Óþægilega ógeðsleg Brightburn logar af frændhygli

Bræðurnir Brian og Mark Gunn skrifuðu kvikmyndahandrit sem kallast Brightburn og hljómar söguþráður hennar eins og skemmtilegur snúningur á Superman söguna. Sem betur fer fyrir þá eiga þeir mjög góðan frænda sem heitir James Gunn. James frændi hefur nefnilega unnið sér það til frægðar að hafa leikstýrt Guardians of the Galaxy myndunum, sem og að vera höfundur mjög ófyndinna tísta fyrir rúmum áratugi. Líkt og góðum stóra frænda sæmir kom James handriti litlu frændanna í mjög góðar hendur vina sinna og úr varð kvikmynd sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum borgarinnar, sem inniheldur nokkrar „líta-undan-ógeðslegar“ senur. En hvernig tekst þeim frændum? Heiðar Sumarliðason og Bjartmar Þórðarson skelltu sér á Brightburn og hér má hlýða á niðurstöður þeirra. Í lokin er svo óvæntur glaðningur í formi Cardi B. Stjörnubíó er á dagskrá X977 alla sunnudaga klukkan 12:00, í boði Te og kaffi.

302
18:32

Vinsælt í flokknum Stjörnubíó

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.