ALC segist hafa tapað 67 milljónum vegna kyrrsetningar Isavia

Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar. Þota ALC hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli í fimmtíu daga.

172
01:58

Vinsælt í flokknum Fréttir