði metin. Brynjar kom Reading yfir þegar hann skoraði á 32. mínútu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Keypti leikmenn fyrir 5 milljarða án þess að sjá þá spila

    Knattspyrnustjóri Manchester City, Sven Göran Eriksson, hefur verið duglegur að kaupa leikmenn undanfarna daga. Hann er búinn að kaupa leikmenn fyrir tæpa 5 milljarða króna og marga þeirra hefur enn hann ekki séð spila. Sven Göran viðurkennir að hann hafi kíkt á myndbandsspólur og séð til leikmanna þar en ekki séð þá í leik.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Leeds byrjar með 15 stig í mínus

    Hið fornfræga fótboltafélag Leeds United fékk í gær heimild til þess að hefja leik í 3. efstu deild á Englandi. Leiktíðin hefst eftir viku en Leeds byrjar boltasparkið með 15 stig í mínus.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Teves ódýrasti framherjinn

    Darren Bent sóknarmaður Charlton var seldur til Tottenham fyrir 16 milljónir punda. Það er átta sinnum hærri upphæð en West Ham fær fyrir Carlos Teves. Enn liggur ekki fyrir hvað Manchester United þarf að borga fyrir Argentínumanninn en nokkrir sóknarmenn hafa verið keyptir til liða í ensku úrvalsdeildinni í sumar fyrir miklu hærri fjárhæð en 2 milljónir punda.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Hataði Benitez

    Neil Warnock, fyrrum stjóri Sheffield United, lýsir því í nýútkominni ævisögu sinni hversu mikið hann hataði kollega sinn hjá Liverpool, Rafael Benitez, eftir lokasprett síðasta tímabils. Liverpool tapaði fyrir Fulham í næstsíðustu umferð deildarinnar og segir Warnock að þau úrslit hefðu orðið Sheffield að falli.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Van Gaal líkir tilboði Middlesbrough við þjórfé

    Louis van Gaal, knattspyrnustjóri AZ Alkmaar, hefur engan áhuga á að missa íslenska bakvörðinn Grétar Rafn Steinsson frá félaginu fyrir eitthvað klink, eins og hann orðaði það sjálfur í samtali við enska fjölmiðla í gær. Van Gaal gerði lítið úr nýlegu tilboði Middlesbrough í leikmanninn og líkti því við þjórfé.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Alex fær atvinnuleyfi á Englandi

    Brasilíumanninum Alex hefur verið veitt atvinnuleyfi á Englandi og getur því gengið til liðs við Chelsea. Chelsea hefur lengi beðið eftir að fá leikmanninn frá PSV og getur nú loks reynt að semja við varnarmanninn sterka.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Frank Lampard er tábrotinn

    Miðjumaðurinn Frank Lampard hjá Chelsea er tábrotinn á vinstri fæti og verður frá keppni á næstunni, en ekki er vitað hversu lengi hann verður frá. Talið er að táin hafi brotnað á fyrstu æfingu Chelsea í Bandaríkjunum fyrir þremur vikum, en það var ekki fyrr en í dag sem að hann fór í röntgenmyndatöku og í ljós kom að táin væri brotin.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Tevez-málinu loksins að ljúka?

    Búist er við því að forráðamenn West Ham muni tilkynna á morgun að þeir hafi samþykkt að leysa Carlos Tevez undan samningi. Það þýðir að nánast er öruggt að kappinn fari til Manchester United áður en leikmannaglugginn lokar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Reading kaupir miðjumann fyrir metfé

    Íslendingaliðið Reading hefur fest kaup á Emerse Fae frá Nantes fyrir 2,5 milljónir punda, en það er það mesta sem að félagið hefur borgað fyrir leikmann. Fae er 23 ára miðjumaður frá Fílabeinsströndinni. Íslensku landsliðsmennirnir Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson leika með Reading.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Finnan skrifar undir nýjan samning við Liverpool

    Varnarmaðurinn Steve Finnan hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Liverpool. Finnan er 31 árs gamall og var keyptur frá Fulham árið 2003 fyrir 3,5 milljónir punda. Finnan var búinn að samþykkja samninginn í síðasta mánuði en gat ekki skrifað undir strax vegna þátttöku Liverpool í Asíubikarnum.

    Enski boltinn