
Fregnir af hruni Netflix stórlega ýktar: „Hlutabréfaeigendur eru dramadrottningar“
Kvikmyndaleikstjóri telur ólíklegt að streymisveitur fari sömu leið og vídeóleigur eftir fregnir af uppgjöri Netflix í vikunni. Hann segir hlutabréfaeigendur dramadrottningar en staðreyndin sé sú að samkeppnin verði sífellt harðari.