Kvöldfréttir Stöðvar 2: „Erfitt að trúa öðru en að um hönnunarstuld sé að ræða“

Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur valdið uppþoti þar sem hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. Íslenskir hönnuðir hafa sagt hönnun samfestingsins beinlínis stolið. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld ræðum við við fagfólk innan tískugeirans um hönnunarstuld, meðal annars Álfrúnu Pálsdóttur, ritstjóra tískutímaritsins Glamour, Lindu Björg Árnadóttur, hönnuð og lektor við Listaháskólann og Höllu Helgadóttur, framkvæmdastjóra Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Kvöldfréttir hefjast á slaginu 18.30, að vanda.

1615
00:14

Vinsælt í flokknum Fréttir