Ársuppgjör: Jón Baldvin grjótharður á barnum

Heiðar Sumarliðason og Snæbjörn Brynjarsson ræða árið sem er að líða. Strákarnir eru í hneykslunargír, m.a. vegna þess að félagsmálaráðuneytisstjórinn Gissur Pétursson hefur ekki verið látinn axla ábyrgð á orðum sínum um innflytjendur í Þjóðarspegli Háskóla Íslands. Þess má geta að félagsmálaráðherra skipaði Gissur í embættið án þess að staðan væri auglýst en BHM gagnrýndi það harðlega á sínum tíma. Já, gamla Ísland er líka nýja Ísland. Strákarnir velja svo Jakob Frímann ársins en þar er af nægu að taka. Þessi mikli frístundavísindamaður og þverfaglegi lífskúnstner lét einmitt mikið fyrir sér fara þetta árið. Sama hvort hann var að koma framfæri rannsóknum sínum á svokallaðri bráðaeinhverfu eða að mæra vin sinn Jón Baldvin Hannibalsson í Morgunblaðinu, þá var Frímaðurinn ávallt með puttann á púlsinum. Ekki gleyma að læka Eld og brennistein á Facebook og Instagram. Eldur og brennisteinn er á dagskrá X977 á laugardögum milli 9 og 12.

754
24:37

Vinsælt í flokknum Eldur og brennisteinn