Sameinuðu Þjóðirnar óttast borgarastyrjöld í Líbýu

Bardagar geisa enn í útjaðri Trípólí, höfuðborg Líbýu. Fjörtíu-og-átta dagar eru frá því að herdeildir á vegum stríðsherrans Khalifa Hifter réðust á höfuðborgina sem er á valdi líbýsku ríkisstjórnarinnar sem nýtur stuðnings Sameinuðu Þjóðanna. 460 hafa fallið í átökum og 75 þúsund flúið heimili sín. Sameinuðu Þjóðirnar óttast að borgarastyrjöld sé í uppsiglingu.

6
00:46

Næst í spilun: Fréttir

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.