Ísland í dag - Tjaldaði 9m2 gestaherbergi í stofunni

Vala Matt fór í skemmtilegan leiðangur á Selfoss þar sem hjónin Auður Ottesen og Páll Jökull hafa búið til úr engu ævintýralegan garð með ætiplöntum, tjörn og fleira skemmtilegu. En þau gefa út tímaritið Sumarhúsið og garðurinn. Auður er ein sú fróðasta um þróun íslenskra garða undanfarna áratugi og hún sýnir okku hvernig þeir hafa breyst í gegnum tíðina. Tískustraumar, nýríkir Íslendingar sem fá verktaka til þess að gera allt, hrunið og kreppan þegar allir fóru að rækta grænmeti og krydd í garðinum og allt sést í efnisvali og útliti garðanna í kringum okkur. Og Auður er einnig óhemju frumleg og skemmtileg og þegar Vala kíkti heim til hennar sá hún meðal annars veggfóðrað anddyrirð hjá henni með útklipptum myndum úr tímaritunum hennar. Og í stofunni hafði Auður tjaldað stóru tjaldi til þess að hýsa óvænta gesti. Tjaldið er 9 fermetrar og því í raun nýtt herbergi inni í stofunni sem síðan má taka niður þegar gestirnir fara. Algjör snilld!

7368
10:57

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.