Kvöldfréttir Stöðvar 2: Kvöldfréttir Stöðvar 2: „Ég vil ekki bara láta bjarga lífi mínu – ég vil fá að lifa líka“

Einstaklingar sem hljóta heilaskaða fá ekki aðstoð við að fóta sig í lífinu á ný að sögn Guðrúnar Hörpu Heimisdóttur sem hlaut heilaskaða í umferðaslysi árið 2012. Hún segir að það vanti alla langtímameðferð fyrir fólk sem fær heilaskaða en mörg hundruð manns hljóta slíkan skaða árlega á Íslandi Guðrún Harpa var stödd fyrir utan bílaumboð Heklu að sækja bíl sem hún hafði nýverið keypt. Þá kom annar bíll akandi inn á planið á miklum hraða og ók á kyrrstæðan bíl sem lenti á Guðrúnu. Ökumaður bifreiðarinnar hafði fengið hjartaáfall. Guðrún barst með bílnum í gegnum rúðu inn í umboðið, skall þar í gólfið og bíllinn keyrði yfir fætur hennar og hlaut mikla áverka – m.a. heilaskaða. Síðan hefur hún glímt við margskonar kvilla – persónuleikabreytingar meðal annars. Hún segir þörf á úrræðum fyrir fólk í hennar sporum, langtímaendurhæfingu fyrir fólk með heilaskaða. Fagfólk tekur undir áhyggjur Guðrúnar Hörpu. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, í kvöld.

2574
00:24

Vinsælt í flokknum Fréttir