Hildur syngur þjóðsönginn fyrir Japansleikinn

Hildur Kristín Stefánsdóttir, tónlistarkona og skiptinemi frá Háskóla Íslands í Tókýó, söng íslenska þjóðsönginn, Lofsöng, fyrir leik Íslands og Japans í Osaka í morgun. Íslenski þjóðsöngurinn er þekktur fyrir að vera heldur óþjáll með sína háu tóna og hefur Hildur því undirbúið sig í mánuð fyrir sönginn. Hildur er meðlimur í hljómsveitinni Rökkurró þar sem hún bæði syngur og spilar á selló. Á eftir Hildi syngur japanska söngkonan Hitomi Shimatani japanska þjóðsönginn, sem nefnist Kimi-ga-yo.

7787
03:27

Vinsælt í flokknum Tónlist