Fljúgandi furðuhlutur í Árbænum?

Lesandi Vísis sendi ritstjórninni þetta athyglisverða myndband þar sem sjá má blikkandi ljós á næturhimninum. Myndbandið var tekið klukkan 18:45 í Árbænum í kvöld þegar myndatökurmaðurinn var að koma heim úr vinnunni. Sjálfur telur hann að þarna sé um UFO að ræða, eða fljúgandi furðuhlut. Það skal látið ósagt frá hverju ljósið stafar, enda fjölmargt sem kemur til greina. Sjón er sögu ríkara og við látum lesendum eftir að dæma frá hverju ljósið stafar.

1230
00:49

Vinsælt í flokknum Fréttir