Kvöldfréttir Stöðvar 2: Kvenflugmönnum fjölgar hratt

Hún er aðstoðaryfirflugstjóri hjá Icelandair og er fyrsta konan til að gegna því starfi. Hún á mann sem einnig er flugstjóri hjá félaginu en hann minnkaði þó við sig vinnu til að sjá um heimili og börn. Við kynnum okkur dag í lífi Lindu Gunnarsdóttur í fréttatímanum en hjá Icelandair eru sextíu kvenflugmennn á móti 440 körlum en það er mun hærra hlutfall miðað við önnur flugfélög úti í heimi. „Þróunin hefur verið hröð í rétta átt en við þurfum þó að gera betur,” segir Linda. Við fylgjum Lindu og áhöfn hennar til Toronto í Kanada og til baka strax að loknum íþróttafréttum í kvöld. Ekki missa af skemmtilegu og áhugaverðu innslagi í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem hefjast á slaginu 18.30.

5069
00:47

Vinsælt í flokknum Fréttir