Fræðslumynd fyrir börn gegn kynferðislegu ofbeldi

Stýrihópur velferðarráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og innanríkisráðuneytis um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess, ásamt Barnaverndarstofu og Umboðsmanni barna hafa óskað eftir því við skólastjórnendur grunnskóla að sýna fræðslumyndina sem hér fylgir í skólum þann 18. nóvember. Með því móti geti skólarnir lagt sitt af mörkum til að leiðbeina börnum sem kunna að vera í viðkvæmri stöðu og stuðlað jafnframt að aukinni samfélagsvitund um kynferðisofbeldi gegn börnum.

1669
02:40

Vinsælt í flokknum Fréttir