Sérsveitin varar við sprengjufikti

Mikill viðbúnaður var á Selfossi í morgun þegar sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð á staðinn til að eyða heimatilbúinni sprengju á fjölmennum gatnamótum við Fjölbrautarskóla Suðurlands og Vallarskóla. Nokkrum götum var lokað en ekki var talið nauðsynlegt að rýma skólana. Fjallað var um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ungmenni í bæjarfélaginu hafa undanfarið verið að útbúa kraftmiklar sprengjur og deila sprengingum á samfélagsmiðlum. Sérsveitin notaði dróna til að kanna sprengjuna og vélmenni til að eyða henni.

175
01:04

Vinsælt í flokknum Fréttir